… en það geri ég ekki Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. janúar 2011 06:15 Þegar ég var ungur oflátungur í menntaskóla datt einhver okkar félaganna niður á eitt eintak úr hinni stórgóðu ritröð Íslenzk fyndni. Þar mátti finna margan gullmolann, sem reyndar brutu margir í bága við heiti bókarinnar. Þóttu í það minnsta ekki jafn fyndnir við lestur þeirra og þegar þeir voru saman settir. Einn þeirra lögðum við þó á minnið og hann var sagður daglega í einhver ár. Þá og aðeins þá varð hann fyndinn. Hann er svohljóðandi: „Maður nokkur kemur á bæ og spyr hvort bónda vanti ekki vinnumann. Bóndi játti því. Bóndi spyr mann hvað hann kunni til verka. Maður svarar: Slegið get ég ekki. Rakað get ég í þurru, en það geri ég ekki.". Undanfarið hefur þessi gamli brandari sótt æ fastar á hugann. Engum blöðum er um það að fletta að íslensk þjóð gekk í gegnum efnahagslegar hamfarir. Síðan eru liðin bráðum tvö og hálft ár og íslenskt samfélag sem heild hefur það, jú takk fyrir, bara ágætt miðað við margar aðrar þjóðir. Með þessu er á engan hátt verið að gera lítið úr skelfilegri stöðu sem fjöldi fólks býr við, fólk sem glímir við atvinnuleysi til lengri eða skemmri tíma, heimilismissi, eða þarf að norpa í biðröð til að geta séð sér og börnum sínum farborða. Þetta er óumdeilt og þetta eru vandamál sem þjóðin þarf að takast á við; þjóðin öll. En því hefur brandarinn miður fyndni leitað á huga minn að síðan kreppan varð er eins og við sem þjóð höfum verið lostin eldingu barlóms. Við höfum endurtekið daglega að ástandið sé skelfilegt, allt sé að fara til fjandans og ekkert verði okkur til bjargar nema bara akkúrat eitthvað annað en það sem verið er að gera. Og líkt og brandarinn varð fyndinn okkur menntskælingum forðum tíð, hefur barlómurinn orðið íslenskri þjóð bjargfastur sannleikur. Hættum þessum barlómi. Tökum saman höndum og hjálpum þeim sem virkilega þurfa á hjálp að halda og einhendum okkur síðan í að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Samstaða, trú á okkur sjálf og það að ástandið verði betra fleytir okkur áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Þegar ég var ungur oflátungur í menntaskóla datt einhver okkar félaganna niður á eitt eintak úr hinni stórgóðu ritröð Íslenzk fyndni. Þar mátti finna margan gullmolann, sem reyndar brutu margir í bága við heiti bókarinnar. Þóttu í það minnsta ekki jafn fyndnir við lestur þeirra og þegar þeir voru saman settir. Einn þeirra lögðum við þó á minnið og hann var sagður daglega í einhver ár. Þá og aðeins þá varð hann fyndinn. Hann er svohljóðandi: „Maður nokkur kemur á bæ og spyr hvort bónda vanti ekki vinnumann. Bóndi játti því. Bóndi spyr mann hvað hann kunni til verka. Maður svarar: Slegið get ég ekki. Rakað get ég í þurru, en það geri ég ekki.". Undanfarið hefur þessi gamli brandari sótt æ fastar á hugann. Engum blöðum er um það að fletta að íslensk þjóð gekk í gegnum efnahagslegar hamfarir. Síðan eru liðin bráðum tvö og hálft ár og íslenskt samfélag sem heild hefur það, jú takk fyrir, bara ágætt miðað við margar aðrar þjóðir. Með þessu er á engan hátt verið að gera lítið úr skelfilegri stöðu sem fjöldi fólks býr við, fólk sem glímir við atvinnuleysi til lengri eða skemmri tíma, heimilismissi, eða þarf að norpa í biðröð til að geta séð sér og börnum sínum farborða. Þetta er óumdeilt og þetta eru vandamál sem þjóðin þarf að takast á við; þjóðin öll. En því hefur brandarinn miður fyndni leitað á huga minn að síðan kreppan varð er eins og við sem þjóð höfum verið lostin eldingu barlóms. Við höfum endurtekið daglega að ástandið sé skelfilegt, allt sé að fara til fjandans og ekkert verði okkur til bjargar nema bara akkúrat eitthvað annað en það sem verið er að gera. Og líkt og brandarinn varð fyndinn okkur menntskælingum forðum tíð, hefur barlómurinn orðið íslenskri þjóð bjargfastur sannleikur. Hættum þessum barlómi. Tökum saman höndum og hjálpum þeim sem virkilega þurfa á hjálp að halda og einhendum okkur síðan í að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Samstaða, trú á okkur sjálf og það að ástandið verði betra fleytir okkur áfram.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun