Jón Ólafur: Ég held að það sé ekkert gaman að dekka okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2011 20:15 Jón Ólafur Jónsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson. Mynd/ÓskarÓ Jón Ólafur Jónsson var í dag valinn besti leikmaður umferða 12 til 22 í Iceland Express deildar karla. Hann hefur verið lykilmaður í deildarmeistaraliði Snæfells og var með 20,6 stig og 10.1 frákast að meðaltali í leik í seinni hlutanum. "Þetta er búið að mjög gott tímabil. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki ánægður með þetta tímabil. Þetta var kannski ekki það sem fólk var búið að gera ráð fyrir en við trúðum því statt og stöðugt að við gætum þetta," sagði Jón Ólafur. Snæfellsliðið hefur náð að fylgja eftir Íslandsmeistaratitlinum með góðum árangri í vetur þrátt fyrir að missa öfluga leikmenn. "Við misstum tvo sterka leikmenn í Hlyn og Sigga. Aðrir leikmenn hafa bara bætt sinn leik og svo höfum við fengið inn Ryan sem hefur verið mjög góður hjá okkur í vetur. Svo fengum við Serbann Zeljko inni seinni partinn sem er reynslumikill, duglegur og góður leikmaður," segir Jón Ólafur. Jón Ólafur hefur bætti sinn leik mikið alveg eins og félagi Hans Pálmi Freyr Sigurgeirsson. Jón Ólafur hefur hækkað framlag sitt um 6,9 framlagsstig milli tímabili og Pálmi hefur farið upp um 11,8 stig. Báðir hafa þeir hækkað sig í stigum, fráköstum og stoðsendingum. "Ingi sagði það ekki beint við okkur Pálma að við þurftum að gera meira en það var meira þannig að ég þurfti ekki að leggja saman tvo og tvo til að fatta það að maður þurfti að stíga upp fyrir næsta tímabil til þess að halda okkur í hópi sterkustu liðanna. Við gátum ekki endalaust verið að bæta við okkur útlendingum," sagði Jón Ólafur í léttum tón. Snæfell mætir Haukum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar og er fyrsti leikur liðanna í Hólminum á föstudaginn. "Úrslitakeppnin er alltaf skemmtileg. Það er talað um að eina örugga serían sé á milli okkar og Hauka sem sumum finnst ekki spennandi. Ef við ætlum að hugsa eitthvað svoleiðis og láta það fara inn í hausinn á okkur þá eiga þeir eftir að nýta sér það," segir Jón Ólafur.Jón Ólafur í leik á móti Stjörnunni.Mynd/Valli"Sóknin hjá okkur er oft á tíðum búin að vera mjög góð í vetur og við erum með svo mörg vopn. Það er erfitt að stoppa okkur þegar við erum að spila saman óeigingjarnt og það er flæði í leiknum okkar. Ég held að það sé ekkert gaman að dekka okkur þegar menn eins og Sean, Pálmi og jafnvel Ryan eru að hitta vel eins og þeir eiga til að gera," segir Jón Ólafur sem er oftar en ekki í hópi þeirra fyrrnefndu þegar leikmenn Snæfells fara að hitta allstaðar af á vellinum. "Nú þurfum við að fara að rífa vörnina upp. Í fyrra vorum við mjög sterkir varnarlega en núna hefur ekki borið eins mikið á því. Það er oft þannig að þegar lið eru góð sóknarlega þá fær vörnin aðeins að gjalda fyrir það. Ef við ætlum að fara alla leið þá þurfum við að rífa varnarleikinn svolítið upp og við erum að vinna í því. Við höfum alla burði til þess að vera gott varnarlið líka," segir Jón Ólafur. Hann segir að stærsti hluti liðsins hafi tekið þátt í að landa fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í fyrra og að löngunin í hópnum sé mjög mikill. "Menn kunna þetta alveg og vita hvað þeir þurfa að gera. Þetta er spurning um baráttu og vilja þetta nógu mikið. Við ættum líka að vita hversu gaman þetta er. Við fengum að kynnast þessi í fyrra og sú tilfinning sem varaði út allt sumarið var sælutilfinning sem manni langar endilega að finna aftur," segir Jón Ólafur. Dominos-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Jón Ólafur Jónsson var í dag valinn besti leikmaður umferða 12 til 22 í Iceland Express deildar karla. Hann hefur verið lykilmaður í deildarmeistaraliði Snæfells og var með 20,6 stig og 10.1 frákast að meðaltali í leik í seinni hlutanum. "Þetta er búið að mjög gott tímabil. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki ánægður með þetta tímabil. Þetta var kannski ekki það sem fólk var búið að gera ráð fyrir en við trúðum því statt og stöðugt að við gætum þetta," sagði Jón Ólafur. Snæfellsliðið hefur náð að fylgja eftir Íslandsmeistaratitlinum með góðum árangri í vetur þrátt fyrir að missa öfluga leikmenn. "Við misstum tvo sterka leikmenn í Hlyn og Sigga. Aðrir leikmenn hafa bara bætt sinn leik og svo höfum við fengið inn Ryan sem hefur verið mjög góður hjá okkur í vetur. Svo fengum við Serbann Zeljko inni seinni partinn sem er reynslumikill, duglegur og góður leikmaður," segir Jón Ólafur. Jón Ólafur hefur bætti sinn leik mikið alveg eins og félagi Hans Pálmi Freyr Sigurgeirsson. Jón Ólafur hefur hækkað framlag sitt um 6,9 framlagsstig milli tímabili og Pálmi hefur farið upp um 11,8 stig. Báðir hafa þeir hækkað sig í stigum, fráköstum og stoðsendingum. "Ingi sagði það ekki beint við okkur Pálma að við þurftum að gera meira en það var meira þannig að ég þurfti ekki að leggja saman tvo og tvo til að fatta það að maður þurfti að stíga upp fyrir næsta tímabil til þess að halda okkur í hópi sterkustu liðanna. Við gátum ekki endalaust verið að bæta við okkur útlendingum," sagði Jón Ólafur í léttum tón. Snæfell mætir Haukum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar og er fyrsti leikur liðanna í Hólminum á föstudaginn. "Úrslitakeppnin er alltaf skemmtileg. Það er talað um að eina örugga serían sé á milli okkar og Hauka sem sumum finnst ekki spennandi. Ef við ætlum að hugsa eitthvað svoleiðis og láta það fara inn í hausinn á okkur þá eiga þeir eftir að nýta sér það," segir Jón Ólafur.Jón Ólafur í leik á móti Stjörnunni.Mynd/Valli"Sóknin hjá okkur er oft á tíðum búin að vera mjög góð í vetur og við erum með svo mörg vopn. Það er erfitt að stoppa okkur þegar við erum að spila saman óeigingjarnt og það er flæði í leiknum okkar. Ég held að það sé ekkert gaman að dekka okkur þegar menn eins og Sean, Pálmi og jafnvel Ryan eru að hitta vel eins og þeir eiga til að gera," segir Jón Ólafur sem er oftar en ekki í hópi þeirra fyrrnefndu þegar leikmenn Snæfells fara að hitta allstaðar af á vellinum. "Nú þurfum við að fara að rífa vörnina upp. Í fyrra vorum við mjög sterkir varnarlega en núna hefur ekki borið eins mikið á því. Það er oft þannig að þegar lið eru góð sóknarlega þá fær vörnin aðeins að gjalda fyrir það. Ef við ætlum að fara alla leið þá þurfum við að rífa varnarleikinn svolítið upp og við erum að vinna í því. Við höfum alla burði til þess að vera gott varnarlið líka," segir Jón Ólafur. Hann segir að stærsti hluti liðsins hafi tekið þátt í að landa fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í fyrra og að löngunin í hópnum sé mjög mikill. "Menn kunna þetta alveg og vita hvað þeir þurfa að gera. Þetta er spurning um baráttu og vilja þetta nógu mikið. Við ættum líka að vita hversu gaman þetta er. Við fengum að kynnast þessi í fyrra og sú tilfinning sem varaði út allt sumarið var sælutilfinning sem manni langar endilega að finna aftur," segir Jón Ólafur.
Dominos-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira