Fótbolti

Fábregas tók á sig 164 milljóna launalækkun til að komast til Barca

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fábregas.
Cesc Fábregas. Mynd/Nordic Photos/Getty
Cesc Fábregas dreymdi um að spila fyrir Barcelona og hann var til búinn að fórna ýmislegu til þess að komast til æskufélagsins síns. Barcelona og Arsenal náðu loks samkomulagi um helgina og Fábregas skrifaði í framhaldinu undir fimm ára samning.

Fábregas sjálfur átti mikinn þátt í því samningar náðust því spænski landsliðsmaðurinn mun óbeint taka þátt í að greiða Arsenal fyrir sjálfan sig. 

Fábregas var með fjórar milljónir evra í árslaun hjá Arsenal sem gera um 658 milljónir íslenskra króna. Hann mun hinsvegar "aðeins" fá þrjár milljónir evra í laun á Camp Nou því ein milljón evra á ári af launum hans mun fara til Arsenal.

Fábregas tók því á sig 164 milljóna launalækkun til að komast til Barcelona og alls munu 822 milljónir króna af launum hans næstu fimm árin fara til Arsenal.

Barcelona mun borga Arsenal 29 milljónir evra í tveimur skömmtun fyrir septemberlok auk þess að Arsenal mun fá fimm milljónir evra í bónusgreiðslu vinni Barcelona, tvo meistaratitla eða Meistaradeildina einu sinni, á næstu þremur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×