Fótbolti

Koeman: Barcelona-liðið hans Guardiola betra en lið Cruyff

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ronald Koeman og Michael Laudrup fagna sigri á Wembley.
Ronald Koeman og Michael Laudrup fagna sigri á Wembley. Mynd/Nordic Photos/Getty
Hollendingurinn Ronald Koeman var hetja Barcelona-liðsins sem varð Evrópumeistari meistaraliða á Wembley árið 1992. Hann skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu í framlengingu og tryggði félaginu Evróputitilinn í fyrsta sinn.

Spænska blaðið  Mundo Deportivo frá Barcelona, fékk Koeman til að bera saman þetta lið frá 1992 og lið Barcelona í dag sem á nú möguleika að vinna Meistaradeildina í annað skiptið á þremur árum.

„Liðið í dag er miklu betra og leikur liðsins er betri á svo mörgum sviðum. Við gátum spilað frábæra leiki en lentum líka í því að spila skelfilega leiki inn á milli. Við vorum ekki nærri því eins stöðugir og þetta lið í dag," sagði Ronald Koeman sem var þá með Michael Laudrup, Hristo Stoichkov og Josep Guardiola, núverandi þjálfara Barca, með sér í Barcelonaliðnu.

Johan Cruyff þjálfaði liðið en undir hans stjórn vann Barca sjö stóra titla þar af spænska meistaratitilinn fjórum sinnum. Guardiola er á sínu þriðja ári með Barca en undir hans stjórn hefur liðið þegar unnið fimm stóra titla og þeir gæti orðið sjö eftir þessa leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×