Handbolti

Guðmundur: Verðum að vera grimmari en þeir

Henry Birgir Gunnarsson í Halle Westfalen skrifar
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segist fara í leikinn gegn Þýskalandi á morgun til þess að vinna. Hann segir að strákarnir verði að mæta mjög grimmir til leiks.

"Ástandið er nokkuð gott. Við vorum að fara yfir varnarleikinn og það gekk ágætlega. Við erum að undirbúa okkur eins vel og við getum," sagði Guðmundur en viðtalið var tekið áður en harmleikurinn með Björgvin Páll gerðist.

"Við vitum að þeir mæta grimmir og við verðum að mæta tilbúnir til leiks. Undirbúningurinn er hefðbundinn," sagði Guðmundur sem leggur mikla áherslu á að strákarnir taki frumkvæðið í leiknum.

"Það verður að gerast ef við ætlum að vinna þennan leik. Við verðum að vera grimmari en þeir frá byrjun. Þeir eru upp við vegg og því stórhættulegir," sagði Guðmundur en hann mun hafa sérstakar gætur á stórskyttunni Holger Glandorf sem kemur inn í liðið á morgun.

"Hann kláraði leikinn gegn okkur á HM og þeir munu reyna að fá hann í gang," sagði Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×