Fótbolti

Cristiano Ronaldo skoraði meira en Messi á árinu 2011

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa báðir átt frábært ár. Messi vann reyndar fjóra fleiri titla með Barcelona á árinu en það var Ronaldo sem skoraði einu marki meira á árinu sem er að líða.

Cristiano Ronaldo skoraði 60 mörk í 60 leikjum í öllum keppnum á árinu með Real Madrid (53 mörk í 51 leik) og portúgalska landsliðinu (7 mörk í 9 leikjum). Hann átti einnig 17 stoðsendingar á félaga sína.

Ronaldo bætti eins árs gamalt met Lionel Messi með því að skora 43 mörk í 34 deildarleikjum á árinu en Messi skoraði 42 deildarmörk árið 2010.

Lionel Messi skoraði 59 mörk í 70 leikjum í öllum keppnum á árinu með Barcelona (55 mörk í 57 leikjum) og argentínska landsliðinu (3 mörk í 13 leikjum). Hann átti einnig 28 stoðsendingar á félaga sína.

Messi skoraði 12 mörk í 11 leikjum í Meistaradeildinni á árinu en Ronaldo var "bara" með 5 mörk í 10 leikjum í Meistaradeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×