Erlent

Breivik hringdi til að gefa sig fram - samtölin í heild sinni

Breivik hringdi inn hálftíma áður en lögreglan mætti á svæðið.
Breivik hringdi inn hálftíma áður en lögreglan mætti á svæðið.
Norska lögreglan birti í dag símtal Anders Behring Breivik við neyðarlínuna í Noregi þann 22. júlí síðastliðinn. Breivik hringdi með það í huga að gefa sig fram, en rúmum hálftíma áður hafði lögreglan í Noregi fengið tilkynningu um skotárás í Útey. Breivik reyndi tíu sinnum að hringja en náði aðeins sambandi tvisvar.

Fyrra símtalið barst hálftíma áður en lögreglan kom á svæðið. Það hljóðaði svona:

L: Neyðarlínan

ABB: Já góðan dag. Ég heiti Anders Behring Breivik, foringi í norsku andkommúnísku andspyrnuhreyfingunni.

L: Já.

ABB: Ég er á Útey í augnablikinu. Ég vil gefa mig fram.

L: Allt í lagi. Úr hvaða númeri hringirðu?

ABB: Ég hringi úr farsíma.

L: Úr þínum farsíma?

ABB: Já. Þetta er ekki minn sími, heldur annar ...

L: Annar, hvað heitir þú aftur? Halló ... Halló ...

(Breivik skellir á)

Síðara símtalið barst lögreglunni 25 mínútum síðar. Það hljóðaði svo:

L: Neyðarlínan, lögreglan.

ABB: Góðan dag, ég heiti Anders Behring Breivik.

L: Já, halló.

AAB: Ég er foringi í norsku andspyrnuhreyfingunni.

L: Já, sæll.

AAB: Getur þú gefið mér samband við aðgerðarstjóra sérsveitarinnar?

L: Já ... Hvaðan hringirðu og um hvað snýst þetta?

AAB: Ég er á Útey.

L: Þú ert á Útey, já.

AAB: Ég hef lokið verkefni mínu, svo ég vil ... gefa mig fram.

L: Þú vilt gefa þig fram, já.

AAB: Já

L: Hvað sagðistu heita?

AAB: Anders Behring Breivik

L: Og þú ert foringi í ...

AAB: Samtökin heita Musterisriddarar Evrópu en við höfum stofnað norsku andkommúnísku andspyrnuhreyfinguna gegn íslamíseringu í Evrópu og Noregi.

L: Já

AAB: Við vorum rétt að framkvæma verkefni á vegum Musterisriddaranna.

L: Já ...

AAB: Evrópa og Noregur.

L: Já ...

AAB: Og þar sem verkefninu er lokið er ... kominn tími til að gefa sig fram við sérsveitina.

L: Þú vilt gefa þig fram við sérsveitina?

AAB: Geturðu ... geturðu gefið mér samband við aðgerðastjóra sérsveitarinnar?

L: Já, þú ert nú þegar að tala við mann sem hefur vissa yfirumsjón...

AAB: Allt í lagi, þá finnur þú bara útúr þessu og svo hringirðu aftur í þetta símanúmer, er það ekki?

L: Hmmm ... en í hvaða símanúmer?

AAB: Fínt er, bless

L: Ég er ekki með neitt símanúmer! Halló!

(Breivik skellir á)

Mínútu síðar kom lögreglan á svæðið og tók Breivik fastan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×