Á barnið mitt að borga Icesave, aftur? Þórhallur Hákonarson skrifar 30. mars 2011 13:56 Sigurbjörn Svavarsson (SS) svarar grein minni um það hvort barnið mitt eigi að borga Icesave á þriðjudaginn. SS tekst ágætlega til með að gagnrýna greinina mína og tek ég undir að forsendur voru ekki gefna upp þar sem slíkt er ekki auðvelt í stuttri grein. Vil ég þakka honum fyrir ábendingarnar og reyni nú að bæta úr því. SS byrjar á því að gagnrýna mat mitt á því að kostnaður ríkisins af því að samþykkja Icesave verði um 35 milljarðar. Heldur hann því fram með sínum útreikningum að kostnaðurinn verði um 96 milljarðar. Ég viðurkenni að ég reiknaði þetta ekki sjálfur út, heldur treysti ég á útreikninga Icesave samninganefndarinnar. Ég sé heldur ekki ástæðu til að sannreyna útreikninga SS á 96 milljörðunum því ég treysti samninganefndinni um Icesave ágætlega til að reikna út kostnaðinn. Ef SS hefur eitthvað við þann útreikning að athuga þá bendi ég honum á að hafa samband við samninganefndina. Það er hárrétt hjá SS að ég gef engar forsendur fyrir þeirri staðhæfingu minni að kostnaður gæti hugsanlega orðið yfir 600 milljarðar ef það verður sagt nei við Icesave. Málið er að erfitt er að fullyrða nákvæmlega hver sá kostnaður verður allt eftir því hverjar forsendurnar eru, t.d. það hefur áhrif hve langan tíma tekur að reka málið áður en niðurstaða fæst, hvaða vextir verða á kröfunum, verða ýtrustu kröfur Breta og Hollendinga teknar til greina eða verða mörkin sett við 20 þús evrur pr reikning. Fer greiðsluhæfi Íslands í ruslflokk? Munu Bretar og Hollendingar beita sér áfram gegn Íslandi á öllum mögulegum stöðum eins og áður eða láta þeir sér nægja að reka málið fyrir dómstólum? Hver verður gengisþróun íslensku krónunnar? Í versta falli er nokkuð ljóst að kostnaðurinn verður yfir 600 milljörðum en gæti líka orðið lægri. Mér fannst ég mátulega varkár og ekki að halla á neinn þegar ég tiltók „hugsanlega yfir 600 milljarðar". Ég sakna þess þó að SS skuli ekki svara mér efnislega þegar ég tala um hagvöxtinn. Hann afgreiðir það með því að það sé spá um framtíðina. Flest sem tengist Icesave er spá um framtíðina. Ef við ákveðum að vera virkilega svartsýn næstu fjögur til sex árin (ef Icesave er hafnað) þá gæti sviðsmyndin litið einhvernvegin svona út: Össur, CCP, Actavis og Marel farin úr landi, OR lendir í greiðslufalli vegna þess að fyrirtækið getur ekki endurfjármagnað lán sín, engar virkjunarframkvæmdir vegna þess að Landsvirkjun fær enga fjármögnun og lendir í greiðslufalli því þeir geta ekki endurfjármagnað lán sín á viðunandi kjörum vegna þess að lánshæfi ríkisins er komið í ruslflokk. Haftastefna komin aftur á og einu gjaldeyristekjurnar eru vegna fiskveiða og ferðaþjónustu (sem síðan hverfur þegar Katla gýs). Áframhaldandi niðurskurður í heilbrigðis og menntamálum. Löggæslan nánast horfin vegna niðurskurðar og því vaða glæpahópar uppi. Þetta er vissulega óþarflega dökk sviðsmynd en hvað ætli það myndir kosta okkur til viðbótar ef þetta rætist, og þá bara smá hluti, t.d. hlutinn um OR og Landsvirkjun? Ef aftur á móti Icesave er samþykkt og hagvöxtur fer af stað þá greiðast þessir 35 milljarðar upp í gegnum hagvöxtinn. Án þess að ná upp hagvexti þá er hætta á að við endum í gagnvirkum niðurskurði útgjalda til að mæta minnkandi tekjum sem endar bara á einn veg. Það eru vissulega mikil óvissa í því sem ég hef fjallað um, og það er nákvæmlega málið. Icesave er háð mikilli óvissu. Það er ekkert mál að fá þá tölu út sem maður vill, það snýst bara um forsendurnar sem maður gefur sér. Það sem hver og einn verður að gera upp við sig er hvar er óvissan mest og hvar er áhættan mest. Það er hugsanlegt að það að segja nei við Icesave endi vel fyrir Íslendinga og öll dýrin í skóginum verði vinir, en þykir mér það líklegt, nei. Er hugsanlegt að allt fari á versta veg ef Icesave verður samþykkt? Já það er hugsanlegt, en mér þykir það ekki líklegt. Mikilvægt er að mynda sér skoðun á Icesave byggt á staðreyndum, meta áhættuna og ávinninginn af hvorum möguleikanum fyrir sig og kjósa svo þann möguleikann sem hverjum líst betur á. Það finnst nánast öllum það súr biti að kyngja að samþykkja Icesave, mér finnst það, en í ljósi af framansögðu þá held ég mig við að kjósa með Icesave. Mig langar svo bara að nefna að fyrst SS sá ástæðu til að svara mér þá hefði hann nú mátt óska mér til hamingju með nýja barnið mitt, en ég góðfúslega fyrirgef honum þessa yfirsjón. Þar sem að ég er önnum kafinn við andvökunætur og bleyjuskipti þá læt ég þetta vera mín lokaorð í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Sigurbjörn Svavarsson (SS) svarar grein minni um það hvort barnið mitt eigi að borga Icesave á þriðjudaginn. SS tekst ágætlega til með að gagnrýna greinina mína og tek ég undir að forsendur voru ekki gefna upp þar sem slíkt er ekki auðvelt í stuttri grein. Vil ég þakka honum fyrir ábendingarnar og reyni nú að bæta úr því. SS byrjar á því að gagnrýna mat mitt á því að kostnaður ríkisins af því að samþykkja Icesave verði um 35 milljarðar. Heldur hann því fram með sínum útreikningum að kostnaðurinn verði um 96 milljarðar. Ég viðurkenni að ég reiknaði þetta ekki sjálfur út, heldur treysti ég á útreikninga Icesave samninganefndarinnar. Ég sé heldur ekki ástæðu til að sannreyna útreikninga SS á 96 milljörðunum því ég treysti samninganefndinni um Icesave ágætlega til að reikna út kostnaðinn. Ef SS hefur eitthvað við þann útreikning að athuga þá bendi ég honum á að hafa samband við samninganefndina. Það er hárrétt hjá SS að ég gef engar forsendur fyrir þeirri staðhæfingu minni að kostnaður gæti hugsanlega orðið yfir 600 milljarðar ef það verður sagt nei við Icesave. Málið er að erfitt er að fullyrða nákvæmlega hver sá kostnaður verður allt eftir því hverjar forsendurnar eru, t.d. það hefur áhrif hve langan tíma tekur að reka málið áður en niðurstaða fæst, hvaða vextir verða á kröfunum, verða ýtrustu kröfur Breta og Hollendinga teknar til greina eða verða mörkin sett við 20 þús evrur pr reikning. Fer greiðsluhæfi Íslands í ruslflokk? Munu Bretar og Hollendingar beita sér áfram gegn Íslandi á öllum mögulegum stöðum eins og áður eða láta þeir sér nægja að reka málið fyrir dómstólum? Hver verður gengisþróun íslensku krónunnar? Í versta falli er nokkuð ljóst að kostnaðurinn verður yfir 600 milljörðum en gæti líka orðið lægri. Mér fannst ég mátulega varkár og ekki að halla á neinn þegar ég tiltók „hugsanlega yfir 600 milljarðar". Ég sakna þess þó að SS skuli ekki svara mér efnislega þegar ég tala um hagvöxtinn. Hann afgreiðir það með því að það sé spá um framtíðina. Flest sem tengist Icesave er spá um framtíðina. Ef við ákveðum að vera virkilega svartsýn næstu fjögur til sex árin (ef Icesave er hafnað) þá gæti sviðsmyndin litið einhvernvegin svona út: Össur, CCP, Actavis og Marel farin úr landi, OR lendir í greiðslufalli vegna þess að fyrirtækið getur ekki endurfjármagnað lán sín, engar virkjunarframkvæmdir vegna þess að Landsvirkjun fær enga fjármögnun og lendir í greiðslufalli því þeir geta ekki endurfjármagnað lán sín á viðunandi kjörum vegna þess að lánshæfi ríkisins er komið í ruslflokk. Haftastefna komin aftur á og einu gjaldeyristekjurnar eru vegna fiskveiða og ferðaþjónustu (sem síðan hverfur þegar Katla gýs). Áframhaldandi niðurskurður í heilbrigðis og menntamálum. Löggæslan nánast horfin vegna niðurskurðar og því vaða glæpahópar uppi. Þetta er vissulega óþarflega dökk sviðsmynd en hvað ætli það myndir kosta okkur til viðbótar ef þetta rætist, og þá bara smá hluti, t.d. hlutinn um OR og Landsvirkjun? Ef aftur á móti Icesave er samþykkt og hagvöxtur fer af stað þá greiðast þessir 35 milljarðar upp í gegnum hagvöxtinn. Án þess að ná upp hagvexti þá er hætta á að við endum í gagnvirkum niðurskurði útgjalda til að mæta minnkandi tekjum sem endar bara á einn veg. Það eru vissulega mikil óvissa í því sem ég hef fjallað um, og það er nákvæmlega málið. Icesave er háð mikilli óvissu. Það er ekkert mál að fá þá tölu út sem maður vill, það snýst bara um forsendurnar sem maður gefur sér. Það sem hver og einn verður að gera upp við sig er hvar er óvissan mest og hvar er áhættan mest. Það er hugsanlegt að það að segja nei við Icesave endi vel fyrir Íslendinga og öll dýrin í skóginum verði vinir, en þykir mér það líklegt, nei. Er hugsanlegt að allt fari á versta veg ef Icesave verður samþykkt? Já það er hugsanlegt, en mér þykir það ekki líklegt. Mikilvægt er að mynda sér skoðun á Icesave byggt á staðreyndum, meta áhættuna og ávinninginn af hvorum möguleikanum fyrir sig og kjósa svo þann möguleikann sem hverjum líst betur á. Það finnst nánast öllum það súr biti að kyngja að samþykkja Icesave, mér finnst það, en í ljósi af framansögðu þá held ég mig við að kjósa með Icesave. Mig langar svo bara að nefna að fyrst SS sá ástæðu til að svara mér þá hefði hann nú mátt óska mér til hamingju með nýja barnið mitt, en ég góðfúslega fyrirgef honum þessa yfirsjón. Þar sem að ég er önnum kafinn við andvökunætur og bleyjuskipti þá læt ég þetta vera mín lokaorð í þessu máli.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun