Segir Breivik leika á fjölmiðla og almenningsálitið eins og píanó 31. júlí 2011 18:58 Fyrrum skólafélagar og vinir norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik kannast ekki við að hann sé veikur á geði. Breivik, sem hefur 77 mannslíf á samviskunni, notar tímann í einangrun í fangelsinu til að skrifa ræður á milli þess sem hann er í skýrslutökum hjá lögreglu. Fyrrverandi vinir Breiviks segja í samtali við breska dagblaðið The Telegraph í dag að ekkert í hegðun hans og framkomu hafi bent til þess að hann væri veikur á geði. Peter Svaar, gamall skólafélagi hans, segir allt sem gerst hafi eftir ódæðisverkin í Osló og Útey virðist hafa fylgt áætlun Breiviks. Hann segist óttast að hann sé að leika á fjölmiðla og almenningsálitið eins og píanó. Átta dögum eftir árásina virðist Breivik enn sem fyrr afar upptekinn af ímynd sinni og útliti. Hann hefur neitað að láta taka mynd af sér í fangelsinu af ótta við að nýjar myndir af sér þaðan verði þá birtar í stað þeirra sem hann setti sjálfur á veraldarvefinn, en á þeim er hann vel til hafður og greiddur, ýmist prúðbúinn eða í einkennisfatnaði. Breivik krafðist þess að fá að klæðast sérstökum hermanna einkennisklæðnaði í fangelsinu en ekki var orðið við þeirra kröfu. Óskaði hann því eftir því að klæðast rauðri Lacoste peysu, bæði í dómssalnum og hjá lögreglu og er hann var fluttur til og frá fangelsinu. Fyrrum vinir Breiviks segja hann hafa verið afar upptekinn útliti sínu og einn vinur hans segir hann hafa viðurkennt fyrir sér í samkvæmi fyrir nokkrum árum að hafa farið í lýtaðgerð í Bandaríkjunum, þar sem hann hafi látið laga bæði nef sitt og höku. Lýtaðgerð fyrir Breivik, sem þá var aðeins 21 árs, virðist hafa verið rökrétt næsta skref til að ná útlitslegri fullkomnun. Breivik, sem enga iðrun hefur sýnt, viðurkenndi í skýrslutöku í gær að hafa ætlað til Úteyjar á meðan Gro Harlmen Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra dvaldist í eynni en hún flutti þar ávarp á samkomu ungliðahreyfingar verkamannaflokksins. Aftenposten greindi frá því að umferðaröngþveiti vegna bílslyss í Osló og vegaframkvæmdir hefðu seinkað áformum Breiviks og leiða megi að því líkum að tafirnar hafi bjargað mörgum mannslífum en Brundtland var farin úr eynni þegar Breivik mætti þangað og hóf skothríð á norsk ungmenni. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Fyrrum skólafélagar og vinir norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik kannast ekki við að hann sé veikur á geði. Breivik, sem hefur 77 mannslíf á samviskunni, notar tímann í einangrun í fangelsinu til að skrifa ræður á milli þess sem hann er í skýrslutökum hjá lögreglu. Fyrrverandi vinir Breiviks segja í samtali við breska dagblaðið The Telegraph í dag að ekkert í hegðun hans og framkomu hafi bent til þess að hann væri veikur á geði. Peter Svaar, gamall skólafélagi hans, segir allt sem gerst hafi eftir ódæðisverkin í Osló og Útey virðist hafa fylgt áætlun Breiviks. Hann segist óttast að hann sé að leika á fjölmiðla og almenningsálitið eins og píanó. Átta dögum eftir árásina virðist Breivik enn sem fyrr afar upptekinn af ímynd sinni og útliti. Hann hefur neitað að láta taka mynd af sér í fangelsinu af ótta við að nýjar myndir af sér þaðan verði þá birtar í stað þeirra sem hann setti sjálfur á veraldarvefinn, en á þeim er hann vel til hafður og greiddur, ýmist prúðbúinn eða í einkennisfatnaði. Breivik krafðist þess að fá að klæðast sérstökum hermanna einkennisklæðnaði í fangelsinu en ekki var orðið við þeirra kröfu. Óskaði hann því eftir því að klæðast rauðri Lacoste peysu, bæði í dómssalnum og hjá lögreglu og er hann var fluttur til og frá fangelsinu. Fyrrum vinir Breiviks segja hann hafa verið afar upptekinn útliti sínu og einn vinur hans segir hann hafa viðurkennt fyrir sér í samkvæmi fyrir nokkrum árum að hafa farið í lýtaðgerð í Bandaríkjunum, þar sem hann hafi látið laga bæði nef sitt og höku. Lýtaðgerð fyrir Breivik, sem þá var aðeins 21 árs, virðist hafa verið rökrétt næsta skref til að ná útlitslegri fullkomnun. Breivik, sem enga iðrun hefur sýnt, viðurkenndi í skýrslutöku í gær að hafa ætlað til Úteyjar á meðan Gro Harlmen Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra dvaldist í eynni en hún flutti þar ávarp á samkomu ungliðahreyfingar verkamannaflokksins. Aftenposten greindi frá því að umferðaröngþveiti vegna bílslyss í Osló og vegaframkvæmdir hefðu seinkað áformum Breiviks og leiða megi að því líkum að tafirnar hafi bjargað mörgum mannslífum en Brundtland var farin úr eynni þegar Breivik mætti þangað og hóf skothríð á norsk ungmenni.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira