Veiðigjald og gengi Þórólfur Matthíasson skrifar 15. febrúar 2011 12:33 Nýbirt samantekt Hagstofu Íslands úr reikningum sjávarútvegsfyrirtækja sýnir að svokallaður hreinn hagnaðar (sem sumir enskumælandi hagfræðingar kalla superprofit, ofurhagnað) í veiðum og vinnslu nam 45 milljörðum króna á árinu 2009. Í grein hér í blaðinu talar hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna þessar tölur niður þó að fátt bendi til annars en að hreinn hagnaður veiða og vinnslu verði áfram mældur í milljarðatugum næsta áratuginn eða svo. Undir lok greinar sinnar fullyrðir hagfræðingur LÍÚ að verði hluti af auðlindarentunni (ofurhagnaðinum) beint til almennings muni gengið lækka og lífskjör almennings versna. Enginn rökstuðningur er lagður fram þessari fullyrðingu til stuðnings. Það er enda eðlilegt, ég kann ekki þá hagfræði sem fær rök hagfræðings LÍÚ til að ganga upp. Rifjum upp að með álagningu veiðigjalds er verið að veita tekjum af auðlindinni frá handhöfum veiðiheimilda til eiganda auðlindarinnar, frá eigendum útgerðarfyrirtækja til almennings. Þessu fylgir óhjákvæmilega að ráðstöfunartekjur útgerðarmanna minnka og að tekjur og lífskjör almennings batna. Tekjutilfærslum af þessu tagi kunna að fylgja áhrif á gengi og innlent verðlag, en þá því aðeins að almenningur ráðstafi tekjum með verulega öðrum hætti en útgerðarmenn. Til dæmis er líklegt að við skilyrði frjálsra fjármagnsflutninga séu útgerðarmenn líklegri til að flytja tekjur og eignir til útlanda en almennir borgarar. Tilflutningur tekna til almennings frá útgerðarmönnum er því líklegri til að styrkja gengi en að veikja það. Þannig að veiðigjald mun styrkja lífskjör almennings úr tveimur áttum, með beinum hætti gegnum lægri tekjuskatt eða lægri virðisaukaskatt eða beinar tilfærslur og með óbeinum hætti með (smávægilegri) styrkingu á raungengi. Fullyrðing hagfræðings LÍÚ um að álagning veiðigjalds muni veikja lífskjör almennings stenst ekki skoðun. Hitt er annað mál, og hefur aldrei verið dulið, að álagning veiðigjalds mun skerða tekjur handhafa veiðiheimilda en auka tekjur eiganda sjávarauðlindarinnar, sem er íslenskur almenningur. Skiljanlegt er að LÍÚ sé það lítt að skapi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Nýbirt samantekt Hagstofu Íslands úr reikningum sjávarútvegsfyrirtækja sýnir að svokallaður hreinn hagnaðar (sem sumir enskumælandi hagfræðingar kalla superprofit, ofurhagnað) í veiðum og vinnslu nam 45 milljörðum króna á árinu 2009. Í grein hér í blaðinu talar hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna þessar tölur niður þó að fátt bendi til annars en að hreinn hagnaður veiða og vinnslu verði áfram mældur í milljarðatugum næsta áratuginn eða svo. Undir lok greinar sinnar fullyrðir hagfræðingur LÍÚ að verði hluti af auðlindarentunni (ofurhagnaðinum) beint til almennings muni gengið lækka og lífskjör almennings versna. Enginn rökstuðningur er lagður fram þessari fullyrðingu til stuðnings. Það er enda eðlilegt, ég kann ekki þá hagfræði sem fær rök hagfræðings LÍÚ til að ganga upp. Rifjum upp að með álagningu veiðigjalds er verið að veita tekjum af auðlindinni frá handhöfum veiðiheimilda til eiganda auðlindarinnar, frá eigendum útgerðarfyrirtækja til almennings. Þessu fylgir óhjákvæmilega að ráðstöfunartekjur útgerðarmanna minnka og að tekjur og lífskjör almennings batna. Tekjutilfærslum af þessu tagi kunna að fylgja áhrif á gengi og innlent verðlag, en þá því aðeins að almenningur ráðstafi tekjum með verulega öðrum hætti en útgerðarmenn. Til dæmis er líklegt að við skilyrði frjálsra fjármagnsflutninga séu útgerðarmenn líklegri til að flytja tekjur og eignir til útlanda en almennir borgarar. Tilflutningur tekna til almennings frá útgerðarmönnum er því líklegri til að styrkja gengi en að veikja það. Þannig að veiðigjald mun styrkja lífskjör almennings úr tveimur áttum, með beinum hætti gegnum lægri tekjuskatt eða lægri virðisaukaskatt eða beinar tilfærslur og með óbeinum hætti með (smávægilegri) styrkingu á raungengi. Fullyrðing hagfræðings LÍÚ um að álagning veiðigjalds muni veikja lífskjör almennings stenst ekki skoðun. Hitt er annað mál, og hefur aldrei verið dulið, að álagning veiðigjalds mun skerða tekjur handhafa veiðiheimilda en auka tekjur eiganda sjávarauðlindarinnar, sem er íslenskur almenningur. Skiljanlegt er að LÍÚ sé það lítt að skapi.
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar