Dr. Doom spáir djúpri niðursveiflu árið 2013 7. júlí 2011 09:20 Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur dr. Doom, spáir því að efnahagskerfi heimsins muni taka mjög djúpa niðursveiflu árið 2013. Sem stendur séu stærstu hagkerfi heimsins eins og Bandaríkin og Evrópusambandið, aðeins að velta vandanum á undan sér. Þessi frestun rekist síðan á vegg árið 2013 og afleiðingarnar verða sársaukafullar. Vandinn sem Roubini ræðir um hér eru gífurlegar skuldir, einkum hins opinbera beggja vegna Atlantshafsins. Þá sé hagkerfi Kína einnig að ofhitna og muni enda í slæmri brotlendingu. Roubini fékk viðurnefni sitt eftir að hann spáði rétt fyrir um upphaf fjármálakreppunnar árið 2008. Í viðtali á CNBC sjónvarpsstöðinni segir Roubini hvað Bandaríkin varðar að þegar stjórnvöld þar neyðist loksins til að taka á opinberum skuldum landsins með niðurskurði, skattahækkunum og aðhaldsaðgerðum muni það setja veikan efnahagsbata landsins úr skorðum. Afleiðingin verður áframhaldandi mikið atvinnuleysi sem svo aftur dregur úr neyslu sem síðan dregur enn meir úr hagvextinum. Hvað Kína varðar segir Roubini að landið verði að bregðast við vaxandi verðbólgu með aðgerðum sem draga úr hagvextinum og þar með mun eftirspurn eftir innfluttum vörum minnka þarlendis. Í þessu sambandi má nefna að seðlabanki Kína hefur hækkað stýrivexti sína sex sinnum frá því í október á síðasta ári til að reyna að halda aftur af verðbólgunni í landinu. Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur dr. Doom, spáir því að efnahagskerfi heimsins muni taka mjög djúpa niðursveiflu árið 2013. Sem stendur séu stærstu hagkerfi heimsins eins og Bandaríkin og Evrópusambandið, aðeins að velta vandanum á undan sér. Þessi frestun rekist síðan á vegg árið 2013 og afleiðingarnar verða sársaukafullar. Vandinn sem Roubini ræðir um hér eru gífurlegar skuldir, einkum hins opinbera beggja vegna Atlantshafsins. Þá sé hagkerfi Kína einnig að ofhitna og muni enda í slæmri brotlendingu. Roubini fékk viðurnefni sitt eftir að hann spáði rétt fyrir um upphaf fjármálakreppunnar árið 2008. Í viðtali á CNBC sjónvarpsstöðinni segir Roubini hvað Bandaríkin varðar að þegar stjórnvöld þar neyðist loksins til að taka á opinberum skuldum landsins með niðurskurði, skattahækkunum og aðhaldsaðgerðum muni það setja veikan efnahagsbata landsins úr skorðum. Afleiðingin verður áframhaldandi mikið atvinnuleysi sem svo aftur dregur úr neyslu sem síðan dregur enn meir úr hagvextinum. Hvað Kína varðar segir Roubini að landið verði að bregðast við vaxandi verðbólgu með aðgerðum sem draga úr hagvextinum og þar með mun eftirspurn eftir innfluttum vörum minnka þarlendis. Í þessu sambandi má nefna að seðlabanki Kína hefur hækkað stýrivexti sína sex sinnum frá því í október á síðasta ári til að reyna að halda aftur af verðbólgunni í landinu.
Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira