Erlent

Fyrsta opna réttarhaldið yfir fjöldamorðingjanum Breivik er í dag

Gífurlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar við dómshúsið í Osló en þar mun fjöldamorðinginn Anders Breivik í fyrsta sinn kom fram opinberlega frá því hann framdi fjöldamorðin í miðborg Osló og á Útey sem kostuðu samtals 77 Norðmenn lífið.

Réttarhöldin hafa verið lokuð hingað til en nú gefst eftirlifendum frá Útey og fulltrúum fjölmiðla í fyrsta sinn kostur á að sjá Breivik. Í réttarhöldunum í dag á að taka afstöðu til áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir Breivik.

Yfir 170 fréttamenn hafa skráð sig til að fylgjast með réttarhöldunum í dag en þau hefjast klukkan tíu að okkar tíma. Hluti þessa hóps þarf að fylgjast með í gegnum beina útsendingu í dómshúsinu þar sem aðeins er pláss fyrir 120 manns í sjálfum dómssalnum.

Lögfræðingur Breivik segir að Breivik búist við því að verða skotinn til bana í dómshúsinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×