Á barnið mitt að borga Icesave, aftur? Þórhallur Hákonarson skrifar 30. mars 2011 13:56 Sigurbjörn Svavarsson (SS) svarar grein minni um það hvort barnið mitt eigi að borga Icesave á þriðjudaginn. SS tekst ágætlega til með að gagnrýna greinina mína og tek ég undir að forsendur voru ekki gefna upp þar sem slíkt er ekki auðvelt í stuttri grein. Vil ég þakka honum fyrir ábendingarnar og reyni nú að bæta úr því. SS byrjar á því að gagnrýna mat mitt á því að kostnaður ríkisins af því að samþykkja Icesave verði um 35 milljarðar. Heldur hann því fram með sínum útreikningum að kostnaðurinn verði um 96 milljarðar. Ég viðurkenni að ég reiknaði þetta ekki sjálfur út, heldur treysti ég á útreikninga Icesave samninganefndarinnar. Ég sé heldur ekki ástæðu til að sannreyna útreikninga SS á 96 milljörðunum því ég treysti samninganefndinni um Icesave ágætlega til að reikna út kostnaðinn. Ef SS hefur eitthvað við þann útreikning að athuga þá bendi ég honum á að hafa samband við samninganefndina. Það er hárrétt hjá SS að ég gef engar forsendur fyrir þeirri staðhæfingu minni að kostnaður gæti hugsanlega orðið yfir 600 milljarðar ef það verður sagt nei við Icesave. Málið er að erfitt er að fullyrða nákvæmlega hver sá kostnaður verður allt eftir því hverjar forsendurnar eru, t.d. það hefur áhrif hve langan tíma tekur að reka málið áður en niðurstaða fæst, hvaða vextir verða á kröfunum, verða ýtrustu kröfur Breta og Hollendinga teknar til greina eða verða mörkin sett við 20 þús evrur pr reikning. Fer greiðsluhæfi Íslands í ruslflokk? Munu Bretar og Hollendingar beita sér áfram gegn Íslandi á öllum mögulegum stöðum eins og áður eða láta þeir sér nægja að reka málið fyrir dómstólum? Hver verður gengisþróun íslensku krónunnar? Í versta falli er nokkuð ljóst að kostnaðurinn verður yfir 600 milljörðum en gæti líka orðið lægri. Mér fannst ég mátulega varkár og ekki að halla á neinn þegar ég tiltók „hugsanlega yfir 600 milljarðar". Ég sakna þess þó að SS skuli ekki svara mér efnislega þegar ég tala um hagvöxtinn. Hann afgreiðir það með því að það sé spá um framtíðina. Flest sem tengist Icesave er spá um framtíðina. Ef við ákveðum að vera virkilega svartsýn næstu fjögur til sex árin (ef Icesave er hafnað) þá gæti sviðsmyndin litið einhvernvegin svona út: Össur, CCP, Actavis og Marel farin úr landi, OR lendir í greiðslufalli vegna þess að fyrirtækið getur ekki endurfjármagnað lán sín, engar virkjunarframkvæmdir vegna þess að Landsvirkjun fær enga fjármögnun og lendir í greiðslufalli því þeir geta ekki endurfjármagnað lán sín á viðunandi kjörum vegna þess að lánshæfi ríkisins er komið í ruslflokk. Haftastefna komin aftur á og einu gjaldeyristekjurnar eru vegna fiskveiða og ferðaþjónustu (sem síðan hverfur þegar Katla gýs). Áframhaldandi niðurskurður í heilbrigðis og menntamálum. Löggæslan nánast horfin vegna niðurskurðar og því vaða glæpahópar uppi. Þetta er vissulega óþarflega dökk sviðsmynd en hvað ætli það myndir kosta okkur til viðbótar ef þetta rætist, og þá bara smá hluti, t.d. hlutinn um OR og Landsvirkjun? Ef aftur á móti Icesave er samþykkt og hagvöxtur fer af stað þá greiðast þessir 35 milljarðar upp í gegnum hagvöxtinn. Án þess að ná upp hagvexti þá er hætta á að við endum í gagnvirkum niðurskurði útgjalda til að mæta minnkandi tekjum sem endar bara á einn veg. Það eru vissulega mikil óvissa í því sem ég hef fjallað um, og það er nákvæmlega málið. Icesave er háð mikilli óvissu. Það er ekkert mál að fá þá tölu út sem maður vill, það snýst bara um forsendurnar sem maður gefur sér. Það sem hver og einn verður að gera upp við sig er hvar er óvissan mest og hvar er áhættan mest. Það er hugsanlegt að það að segja nei við Icesave endi vel fyrir Íslendinga og öll dýrin í skóginum verði vinir, en þykir mér það líklegt, nei. Er hugsanlegt að allt fari á versta veg ef Icesave verður samþykkt? Já það er hugsanlegt, en mér þykir það ekki líklegt. Mikilvægt er að mynda sér skoðun á Icesave byggt á staðreyndum, meta áhættuna og ávinninginn af hvorum möguleikanum fyrir sig og kjósa svo þann möguleikann sem hverjum líst betur á. Það finnst nánast öllum það súr biti að kyngja að samþykkja Icesave, mér finnst það, en í ljósi af framansögðu þá held ég mig við að kjósa með Icesave. Mig langar svo bara að nefna að fyrst SS sá ástæðu til að svara mér þá hefði hann nú mátt óska mér til hamingju með nýja barnið mitt, en ég góðfúslega fyrirgef honum þessa yfirsjón. Þar sem að ég er önnum kafinn við andvökunætur og bleyjuskipti þá læt ég þetta vera mín lokaorð í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Sigurbjörn Svavarsson (SS) svarar grein minni um það hvort barnið mitt eigi að borga Icesave á þriðjudaginn. SS tekst ágætlega til með að gagnrýna greinina mína og tek ég undir að forsendur voru ekki gefna upp þar sem slíkt er ekki auðvelt í stuttri grein. Vil ég þakka honum fyrir ábendingarnar og reyni nú að bæta úr því. SS byrjar á því að gagnrýna mat mitt á því að kostnaður ríkisins af því að samþykkja Icesave verði um 35 milljarðar. Heldur hann því fram með sínum útreikningum að kostnaðurinn verði um 96 milljarðar. Ég viðurkenni að ég reiknaði þetta ekki sjálfur út, heldur treysti ég á útreikninga Icesave samninganefndarinnar. Ég sé heldur ekki ástæðu til að sannreyna útreikninga SS á 96 milljörðunum því ég treysti samninganefndinni um Icesave ágætlega til að reikna út kostnaðinn. Ef SS hefur eitthvað við þann útreikning að athuga þá bendi ég honum á að hafa samband við samninganefndina. Það er hárrétt hjá SS að ég gef engar forsendur fyrir þeirri staðhæfingu minni að kostnaður gæti hugsanlega orðið yfir 600 milljarðar ef það verður sagt nei við Icesave. Málið er að erfitt er að fullyrða nákvæmlega hver sá kostnaður verður allt eftir því hverjar forsendurnar eru, t.d. það hefur áhrif hve langan tíma tekur að reka málið áður en niðurstaða fæst, hvaða vextir verða á kröfunum, verða ýtrustu kröfur Breta og Hollendinga teknar til greina eða verða mörkin sett við 20 þús evrur pr reikning. Fer greiðsluhæfi Íslands í ruslflokk? Munu Bretar og Hollendingar beita sér áfram gegn Íslandi á öllum mögulegum stöðum eins og áður eða láta þeir sér nægja að reka málið fyrir dómstólum? Hver verður gengisþróun íslensku krónunnar? Í versta falli er nokkuð ljóst að kostnaðurinn verður yfir 600 milljörðum en gæti líka orðið lægri. Mér fannst ég mátulega varkár og ekki að halla á neinn þegar ég tiltók „hugsanlega yfir 600 milljarðar". Ég sakna þess þó að SS skuli ekki svara mér efnislega þegar ég tala um hagvöxtinn. Hann afgreiðir það með því að það sé spá um framtíðina. Flest sem tengist Icesave er spá um framtíðina. Ef við ákveðum að vera virkilega svartsýn næstu fjögur til sex árin (ef Icesave er hafnað) þá gæti sviðsmyndin litið einhvernvegin svona út: Össur, CCP, Actavis og Marel farin úr landi, OR lendir í greiðslufalli vegna þess að fyrirtækið getur ekki endurfjármagnað lán sín, engar virkjunarframkvæmdir vegna þess að Landsvirkjun fær enga fjármögnun og lendir í greiðslufalli því þeir geta ekki endurfjármagnað lán sín á viðunandi kjörum vegna þess að lánshæfi ríkisins er komið í ruslflokk. Haftastefna komin aftur á og einu gjaldeyristekjurnar eru vegna fiskveiða og ferðaþjónustu (sem síðan hverfur þegar Katla gýs). Áframhaldandi niðurskurður í heilbrigðis og menntamálum. Löggæslan nánast horfin vegna niðurskurðar og því vaða glæpahópar uppi. Þetta er vissulega óþarflega dökk sviðsmynd en hvað ætli það myndir kosta okkur til viðbótar ef þetta rætist, og þá bara smá hluti, t.d. hlutinn um OR og Landsvirkjun? Ef aftur á móti Icesave er samþykkt og hagvöxtur fer af stað þá greiðast þessir 35 milljarðar upp í gegnum hagvöxtinn. Án þess að ná upp hagvexti þá er hætta á að við endum í gagnvirkum niðurskurði útgjalda til að mæta minnkandi tekjum sem endar bara á einn veg. Það eru vissulega mikil óvissa í því sem ég hef fjallað um, og það er nákvæmlega málið. Icesave er háð mikilli óvissu. Það er ekkert mál að fá þá tölu út sem maður vill, það snýst bara um forsendurnar sem maður gefur sér. Það sem hver og einn verður að gera upp við sig er hvar er óvissan mest og hvar er áhættan mest. Það er hugsanlegt að það að segja nei við Icesave endi vel fyrir Íslendinga og öll dýrin í skóginum verði vinir, en þykir mér það líklegt, nei. Er hugsanlegt að allt fari á versta veg ef Icesave verður samþykkt? Já það er hugsanlegt, en mér þykir það ekki líklegt. Mikilvægt er að mynda sér skoðun á Icesave byggt á staðreyndum, meta áhættuna og ávinninginn af hvorum möguleikanum fyrir sig og kjósa svo þann möguleikann sem hverjum líst betur á. Það finnst nánast öllum það súr biti að kyngja að samþykkja Icesave, mér finnst það, en í ljósi af framansögðu þá held ég mig við að kjósa með Icesave. Mig langar svo bara að nefna að fyrst SS sá ástæðu til að svara mér þá hefði hann nú mátt óska mér til hamingju með nýja barnið mitt, en ég góðfúslega fyrirgef honum þessa yfirsjón. Þar sem að ég er önnum kafinn við andvökunætur og bleyjuskipti þá læt ég þetta vera mín lokaorð í þessu máli.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun