Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar 18. nóvember 2025 19:31 Það dró til tíðinda á Alþingi í síðustu viku þegar samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var loksins lögfestur. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og var fullgildur árið 2017. Það liðu heil átta ár frá fullgildingu þar til samningurinn var loksins lögfestur. Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram þetta frumvarp fjórum sinnum, sem stjórnarandstöðu þingmaður og loksins, loksins hefur þetta frumvarp verið löggilt. Lögfestingin hefur í för með sér að fólki er gert kleift að nýta hann sem fullgilda réttarheimild fyrir dómstólum og öðrum úrskurðaraðilum. Hvað segir samningurinn? Það er hægt að hugsa um þennan samning sem mannréttindasamning fyrir einstaklinga með fötlun. Flestir þekkja vel hvað felst í sjálfsögðum borgarlegum réttindum, svo sem rétt til stjórnmálaþátttöku, atvinnurétt, ákvörðunarrétt og öll þau réttindi sem borgarar eru með. En með réttindum fylgja skyldur - og það er á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga að tryggja að ákvæðum samningsins sé framfylgt. 9.gr. samningsins fjallar sem dæmi um aðgengi og hvernig aðildarríki þurfa að tryggja aðgengi til að geta lifað sjálfstæðu lífi. Við erum að stíga skref sem við hefðum átt að taka fyrir áratug. Aðgengi. 1. Til að gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt á öllum sviðum lífsins skulu aðildarríkin gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fötluðu fólki aðgengi, til jafns við aðra, að efnislegu umhverfi sínu, samgöngum, upplýsingum og samskiptum þar með talin samskiptatækni og -kerfi og að annarri aðstöðu og þjónustu sem opin er eða veitt almenningi hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Ráðstafanir þessar, sem skulu fela í sér að bera kennsl á og útrýma hindrunum og tálmunun aðgengis, skulu meðal annars ná til: a ) bygginga, vega, samgangna og annarrar aðstöðu innan dyra sem utan, þar á meðal skóla, íbúðarhúsnæðis, heilbrigðisstofnana og vinnustaða. Aukin réttarvernd fyrir fatlaða Með því að fullgilda samninginn er verið að gera einstaklingum með fötlun kleift að nota hann sem fullgilda réttarheimild fyrir dómstólum og annars staðar í réttarkerfinu. Þetta kemur til með að einfalda réttindabaráttu þeirra þar sem hægt verður að vísa beint í samninginn og innihalds hans. Samningurinn byggir á virðingu fyrir mannlegri reisn og sjálfræði, bannar mismunun og tryggir jöfn tækifæri, aðgengi og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Með samningnum er tryggt að mismunun á grundvelli fötlunar verði ekki liðin. Það er löngu kominn tími á að fatlaðir einstaklingar fái sín sjálfsögðu mannréttindi og þessi liður í að lögfesta samninginn sýnir að ríkisstjórnin lítur á þessi réttindi sem sjálfsagðan hlut. En af hverju var ekki löngu búið að lögfesta samninginn, hvað stoppaði fyrri ríkisstjórnir? Margir hafa bent á að fyrri ríkisstjórnum skorti bæði forgangsröðun og pólitískan vilja. Samningurinn var settur til hliðar vegna kostnaðar, flókins samspils ríkis og sveitarfélaga og einfaldlega vegna þess að réttindi fatlaðs fólks voru ekki sett í fyrsta sæti. Það vantaði þor til að ganga frá málinu – ekki gögn, ekki rök, heldur vilja. Mikilvægt skref í átt að jöfnu samfélagi Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið í heild sinni að þessi lögfesting hafi farið í gegn, eftir allan þennan tíma, þar sem ávinningurinn er mikill. Það er verið að tryggja það að fatlaðir geti tekið fullan þátt í samfélaginu, hvort sem það er í vinnu, menntun eða öðru sem skiptir máli. Reynslan sýnir að hæfileikar fatlaðra einstaklinga eru stórlega vannýttir í samfélaginu. Með samþykkt sáttmálans er verið að viðurkenna sjálfsögð mannréttindi, en þessi mannréttindi sátu hins vegar á hakanum á síðasta þingi út af málþófi minnihlutans, sem margir urðu varir við. Ég vil hrósa hæstvirtum félags og húsnæðismálaráðherra fyrir þá þrautseigju og elju sem hún hefur sýnt í því að ná þessu frumvarpi í gegn. Þetta er gríðarlega mikilvægt skref fyrir samfélagið í heild sinni en einnig fyrir fatlað fólk. Einnig langar mig að hrósa ÖBÍ, Þroskahjálp og öðrum réttindasamtökum fatlaðs fólks fyrir að halda neistanum á lofti allan þennan tíma og barist fyrir sjálfsögðum réttindum fatlaðra. Höfundur er í miðstjórn Ungs Jafnaðarfólks og á einstaka systur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Það dró til tíðinda á Alþingi í síðustu viku þegar samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var loksins lögfestur. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og var fullgildur árið 2017. Það liðu heil átta ár frá fullgildingu þar til samningurinn var loksins lögfestur. Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram þetta frumvarp fjórum sinnum, sem stjórnarandstöðu þingmaður og loksins, loksins hefur þetta frumvarp verið löggilt. Lögfestingin hefur í för með sér að fólki er gert kleift að nýta hann sem fullgilda réttarheimild fyrir dómstólum og öðrum úrskurðaraðilum. Hvað segir samningurinn? Það er hægt að hugsa um þennan samning sem mannréttindasamning fyrir einstaklinga með fötlun. Flestir þekkja vel hvað felst í sjálfsögðum borgarlegum réttindum, svo sem rétt til stjórnmálaþátttöku, atvinnurétt, ákvörðunarrétt og öll þau réttindi sem borgarar eru með. En með réttindum fylgja skyldur - og það er á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga að tryggja að ákvæðum samningsins sé framfylgt. 9.gr. samningsins fjallar sem dæmi um aðgengi og hvernig aðildarríki þurfa að tryggja aðgengi til að geta lifað sjálfstæðu lífi. Við erum að stíga skref sem við hefðum átt að taka fyrir áratug. Aðgengi. 1. Til að gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt á öllum sviðum lífsins skulu aðildarríkin gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fötluðu fólki aðgengi, til jafns við aðra, að efnislegu umhverfi sínu, samgöngum, upplýsingum og samskiptum þar með talin samskiptatækni og -kerfi og að annarri aðstöðu og þjónustu sem opin er eða veitt almenningi hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Ráðstafanir þessar, sem skulu fela í sér að bera kennsl á og útrýma hindrunum og tálmunun aðgengis, skulu meðal annars ná til: a ) bygginga, vega, samgangna og annarrar aðstöðu innan dyra sem utan, þar á meðal skóla, íbúðarhúsnæðis, heilbrigðisstofnana og vinnustaða. Aukin réttarvernd fyrir fatlaða Með því að fullgilda samninginn er verið að gera einstaklingum með fötlun kleift að nota hann sem fullgilda réttarheimild fyrir dómstólum og annars staðar í réttarkerfinu. Þetta kemur til með að einfalda réttindabaráttu þeirra þar sem hægt verður að vísa beint í samninginn og innihalds hans. Samningurinn byggir á virðingu fyrir mannlegri reisn og sjálfræði, bannar mismunun og tryggir jöfn tækifæri, aðgengi og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Með samningnum er tryggt að mismunun á grundvelli fötlunar verði ekki liðin. Það er löngu kominn tími á að fatlaðir einstaklingar fái sín sjálfsögðu mannréttindi og þessi liður í að lögfesta samninginn sýnir að ríkisstjórnin lítur á þessi réttindi sem sjálfsagðan hlut. En af hverju var ekki löngu búið að lögfesta samninginn, hvað stoppaði fyrri ríkisstjórnir? Margir hafa bent á að fyrri ríkisstjórnum skorti bæði forgangsröðun og pólitískan vilja. Samningurinn var settur til hliðar vegna kostnaðar, flókins samspils ríkis og sveitarfélaga og einfaldlega vegna þess að réttindi fatlaðs fólks voru ekki sett í fyrsta sæti. Það vantaði þor til að ganga frá málinu – ekki gögn, ekki rök, heldur vilja. Mikilvægt skref í átt að jöfnu samfélagi Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið í heild sinni að þessi lögfesting hafi farið í gegn, eftir allan þennan tíma, þar sem ávinningurinn er mikill. Það er verið að tryggja það að fatlaðir geti tekið fullan þátt í samfélaginu, hvort sem það er í vinnu, menntun eða öðru sem skiptir máli. Reynslan sýnir að hæfileikar fatlaðra einstaklinga eru stórlega vannýttir í samfélaginu. Með samþykkt sáttmálans er verið að viðurkenna sjálfsögð mannréttindi, en þessi mannréttindi sátu hins vegar á hakanum á síðasta þingi út af málþófi minnihlutans, sem margir urðu varir við. Ég vil hrósa hæstvirtum félags og húsnæðismálaráðherra fyrir þá þrautseigju og elju sem hún hefur sýnt í því að ná þessu frumvarpi í gegn. Þetta er gríðarlega mikilvægt skref fyrir samfélagið í heild sinni en einnig fyrir fatlað fólk. Einnig langar mig að hrósa ÖBÍ, Þroskahjálp og öðrum réttindasamtökum fatlaðs fólks fyrir að halda neistanum á lofti allan þennan tíma og barist fyrir sjálfsögðum réttindum fatlaðra. Höfundur er í miðstjórn Ungs Jafnaðarfólks og á einstaka systur
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun