Á barnið mitt að borga Icesave, aftur? Þórhallur Hákonarson skrifar 30. mars 2011 13:56 Sigurbjörn Svavarsson (SS) svarar grein minni um það hvort barnið mitt eigi að borga Icesave á þriðjudaginn. SS tekst ágætlega til með að gagnrýna greinina mína og tek ég undir að forsendur voru ekki gefna upp þar sem slíkt er ekki auðvelt í stuttri grein. Vil ég þakka honum fyrir ábendingarnar og reyni nú að bæta úr því. SS byrjar á því að gagnrýna mat mitt á því að kostnaður ríkisins af því að samþykkja Icesave verði um 35 milljarðar. Heldur hann því fram með sínum útreikningum að kostnaðurinn verði um 96 milljarðar. Ég viðurkenni að ég reiknaði þetta ekki sjálfur út, heldur treysti ég á útreikninga Icesave samninganefndarinnar. Ég sé heldur ekki ástæðu til að sannreyna útreikninga SS á 96 milljörðunum því ég treysti samninganefndinni um Icesave ágætlega til að reikna út kostnaðinn. Ef SS hefur eitthvað við þann útreikning að athuga þá bendi ég honum á að hafa samband við samninganefndina. Það er hárrétt hjá SS að ég gef engar forsendur fyrir þeirri staðhæfingu minni að kostnaður gæti hugsanlega orðið yfir 600 milljarðar ef það verður sagt nei við Icesave. Málið er að erfitt er að fullyrða nákvæmlega hver sá kostnaður verður allt eftir því hverjar forsendurnar eru, t.d. það hefur áhrif hve langan tíma tekur að reka málið áður en niðurstaða fæst, hvaða vextir verða á kröfunum, verða ýtrustu kröfur Breta og Hollendinga teknar til greina eða verða mörkin sett við 20 þús evrur pr reikning. Fer greiðsluhæfi Íslands í ruslflokk? Munu Bretar og Hollendingar beita sér áfram gegn Íslandi á öllum mögulegum stöðum eins og áður eða láta þeir sér nægja að reka málið fyrir dómstólum? Hver verður gengisþróun íslensku krónunnar? Í versta falli er nokkuð ljóst að kostnaðurinn verður yfir 600 milljörðum en gæti líka orðið lægri. Mér fannst ég mátulega varkár og ekki að halla á neinn þegar ég tiltók „hugsanlega yfir 600 milljarðar". Ég sakna þess þó að SS skuli ekki svara mér efnislega þegar ég tala um hagvöxtinn. Hann afgreiðir það með því að það sé spá um framtíðina. Flest sem tengist Icesave er spá um framtíðina. Ef við ákveðum að vera virkilega svartsýn næstu fjögur til sex árin (ef Icesave er hafnað) þá gæti sviðsmyndin litið einhvernvegin svona út: Össur, CCP, Actavis og Marel farin úr landi, OR lendir í greiðslufalli vegna þess að fyrirtækið getur ekki endurfjármagnað lán sín, engar virkjunarframkvæmdir vegna þess að Landsvirkjun fær enga fjármögnun og lendir í greiðslufalli því þeir geta ekki endurfjármagnað lán sín á viðunandi kjörum vegna þess að lánshæfi ríkisins er komið í ruslflokk. Haftastefna komin aftur á og einu gjaldeyristekjurnar eru vegna fiskveiða og ferðaþjónustu (sem síðan hverfur þegar Katla gýs). Áframhaldandi niðurskurður í heilbrigðis og menntamálum. Löggæslan nánast horfin vegna niðurskurðar og því vaða glæpahópar uppi. Þetta er vissulega óþarflega dökk sviðsmynd en hvað ætli það myndir kosta okkur til viðbótar ef þetta rætist, og þá bara smá hluti, t.d. hlutinn um OR og Landsvirkjun? Ef aftur á móti Icesave er samþykkt og hagvöxtur fer af stað þá greiðast þessir 35 milljarðar upp í gegnum hagvöxtinn. Án þess að ná upp hagvexti þá er hætta á að við endum í gagnvirkum niðurskurði útgjalda til að mæta minnkandi tekjum sem endar bara á einn veg. Það eru vissulega mikil óvissa í því sem ég hef fjallað um, og það er nákvæmlega málið. Icesave er háð mikilli óvissu. Það er ekkert mál að fá þá tölu út sem maður vill, það snýst bara um forsendurnar sem maður gefur sér. Það sem hver og einn verður að gera upp við sig er hvar er óvissan mest og hvar er áhættan mest. Það er hugsanlegt að það að segja nei við Icesave endi vel fyrir Íslendinga og öll dýrin í skóginum verði vinir, en þykir mér það líklegt, nei. Er hugsanlegt að allt fari á versta veg ef Icesave verður samþykkt? Já það er hugsanlegt, en mér þykir það ekki líklegt. Mikilvægt er að mynda sér skoðun á Icesave byggt á staðreyndum, meta áhættuna og ávinninginn af hvorum möguleikanum fyrir sig og kjósa svo þann möguleikann sem hverjum líst betur á. Það finnst nánast öllum það súr biti að kyngja að samþykkja Icesave, mér finnst það, en í ljósi af framansögðu þá held ég mig við að kjósa með Icesave. Mig langar svo bara að nefna að fyrst SS sá ástæðu til að svara mér þá hefði hann nú mátt óska mér til hamingju með nýja barnið mitt, en ég góðfúslega fyrirgef honum þessa yfirsjón. Þar sem að ég er önnum kafinn við andvökunætur og bleyjuskipti þá læt ég þetta vera mín lokaorð í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Sigurbjörn Svavarsson (SS) svarar grein minni um það hvort barnið mitt eigi að borga Icesave á þriðjudaginn. SS tekst ágætlega til með að gagnrýna greinina mína og tek ég undir að forsendur voru ekki gefna upp þar sem slíkt er ekki auðvelt í stuttri grein. Vil ég þakka honum fyrir ábendingarnar og reyni nú að bæta úr því. SS byrjar á því að gagnrýna mat mitt á því að kostnaður ríkisins af því að samþykkja Icesave verði um 35 milljarðar. Heldur hann því fram með sínum útreikningum að kostnaðurinn verði um 96 milljarðar. Ég viðurkenni að ég reiknaði þetta ekki sjálfur út, heldur treysti ég á útreikninga Icesave samninganefndarinnar. Ég sé heldur ekki ástæðu til að sannreyna útreikninga SS á 96 milljörðunum því ég treysti samninganefndinni um Icesave ágætlega til að reikna út kostnaðinn. Ef SS hefur eitthvað við þann útreikning að athuga þá bendi ég honum á að hafa samband við samninganefndina. Það er hárrétt hjá SS að ég gef engar forsendur fyrir þeirri staðhæfingu minni að kostnaður gæti hugsanlega orðið yfir 600 milljarðar ef það verður sagt nei við Icesave. Málið er að erfitt er að fullyrða nákvæmlega hver sá kostnaður verður allt eftir því hverjar forsendurnar eru, t.d. það hefur áhrif hve langan tíma tekur að reka málið áður en niðurstaða fæst, hvaða vextir verða á kröfunum, verða ýtrustu kröfur Breta og Hollendinga teknar til greina eða verða mörkin sett við 20 þús evrur pr reikning. Fer greiðsluhæfi Íslands í ruslflokk? Munu Bretar og Hollendingar beita sér áfram gegn Íslandi á öllum mögulegum stöðum eins og áður eða láta þeir sér nægja að reka málið fyrir dómstólum? Hver verður gengisþróun íslensku krónunnar? Í versta falli er nokkuð ljóst að kostnaðurinn verður yfir 600 milljörðum en gæti líka orðið lægri. Mér fannst ég mátulega varkár og ekki að halla á neinn þegar ég tiltók „hugsanlega yfir 600 milljarðar". Ég sakna þess þó að SS skuli ekki svara mér efnislega þegar ég tala um hagvöxtinn. Hann afgreiðir það með því að það sé spá um framtíðina. Flest sem tengist Icesave er spá um framtíðina. Ef við ákveðum að vera virkilega svartsýn næstu fjögur til sex árin (ef Icesave er hafnað) þá gæti sviðsmyndin litið einhvernvegin svona út: Össur, CCP, Actavis og Marel farin úr landi, OR lendir í greiðslufalli vegna þess að fyrirtækið getur ekki endurfjármagnað lán sín, engar virkjunarframkvæmdir vegna þess að Landsvirkjun fær enga fjármögnun og lendir í greiðslufalli því þeir geta ekki endurfjármagnað lán sín á viðunandi kjörum vegna þess að lánshæfi ríkisins er komið í ruslflokk. Haftastefna komin aftur á og einu gjaldeyristekjurnar eru vegna fiskveiða og ferðaþjónustu (sem síðan hverfur þegar Katla gýs). Áframhaldandi niðurskurður í heilbrigðis og menntamálum. Löggæslan nánast horfin vegna niðurskurðar og því vaða glæpahópar uppi. Þetta er vissulega óþarflega dökk sviðsmynd en hvað ætli það myndir kosta okkur til viðbótar ef þetta rætist, og þá bara smá hluti, t.d. hlutinn um OR og Landsvirkjun? Ef aftur á móti Icesave er samþykkt og hagvöxtur fer af stað þá greiðast þessir 35 milljarðar upp í gegnum hagvöxtinn. Án þess að ná upp hagvexti þá er hætta á að við endum í gagnvirkum niðurskurði útgjalda til að mæta minnkandi tekjum sem endar bara á einn veg. Það eru vissulega mikil óvissa í því sem ég hef fjallað um, og það er nákvæmlega málið. Icesave er háð mikilli óvissu. Það er ekkert mál að fá þá tölu út sem maður vill, það snýst bara um forsendurnar sem maður gefur sér. Það sem hver og einn verður að gera upp við sig er hvar er óvissan mest og hvar er áhættan mest. Það er hugsanlegt að það að segja nei við Icesave endi vel fyrir Íslendinga og öll dýrin í skóginum verði vinir, en þykir mér það líklegt, nei. Er hugsanlegt að allt fari á versta veg ef Icesave verður samþykkt? Já það er hugsanlegt, en mér þykir það ekki líklegt. Mikilvægt er að mynda sér skoðun á Icesave byggt á staðreyndum, meta áhættuna og ávinninginn af hvorum möguleikanum fyrir sig og kjósa svo þann möguleikann sem hverjum líst betur á. Það finnst nánast öllum það súr biti að kyngja að samþykkja Icesave, mér finnst það, en í ljósi af framansögðu þá held ég mig við að kjósa með Icesave. Mig langar svo bara að nefna að fyrst SS sá ástæðu til að svara mér þá hefði hann nú mátt óska mér til hamingju með nýja barnið mitt, en ég góðfúslega fyrirgef honum þessa yfirsjón. Þar sem að ég er önnum kafinn við andvökunætur og bleyjuskipti þá læt ég þetta vera mín lokaorð í þessu máli.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun