Fótbolti

Kaka vill ekki fara frá Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kaka.
Kaka. Mynd/Nordic Photos/Getty
Brasilíumaðurinn Kaka hefur verið orðaður við franska liðið Paris Saint-Germain að undanförnu en spænska blaðið hefur það eftir manni innan herbúða Kaka að leikmaðurinn vilji ekki fara frá Real Madrid.

„Kaka er minni í fjölskyldu og ég get vottað það að hann er ánægður hjá Real Madrid," sagði Gaetano Paolillo við blaðamann AS.

„Það er eðlilegt að félög hafi áhuga á honum en hann vill bara ekki yfirgefa Madrid. Hann vill sýna mönnum hér að hann er númer eitt," sagði Paolillo.

Kaka kom til Real Madrid árið 2009 en glímdi við meiðsli eftir HM í Suður-Afríku. Hann er heill núna og hefur spilað 13 leiki fyrir Jose Mourinho á þessu tímabili.

Kaka er 29 ára gamall og var talinn einn bestu knattspyrnumaður heims þegar Real keypti hann frá AC Milan. Síðan þá hefur hann fallið hratt niður metorðastigann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×