Könnunin, sem var netkönnun, var gerð af MMR dagana 4.-6. apríl og náði til rúmlega 1500 einstaklinga. 942 svöruðu eða rúmlega 60 prósent. Spurt var: Ef kosið yrði um nýjustu Icesave lögin í dag, hvort myndir þú kjósa með eða á móti?
Af þeim sem tóku afstöðu ætla 56,8% að segja nei en 43,2% að segja já. Miðað við þessa niðurstöðu verða Icesave samningarnir felldir í þjóðaratkvægðagreiðslunni á laugardag. Þetta er mikill viðsnúningur frá fyrri könnunum sem allar hafa bent til þess að Icesave verði samþykkt.

Þetta er minni stuðningur en hjá kjósendum Framsóknarflokks en þingmenn flokksins sátu annað hvort hjá eða greiddu atkvæði gegn Icesave þegar Alþingi tók afstöðu til málsins.
Kjósendur Samfylkingarinnar ætla flestir að greiða atkvæða með Icesave en kjósendur Vinstri grænna eru hins vegar klofnir í afstöðu sinni til málsins.