Fótbolti

Maradona: Klúðraði Pele kannski lyfjaskammtinum sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona.
Diego Maradona. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fjölmiðlarifildi Diego Maradona og Pele eru heimsfræg og nú er eitt í gangi í tengslum við furðulegar yfirlýsingar Pele um að brasilíski leikmaðurinn Neymar væri mun betri en Argentínumaðurinn Lionel Messi.

Diego Maradona er kominn aftur til Dúbæ eftir jarðarför móður sinnar og var spurður út í ummæli Pele um landa hans Lionel Messi sem er að flestum, nema kannski Pele, talinn vera besti knattspyrnumaður heims í dag.

„Klúðraði Pele kannski lyfjaskammtinum sínum. Það lítur út fyrir það. Tók hann ekki bara morgunpilluna sína í staðinn fyrir kvöldpilluna," sagði Diego Maradona.

Maradona segir að Neymar muni aldrei geta jafnað það sem Messi hefur þegar gert á sínum ferli en það er merkilegt hvað Pele er upptekinn af því að tala niður Messi.

„Hann var greinilega eitthvað ruglaður og vissi ekki um hvað hann var að tala. Ég mæli með því að hann passi að taka réttu lyfin áður en hann fer að tjá sig um svona mál og skipti síðan um lækni," sagði Maradona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×