Meistaradeildarævintýri Tottenham á enda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. apríl 2011 17:54 Nordic Photos / Getty Images Real Madrid vann í kvöld 1-0 sigur á Tottenham og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann samanlagðan 5-0 sigur en Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins í kvöld, þökk sé skelfilegra mistaka Huerelho Gomes í marki heimamanna. Það var vitað fyrir leikinn að verkefni Tottenham væri erfitt enda þurfti liðið að vinna upp fjögurra marka forystu Madrídinga eftir fyrri leikinn. Tottenham byrjaði leikinn af krafti og sótti stíft fyrstu mínúturnar. Heimamenn vildu fá vítaspyrnu í þrígang í upphafi leiksins en fengu ekki, þrátt fyrir kröftug mótmæli. Þeir höfðu mismikið til síns máls, en ítalskur dómari leiksins hefði sannarlega getað dæmt víti þegar Xabi Alonso virtist brjóta á Luka Modric. Hinn öflugi Gareth Bale náði svo að koma boltanum í netið um miðbik hálfleiksins en markið var dæmt af vegna rangstöðu. En eftir þetta fór að fjara undan leikmönnum Tottenham og gestirnir frá Madríd komu sér betur inn í leikinn. Eftir því sem lengur leið á fyrri hálfleikinn var ljóst að lærisveinar Jose Mourinho ætluðu að gefa fá færi á sér í leiknum. Kjaftshöggið kom svo í upphafi síðari hálfleiks. Ronaldo átti nokkuð fast skot að marki en beint á Gomes í marki Tottenham. Markvörðurinn brasilíski var í boltanum en missti hann yfir sig og aftur fyrir marklínuna. Roman Pavlyuchenko fékk ágæt færi í báðum hálfleikjum en náði ekki skora og Jermaine Defoe átti ágæta innkomu í seinni hálfleik og náði að ógna marki gestanna í tvígang undir lokin. Allt kom fyrir ekki og Madríd fagnaði þægilegum sigri. Real Madrid mætir nú erkifjendum sínum frá Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn verður í Madríd eftir tvær vikur. Tottenham er úr leik eftir eftirminnilegt tímabil í Meistaradeildinni og getur nú einbeitt sér að baráttunni um efstu fjögur sætin í ensku úrvalsdeildinni, til að koma sér aftur í keppni þá bestu á næsta tímabili. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira
Real Madrid vann í kvöld 1-0 sigur á Tottenham og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann samanlagðan 5-0 sigur en Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins í kvöld, þökk sé skelfilegra mistaka Huerelho Gomes í marki heimamanna. Það var vitað fyrir leikinn að verkefni Tottenham væri erfitt enda þurfti liðið að vinna upp fjögurra marka forystu Madrídinga eftir fyrri leikinn. Tottenham byrjaði leikinn af krafti og sótti stíft fyrstu mínúturnar. Heimamenn vildu fá vítaspyrnu í þrígang í upphafi leiksins en fengu ekki, þrátt fyrir kröftug mótmæli. Þeir höfðu mismikið til síns máls, en ítalskur dómari leiksins hefði sannarlega getað dæmt víti þegar Xabi Alonso virtist brjóta á Luka Modric. Hinn öflugi Gareth Bale náði svo að koma boltanum í netið um miðbik hálfleiksins en markið var dæmt af vegna rangstöðu. En eftir þetta fór að fjara undan leikmönnum Tottenham og gestirnir frá Madríd komu sér betur inn í leikinn. Eftir því sem lengur leið á fyrri hálfleikinn var ljóst að lærisveinar Jose Mourinho ætluðu að gefa fá færi á sér í leiknum. Kjaftshöggið kom svo í upphafi síðari hálfleiks. Ronaldo átti nokkuð fast skot að marki en beint á Gomes í marki Tottenham. Markvörðurinn brasilíski var í boltanum en missti hann yfir sig og aftur fyrir marklínuna. Roman Pavlyuchenko fékk ágæt færi í báðum hálfleikjum en náði ekki skora og Jermaine Defoe átti ágæta innkomu í seinni hálfleik og náði að ógna marki gestanna í tvígang undir lokin. Allt kom fyrir ekki og Madríd fagnaði þægilegum sigri. Real Madrid mætir nú erkifjendum sínum frá Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn verður í Madríd eftir tvær vikur. Tottenham er úr leik eftir eftirminnilegt tímabil í Meistaradeildinni og getur nú einbeitt sér að baráttunni um efstu fjögur sætin í ensku úrvalsdeildinni, til að koma sér aftur í keppni þá bestu á næsta tímabili.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira