Ekki samið til langs tíma falli Icesave Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2011 18:30 Vilhjálmur Egilsson. Mynd/GVA Ólíklegt er að takist að ganga endanlega frá kjarasamningum fyrir helgi, jafnvel þótt stjórnvöld verði við öllum kröfum aðila vinnumarkaðarins. Samtök atvinnulífsins treysta sér ekki til að samþykkja kjarasamninga til þriggja ára, ef Icesave samningarnir verða felldir á laugardag, vegna þeirrar óvissu sem þá verði uppi í efnahagsmálum. Forysta Samtaka atvinnulífsins kom til móts við helstu kröfur forystu Alþýðusambandsins um hækkun lægstu launa og almennar launahækkanir á næstu þremur árum í gærkvöldi, og tókst þannig að koma í veg fyrir að það slitnaði upp úr viðræðunum. „Við erum síðan núna að reyna að fá svör frá ríkisstjórninni vegna þeirra athugasemda sem við höfum gert við þau drög að yfirlýsingu sem við fengum frá henni," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjarasamningar á þeim nótum sem nú séu ræddir byggi algerlega á því að fjárfesting aukist meira í landinu á næstu misserum en gert sér ráð fyrir í þjóðhagsspá Hagstofunnar. „Við erum að reyna að fara atvinnuleiðina, skapa störf og minnka atvinnuleysið enn meira – ná í tekjur," segir Vilhjálmur. Þessir samningar séu mjög þungir fyrir margar atvinnugreinar. „Það þarf að tryggja að það verði örugglega allt á útopnu ef þetta á að verða. Og það er algerlega borin von að það sé hægt að fara atvinnuleiðina ef það á að skilj eina helstu útflutningsatvinnugreinina, sjávarútveginn alveg eftir," segir Vilhjálmur. Niðurstaða þurfi því að liggja fyrir um framtíð stjórn fiskveiða og eyða þurfi óvissu um mörg stór fjárfestringaverkefni í þjóðfélaginu sem ekki séu að ganga fram. „Og við þurfum líka að eyða óvissu um gjaldeyrishöftin og þróun fjármagnsmarkaðarins og skattamál fyrirtækja og ýmssra mála. Það skiptir mjög miklu máli, algerlega afgerandi máli að fjárfestingarnar komist af stað," segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ólíklegt er að takist að greiða úr öllum þessum málum fyrir helgina og því verður varla skrifað undir nýja kjarasamninga fyrr en í næstu viku. En á laugardag tekur þjóðin stóra ákvörðun í atkvæðagreiðslunni um Icesave samningana. Vilhjálmur segir gerð kjarasamninga hafa farið fram á eigin forsendum. „Það er hins vegar þannig að við höfum gengið út frá því í þessari vinnu að Icesave samningarnir verði samþykktir. Ef þeir verða ekki samþykktir þurfum við að endurmeta allar forsendurnar og þá er greinilegt að við verðum komin inn í umhverfi sem er ekki það sem við vorum að stefna að." Þannig að minnkar þá kannski vilji hjá þínum umbjóðendum að semja til langs tíma eins og þið eru að stefna að, til þriggja ára? „Ég myndi segja að viljinn sé fyrir hendi. Það skortir ekkert á viljann en það myndi skorta á getuna," segir Vilhjálmur Egilsson. Icesave Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Ólíklegt er að takist að ganga endanlega frá kjarasamningum fyrir helgi, jafnvel þótt stjórnvöld verði við öllum kröfum aðila vinnumarkaðarins. Samtök atvinnulífsins treysta sér ekki til að samþykkja kjarasamninga til þriggja ára, ef Icesave samningarnir verða felldir á laugardag, vegna þeirrar óvissu sem þá verði uppi í efnahagsmálum. Forysta Samtaka atvinnulífsins kom til móts við helstu kröfur forystu Alþýðusambandsins um hækkun lægstu launa og almennar launahækkanir á næstu þremur árum í gærkvöldi, og tókst þannig að koma í veg fyrir að það slitnaði upp úr viðræðunum. „Við erum síðan núna að reyna að fá svör frá ríkisstjórninni vegna þeirra athugasemda sem við höfum gert við þau drög að yfirlýsingu sem við fengum frá henni," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjarasamningar á þeim nótum sem nú séu ræddir byggi algerlega á því að fjárfesting aukist meira í landinu á næstu misserum en gert sér ráð fyrir í þjóðhagsspá Hagstofunnar. „Við erum að reyna að fara atvinnuleiðina, skapa störf og minnka atvinnuleysið enn meira – ná í tekjur," segir Vilhjálmur. Þessir samningar séu mjög þungir fyrir margar atvinnugreinar. „Það þarf að tryggja að það verði örugglega allt á útopnu ef þetta á að verða. Og það er algerlega borin von að það sé hægt að fara atvinnuleiðina ef það á að skilj eina helstu útflutningsatvinnugreinina, sjávarútveginn alveg eftir," segir Vilhjálmur. Niðurstaða þurfi því að liggja fyrir um framtíð stjórn fiskveiða og eyða þurfi óvissu um mörg stór fjárfestringaverkefni í þjóðfélaginu sem ekki séu að ganga fram. „Og við þurfum líka að eyða óvissu um gjaldeyrishöftin og þróun fjármagnsmarkaðarins og skattamál fyrirtækja og ýmssra mála. Það skiptir mjög miklu máli, algerlega afgerandi máli að fjárfestingarnar komist af stað," segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ólíklegt er að takist að greiða úr öllum þessum málum fyrir helgina og því verður varla skrifað undir nýja kjarasamninga fyrr en í næstu viku. En á laugardag tekur þjóðin stóra ákvörðun í atkvæðagreiðslunni um Icesave samningana. Vilhjálmur segir gerð kjarasamninga hafa farið fram á eigin forsendum. „Það er hins vegar þannig að við höfum gengið út frá því í þessari vinnu að Icesave samningarnir verði samþykktir. Ef þeir verða ekki samþykktir þurfum við að endurmeta allar forsendurnar og þá er greinilegt að við verðum komin inn í umhverfi sem er ekki það sem við vorum að stefna að." Þannig að minnkar þá kannski vilji hjá þínum umbjóðendum að semja til langs tíma eins og þið eru að stefna að, til þriggja ára? „Ég myndi segja að viljinn sé fyrir hendi. Það skortir ekkert á viljann en það myndi skorta á getuna," segir Vilhjálmur Egilsson.
Icesave Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira