… en það geri ég ekki Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. janúar 2011 06:15 Þegar ég var ungur oflátungur í menntaskóla datt einhver okkar félaganna niður á eitt eintak úr hinni stórgóðu ritröð Íslenzk fyndni. Þar mátti finna margan gullmolann, sem reyndar brutu margir í bága við heiti bókarinnar. Þóttu í það minnsta ekki jafn fyndnir við lestur þeirra og þegar þeir voru saman settir. Einn þeirra lögðum við þó á minnið og hann var sagður daglega í einhver ár. Þá og aðeins þá varð hann fyndinn. Hann er svohljóðandi: „Maður nokkur kemur á bæ og spyr hvort bónda vanti ekki vinnumann. Bóndi játti því. Bóndi spyr mann hvað hann kunni til verka. Maður svarar: Slegið get ég ekki. Rakað get ég í þurru, en það geri ég ekki.". Undanfarið hefur þessi gamli brandari sótt æ fastar á hugann. Engum blöðum er um það að fletta að íslensk þjóð gekk í gegnum efnahagslegar hamfarir. Síðan eru liðin bráðum tvö og hálft ár og íslenskt samfélag sem heild hefur það, jú takk fyrir, bara ágætt miðað við margar aðrar þjóðir. Með þessu er á engan hátt verið að gera lítið úr skelfilegri stöðu sem fjöldi fólks býr við, fólk sem glímir við atvinnuleysi til lengri eða skemmri tíma, heimilismissi, eða þarf að norpa í biðröð til að geta séð sér og börnum sínum farborða. Þetta er óumdeilt og þetta eru vandamál sem þjóðin þarf að takast á við; þjóðin öll. En því hefur brandarinn miður fyndni leitað á huga minn að síðan kreppan varð er eins og við sem þjóð höfum verið lostin eldingu barlóms. Við höfum endurtekið daglega að ástandið sé skelfilegt, allt sé að fara til fjandans og ekkert verði okkur til bjargar nema bara akkúrat eitthvað annað en það sem verið er að gera. Og líkt og brandarinn varð fyndinn okkur menntskælingum forðum tíð, hefur barlómurinn orðið íslenskri þjóð bjargfastur sannleikur. Hættum þessum barlómi. Tökum saman höndum og hjálpum þeim sem virkilega þurfa á hjálp að halda og einhendum okkur síðan í að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Samstaða, trú á okkur sjálf og það að ástandið verði betra fleytir okkur áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var ungur oflátungur í menntaskóla datt einhver okkar félaganna niður á eitt eintak úr hinni stórgóðu ritröð Íslenzk fyndni. Þar mátti finna margan gullmolann, sem reyndar brutu margir í bága við heiti bókarinnar. Þóttu í það minnsta ekki jafn fyndnir við lestur þeirra og þegar þeir voru saman settir. Einn þeirra lögðum við þó á minnið og hann var sagður daglega í einhver ár. Þá og aðeins þá varð hann fyndinn. Hann er svohljóðandi: „Maður nokkur kemur á bæ og spyr hvort bónda vanti ekki vinnumann. Bóndi játti því. Bóndi spyr mann hvað hann kunni til verka. Maður svarar: Slegið get ég ekki. Rakað get ég í þurru, en það geri ég ekki.". Undanfarið hefur þessi gamli brandari sótt æ fastar á hugann. Engum blöðum er um það að fletta að íslensk þjóð gekk í gegnum efnahagslegar hamfarir. Síðan eru liðin bráðum tvö og hálft ár og íslenskt samfélag sem heild hefur það, jú takk fyrir, bara ágætt miðað við margar aðrar þjóðir. Með þessu er á engan hátt verið að gera lítið úr skelfilegri stöðu sem fjöldi fólks býr við, fólk sem glímir við atvinnuleysi til lengri eða skemmri tíma, heimilismissi, eða þarf að norpa í biðröð til að geta séð sér og börnum sínum farborða. Þetta er óumdeilt og þetta eru vandamál sem þjóðin þarf að takast á við; þjóðin öll. En því hefur brandarinn miður fyndni leitað á huga minn að síðan kreppan varð er eins og við sem þjóð höfum verið lostin eldingu barlóms. Við höfum endurtekið daglega að ástandið sé skelfilegt, allt sé að fara til fjandans og ekkert verði okkur til bjargar nema bara akkúrat eitthvað annað en það sem verið er að gera. Og líkt og brandarinn varð fyndinn okkur menntskælingum forðum tíð, hefur barlómurinn orðið íslenskri þjóð bjargfastur sannleikur. Hættum þessum barlómi. Tökum saman höndum og hjálpum þeim sem virkilega þurfa á hjálp að halda og einhendum okkur síðan í að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Samstaða, trú á okkur sjálf og það að ástandið verði betra fleytir okkur áfram.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun