… en það geri ég ekki Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. janúar 2011 06:15 Þegar ég var ungur oflátungur í menntaskóla datt einhver okkar félaganna niður á eitt eintak úr hinni stórgóðu ritröð Íslenzk fyndni. Þar mátti finna margan gullmolann, sem reyndar brutu margir í bága við heiti bókarinnar. Þóttu í það minnsta ekki jafn fyndnir við lestur þeirra og þegar þeir voru saman settir. Einn þeirra lögðum við þó á minnið og hann var sagður daglega í einhver ár. Þá og aðeins þá varð hann fyndinn. Hann er svohljóðandi: „Maður nokkur kemur á bæ og spyr hvort bónda vanti ekki vinnumann. Bóndi játti því. Bóndi spyr mann hvað hann kunni til verka. Maður svarar: Slegið get ég ekki. Rakað get ég í þurru, en það geri ég ekki.". Undanfarið hefur þessi gamli brandari sótt æ fastar á hugann. Engum blöðum er um það að fletta að íslensk þjóð gekk í gegnum efnahagslegar hamfarir. Síðan eru liðin bráðum tvö og hálft ár og íslenskt samfélag sem heild hefur það, jú takk fyrir, bara ágætt miðað við margar aðrar þjóðir. Með þessu er á engan hátt verið að gera lítið úr skelfilegri stöðu sem fjöldi fólks býr við, fólk sem glímir við atvinnuleysi til lengri eða skemmri tíma, heimilismissi, eða þarf að norpa í biðröð til að geta séð sér og börnum sínum farborða. Þetta er óumdeilt og þetta eru vandamál sem þjóðin þarf að takast á við; þjóðin öll. En því hefur brandarinn miður fyndni leitað á huga minn að síðan kreppan varð er eins og við sem þjóð höfum verið lostin eldingu barlóms. Við höfum endurtekið daglega að ástandið sé skelfilegt, allt sé að fara til fjandans og ekkert verði okkur til bjargar nema bara akkúrat eitthvað annað en það sem verið er að gera. Og líkt og brandarinn varð fyndinn okkur menntskælingum forðum tíð, hefur barlómurinn orðið íslenskri þjóð bjargfastur sannleikur. Hættum þessum barlómi. Tökum saman höndum og hjálpum þeim sem virkilega þurfa á hjálp að halda og einhendum okkur síðan í að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Samstaða, trú á okkur sjálf og það að ástandið verði betra fleytir okkur áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var ungur oflátungur í menntaskóla datt einhver okkar félaganna niður á eitt eintak úr hinni stórgóðu ritröð Íslenzk fyndni. Þar mátti finna margan gullmolann, sem reyndar brutu margir í bága við heiti bókarinnar. Þóttu í það minnsta ekki jafn fyndnir við lestur þeirra og þegar þeir voru saman settir. Einn þeirra lögðum við þó á minnið og hann var sagður daglega í einhver ár. Þá og aðeins þá varð hann fyndinn. Hann er svohljóðandi: „Maður nokkur kemur á bæ og spyr hvort bónda vanti ekki vinnumann. Bóndi játti því. Bóndi spyr mann hvað hann kunni til verka. Maður svarar: Slegið get ég ekki. Rakað get ég í þurru, en það geri ég ekki.". Undanfarið hefur þessi gamli brandari sótt æ fastar á hugann. Engum blöðum er um það að fletta að íslensk þjóð gekk í gegnum efnahagslegar hamfarir. Síðan eru liðin bráðum tvö og hálft ár og íslenskt samfélag sem heild hefur það, jú takk fyrir, bara ágætt miðað við margar aðrar þjóðir. Með þessu er á engan hátt verið að gera lítið úr skelfilegri stöðu sem fjöldi fólks býr við, fólk sem glímir við atvinnuleysi til lengri eða skemmri tíma, heimilismissi, eða þarf að norpa í biðröð til að geta séð sér og börnum sínum farborða. Þetta er óumdeilt og þetta eru vandamál sem þjóðin þarf að takast á við; þjóðin öll. En því hefur brandarinn miður fyndni leitað á huga minn að síðan kreppan varð er eins og við sem þjóð höfum verið lostin eldingu barlóms. Við höfum endurtekið daglega að ástandið sé skelfilegt, allt sé að fara til fjandans og ekkert verði okkur til bjargar nema bara akkúrat eitthvað annað en það sem verið er að gera. Og líkt og brandarinn varð fyndinn okkur menntskælingum forðum tíð, hefur barlómurinn orðið íslenskri þjóð bjargfastur sannleikur. Hættum þessum barlómi. Tökum saman höndum og hjálpum þeim sem virkilega þurfa á hjálp að halda og einhendum okkur síðan í að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Samstaða, trú á okkur sjálf og það að ástandið verði betra fleytir okkur áfram.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar