Óvinsældir stjórnarinnar skila sér í neii 6. apríl 2011 22:15 Birgir Guðmundsson Mynd/E.Ól „Stjórnarflokkarnir eru að tapa gríðarlegu fylgi á sama tíma og Icesave-nei-ið virðist vera í uppsveiflu. Þannig að það virðist vera einhver tilhneiging þar, en maður skyldi hafa einhvern fyrirvara á því," segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um nýja skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna og afstöðu almennings til Icesave-laganna. Stuðningur við ríkisstjórnarflokkanna hríðfellur samkvæmt skoðanakönnuninni og hefur tekið afar miklum breytingum frá kosningunum 2009. Samfylkingin nýtur nú 17% stuðnings og Vinstri grænir 12,8%. Í kosningunum fyrir tveimur árum fékk Samfylkingin 29,8% atkvæða og VG 21,7%. Þá ætla tæplega 57% landsmanna að segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin á laugardaginn. Birgir telur ljóst að skilaboð ríkisstjórnarinnar um að kosningarnar snúist ekki um framtíð stjórnarinnar hafi ekki náð til almennings. „Það gæti verið undirliggjandi og að óvinsældir stjórnarinnar séu því að skila sér í neii í Icesave." Birgir segir þó eitt trufla þessa kenningu. „Af því að þeir sem kjósa gegn Icesave eru þá auðvitað líka að kjósa gegn forystu Sjálfstæðisflokksins. Samt sem áður virðast kjósendur flykkjast að flokkum." Icesave Tengdar fréttir Stuðningur við ríkisstjórnina hríðfellur Stuðningur við ríkisstjórnarflokkanna hríðfellur samkvæmt skoðanakönnun MMR og hefur tekið afar miklum breytingum frá kosningunum í apríl 2009. Líkt og fram kom fram fyrr í kvöld er Sjálfstæðisflokkurinn sá stjórnmálaflokkur sem nýtur nú langmest stuðnings. 6. apríl 2011 21:19 Framsóknarflokkur og Samfylking með svipað fylgi Sjálfstæðisflokkurinn fengi 40% fylgi ef gengið yrði til þingkosninga í dag, ef marka má skoðanakönnun MMR. Framsóknarflokkurinn bætir við sig fylgi og mælist nú með 16%, Samfylkingin mælist með 17% fylgi, Vinstri græn með 12,8% og og Hreyfingin með 4,7%. 602 tóku þátt í könnunni en 64% þeirra tóku afstöðu. 6. apríl 2011 18:33 Meirihlutinn vill fella Icesave Icesave samningarnir verða felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Tæplega fimmtíu og sjö prósent þjóðarinnar ætla að segja nei samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu fólks til málsins á nokkrum vikum. 6. apríl 2011 18:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Stjórnarflokkarnir eru að tapa gríðarlegu fylgi á sama tíma og Icesave-nei-ið virðist vera í uppsveiflu. Þannig að það virðist vera einhver tilhneiging þar, en maður skyldi hafa einhvern fyrirvara á því," segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um nýja skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna og afstöðu almennings til Icesave-laganna. Stuðningur við ríkisstjórnarflokkanna hríðfellur samkvæmt skoðanakönnuninni og hefur tekið afar miklum breytingum frá kosningunum 2009. Samfylkingin nýtur nú 17% stuðnings og Vinstri grænir 12,8%. Í kosningunum fyrir tveimur árum fékk Samfylkingin 29,8% atkvæða og VG 21,7%. Þá ætla tæplega 57% landsmanna að segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin á laugardaginn. Birgir telur ljóst að skilaboð ríkisstjórnarinnar um að kosningarnar snúist ekki um framtíð stjórnarinnar hafi ekki náð til almennings. „Það gæti verið undirliggjandi og að óvinsældir stjórnarinnar séu því að skila sér í neii í Icesave." Birgir segir þó eitt trufla þessa kenningu. „Af því að þeir sem kjósa gegn Icesave eru þá auðvitað líka að kjósa gegn forystu Sjálfstæðisflokksins. Samt sem áður virðast kjósendur flykkjast að flokkum."
Icesave Tengdar fréttir Stuðningur við ríkisstjórnina hríðfellur Stuðningur við ríkisstjórnarflokkanna hríðfellur samkvæmt skoðanakönnun MMR og hefur tekið afar miklum breytingum frá kosningunum í apríl 2009. Líkt og fram kom fram fyrr í kvöld er Sjálfstæðisflokkurinn sá stjórnmálaflokkur sem nýtur nú langmest stuðnings. 6. apríl 2011 21:19 Framsóknarflokkur og Samfylking með svipað fylgi Sjálfstæðisflokkurinn fengi 40% fylgi ef gengið yrði til þingkosninga í dag, ef marka má skoðanakönnun MMR. Framsóknarflokkurinn bætir við sig fylgi og mælist nú með 16%, Samfylkingin mælist með 17% fylgi, Vinstri græn með 12,8% og og Hreyfingin með 4,7%. 602 tóku þátt í könnunni en 64% þeirra tóku afstöðu. 6. apríl 2011 18:33 Meirihlutinn vill fella Icesave Icesave samningarnir verða felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Tæplega fimmtíu og sjö prósent þjóðarinnar ætla að segja nei samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu fólks til málsins á nokkrum vikum. 6. apríl 2011 18:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Stuðningur við ríkisstjórnina hríðfellur Stuðningur við ríkisstjórnarflokkanna hríðfellur samkvæmt skoðanakönnun MMR og hefur tekið afar miklum breytingum frá kosningunum í apríl 2009. Líkt og fram kom fram fyrr í kvöld er Sjálfstæðisflokkurinn sá stjórnmálaflokkur sem nýtur nú langmest stuðnings. 6. apríl 2011 21:19
Framsóknarflokkur og Samfylking með svipað fylgi Sjálfstæðisflokkurinn fengi 40% fylgi ef gengið yrði til þingkosninga í dag, ef marka má skoðanakönnun MMR. Framsóknarflokkurinn bætir við sig fylgi og mælist nú með 16%, Samfylkingin mælist með 17% fylgi, Vinstri græn með 12,8% og og Hreyfingin með 4,7%. 602 tóku þátt í könnunni en 64% þeirra tóku afstöðu. 6. apríl 2011 18:33
Meirihlutinn vill fella Icesave Icesave samningarnir verða felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Tæplega fimmtíu og sjö prósent þjóðarinnar ætla að segja nei samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu fólks til málsins á nokkrum vikum. 6. apríl 2011 18:30