Barcelona hefur ekki tapað leik í vetur með Puyol í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2011 10:00 Gerard Pique er ekki sami leikmaðu þegar hann hefur ekki Carles Puyol sér við hlið. Mynd/Nordic Photos/Getty Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er kannski mikilvægari fyrir Barcelona-liðið en flestir gera sér grein fyrir. Það er líklega engin tilviljun að allir fjórir tapleikir Barca á þessu tímabili hafa litið dagsins ljós þegar fyrirliðinn var fjarverandi. Carles Puyol var ekki með í bikarúrslitaleiknum á móti Real Madrid á miðvikudagskvöldið þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins í framlengingu. Hann meiddist í deildarleik liðanna fjórum dögum áður og Pep Guardiola ákvað að hvíla hann í bikarúrslitaleiknum. Menn eru flestir sammála um það að Gerard Pique sé ekki sami maður án Puyol sér við hlið og eftir að Eric Abidal veiktist hafa miðjumennirnir Sergio Busquets og Javier Mascherano þurft að leysa þessa stöðu. Það vantar því allan stöðugleika í vörn Barcelona án Puyol og hún hefur verið að gefa færi á sér þegar fyrirliðinn er utan vallar. Carles Puyol hefur alls leikið 23 leiki á tímabilinu, 16 í deildinni, 5 í Meistaradeildinni og 2 í bikarnum. Barcelona hefur náð í 46 af 48 mögulegum stigum í deildinni með hann innanborðs, unnið 3 og gert 2 jafntefli í Meistaradeildinni með hann á vellinum og unnið 1 og gert 1 jafntefli í þeim tveimur bikarleikjum sem hann spilaði. Barcelona hefur aðeins tapað fjórum leikjum á þessu tímabili í þeim öllum var Carles Puyol fjarverandi. Þegar þeir töpuðu 0-2 á móti Hercules í deildinni 11. september þá var Puyol meiddur á kálfa. Hann var frá vegna hnémeiðsla í 1-3 tapi á móti Real Betis í spænska bikarnum 19. janúar og sömu meiðsli héldu honum frá í 1-2 tapi á móti Arsenal í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar 16. febrúar. Fjórða tapið kom síðan í bikarúrslitaleiknum í fyrrakvöld. Það er því kannski ekkert skrýtið að stuðningsmenn Barcelona bíði nú og voni að Carles Puyol verði orðinn góður fyrir fyrri leikinn á móti Real Madrid í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sá leikur fer fram á Santiago Bernabeu á miðvikudaginn kemur. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Sjá meira
Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er kannski mikilvægari fyrir Barcelona-liðið en flestir gera sér grein fyrir. Það er líklega engin tilviljun að allir fjórir tapleikir Barca á þessu tímabili hafa litið dagsins ljós þegar fyrirliðinn var fjarverandi. Carles Puyol var ekki með í bikarúrslitaleiknum á móti Real Madrid á miðvikudagskvöldið þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins í framlengingu. Hann meiddist í deildarleik liðanna fjórum dögum áður og Pep Guardiola ákvað að hvíla hann í bikarúrslitaleiknum. Menn eru flestir sammála um það að Gerard Pique sé ekki sami maður án Puyol sér við hlið og eftir að Eric Abidal veiktist hafa miðjumennirnir Sergio Busquets og Javier Mascherano þurft að leysa þessa stöðu. Það vantar því allan stöðugleika í vörn Barcelona án Puyol og hún hefur verið að gefa færi á sér þegar fyrirliðinn er utan vallar. Carles Puyol hefur alls leikið 23 leiki á tímabilinu, 16 í deildinni, 5 í Meistaradeildinni og 2 í bikarnum. Barcelona hefur náð í 46 af 48 mögulegum stigum í deildinni með hann innanborðs, unnið 3 og gert 2 jafntefli í Meistaradeildinni með hann á vellinum og unnið 1 og gert 1 jafntefli í þeim tveimur bikarleikjum sem hann spilaði. Barcelona hefur aðeins tapað fjórum leikjum á þessu tímabili í þeim öllum var Carles Puyol fjarverandi. Þegar þeir töpuðu 0-2 á móti Hercules í deildinni 11. september þá var Puyol meiddur á kálfa. Hann var frá vegna hnémeiðsla í 1-3 tapi á móti Real Betis í spænska bikarnum 19. janúar og sömu meiðsli héldu honum frá í 1-2 tapi á móti Arsenal í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar 16. febrúar. Fjórða tapið kom síðan í bikarúrslitaleiknum í fyrrakvöld. Það er því kannski ekkert skrýtið að stuðningsmenn Barcelona bíði nú og voni að Carles Puyol verði orðinn góður fyrir fyrri leikinn á móti Real Madrid í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sá leikur fer fram á Santiago Bernabeu á miðvikudaginn kemur.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Sjá meira