Meistaradeildin og Evrópudeild UEFA áfram á Stöð 2 sport 22. júní 2011 12:30 Ibrahim Afellay leikmaður Barcelona fagnar hér sigri liðsins í Meistaradeild Evrópu þann 28. maí s.l. Nordic Photos/Getty Images UEFA og 365 miðlar hafa gert samkomulag um áframhaldandi samstarf um Meistaradeild Evrópu í fótbolta og verður keppnin sýnd á sportstöðvum Stöðvar 2 líkt og undanfarin ár. Samningurinn er til þriggja ára, 2012-2015. Alls verða 10 beinar útsendingar frá hverri umferð ásamt samantektarþáttum sýndar á Stöð 2 sport. Að auki var einnig samið um sýningarréttinn á Evrópudeild UEFA fyrir sama tímabil, 2012-2015. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport mun sýna beint frá öllum helstu leikjunum í Meistaradeild Evrópu og sjónvarpsþætti með ítarlegri umfjöllun um hverja leikviku. Meistaradeild Evrópu er óumdeilanlega sterkasta keppni félagsliða í heiminum og hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim. Er svo komið að leikmenn og þjálfarar stærstu liða í heimi telja þátttöku í Meistaradeildinni til mestu afreka sem hægt er að áorka í knattspyrnu. Líkt og undanfarin ár mun Stöð 2 Sport einnig sýna helstu leikina í Evrópudeildinni (áður Evrópukeppni félagsliða) í beinni útsendingu og sjónvarpsþætti með samantekt á öllum leikjum hverrar umferðar. Fyrirkomulag og umfang Evrópudeildarinnar hefur tekið miklum breytingum og vegur hennar sem sjónvarpsefnis í Evrópu vaxið hratt samhliða. Það er yfirlýst markmið UEFA að Evrópudeildin nái sömu stærðargráðu og Meistaradeild Evrópu. Stöð 2 Sport mun áfram kappkosta að gera báðum keppnum hátt undir höfði. Áætlaður fjöldi beinna útsendinga frá þessum tveimur keppnum á komandi leiktíð verður um 300 talsins. Þar að auki mun Stöð 2 Sport bjóða áfram upp á beinar útsendingar frá Spænska boltanum, Ensku bikarkeppnunum, Pepsi-deildinni, Valitor-bikarnum, NBA körfuboltanum, Iceland Express-deildinni í körfubolta og stórmótum í golfi á borð við US Masters o.s.frv. Að ógleymdum beinum útsendingum frá nær öllum leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta (Barclays Premier League) á Sport 2. Þjónusta 365 miðla við áhugamenn um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina verður aukin á komandi leiktíð. Sýningarrétturinn nær einnig til dreifingar efnisins á netinu og um farsíma og tryggir þannig knattspyrnuáhugamönnum á Íslandi fjölbreyttari aðgang að efninu, en mikill vöxtur hefur verið í nýtingu sambærilegrar þjónustu á netinu og um farsíma frá Ensku úrvalsdeildinni á undanförnum misserum. Þá verður boðið upp á fleiri beinar útsendingar í háskerpu (HD) auk áframhaldandi tilrauna með þrívíddarútsendingar en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í maí á þessu ári var fyrsta sjónvarpsútsendingin í þrívídd á Íslandi. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
UEFA og 365 miðlar hafa gert samkomulag um áframhaldandi samstarf um Meistaradeild Evrópu í fótbolta og verður keppnin sýnd á sportstöðvum Stöðvar 2 líkt og undanfarin ár. Samningurinn er til þriggja ára, 2012-2015. Alls verða 10 beinar útsendingar frá hverri umferð ásamt samantektarþáttum sýndar á Stöð 2 sport. Að auki var einnig samið um sýningarréttinn á Evrópudeild UEFA fyrir sama tímabil, 2012-2015. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport mun sýna beint frá öllum helstu leikjunum í Meistaradeild Evrópu og sjónvarpsþætti með ítarlegri umfjöllun um hverja leikviku. Meistaradeild Evrópu er óumdeilanlega sterkasta keppni félagsliða í heiminum og hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim. Er svo komið að leikmenn og þjálfarar stærstu liða í heimi telja þátttöku í Meistaradeildinni til mestu afreka sem hægt er að áorka í knattspyrnu. Líkt og undanfarin ár mun Stöð 2 Sport einnig sýna helstu leikina í Evrópudeildinni (áður Evrópukeppni félagsliða) í beinni útsendingu og sjónvarpsþætti með samantekt á öllum leikjum hverrar umferðar. Fyrirkomulag og umfang Evrópudeildarinnar hefur tekið miklum breytingum og vegur hennar sem sjónvarpsefnis í Evrópu vaxið hratt samhliða. Það er yfirlýst markmið UEFA að Evrópudeildin nái sömu stærðargráðu og Meistaradeild Evrópu. Stöð 2 Sport mun áfram kappkosta að gera báðum keppnum hátt undir höfði. Áætlaður fjöldi beinna útsendinga frá þessum tveimur keppnum á komandi leiktíð verður um 300 talsins. Þar að auki mun Stöð 2 Sport bjóða áfram upp á beinar útsendingar frá Spænska boltanum, Ensku bikarkeppnunum, Pepsi-deildinni, Valitor-bikarnum, NBA körfuboltanum, Iceland Express-deildinni í körfubolta og stórmótum í golfi á borð við US Masters o.s.frv. Að ógleymdum beinum útsendingum frá nær öllum leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta (Barclays Premier League) á Sport 2. Þjónusta 365 miðla við áhugamenn um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina verður aukin á komandi leiktíð. Sýningarrétturinn nær einnig til dreifingar efnisins á netinu og um farsíma og tryggir þannig knattspyrnuáhugamönnum á Íslandi fjölbreyttari aðgang að efninu, en mikill vöxtur hefur verið í nýtingu sambærilegrar þjónustu á netinu og um farsíma frá Ensku úrvalsdeildinni á undanförnum misserum. Þá verður boðið upp á fleiri beinar útsendingar í háskerpu (HD) auk áframhaldandi tilrauna með þrívíddarútsendingar en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í maí á þessu ári var fyrsta sjónvarpsútsendingin í þrívídd á Íslandi.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira