Fótbolti

Xavi búinn að vinna 19 titla með Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Xavi Hernández.
Xavi Hernández. Mynd/AP
Xavi Hernández og félagar í Barcelona tryggðu sér Heimsmeistaratitil félagsliða í gær með því að vinna sannfærandi 4-0 sigur á brasilíska liðinu Santos í úrslitaleik. Xavi átti flottan leik, lagði upp fyrsta markið og skoraði síðan annað markið sjálfur.

Xavi er því Heims- og Evrópumeistari með bæði félagsliði sínu og landsliði alveg eins og nokkrir félagar hans í Barcelona-liðinu eins og Andrés Iniesta, Carles Puyol og Gerard Piqué.

Xavi var þarna að vinna sinn nítjánda titil með Barcelona í gær en það er meira en nokkur annar leikmaður í Barcelona-liðinu. Lionel Messi, Andrés Iniesta og Carles Puyol hafa allir unnið 18 titla með Barca.  Piqué, Alves, Pinto, Keita, Busquets, Pedro og Abidal hafa síðan allir unnið 13 titla.

Xavi hefur orðið spænskur meistari sex sinnum, hann hefur unnið Meistaradeildina þrisvar, orðið einu sinni spænskur bikarmeistari, unnið tvo ofurbikara UEFA, fimm spænska ofurbikara og varð nú Heimsmeistari félagsliða í annað sinn á ferlinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×