Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 15:01 Það er eins og borgarkerfið geri stundum ráð fyrir því að við séum öll steypt í sama mótið. Sama tungumálið, sama menningarlega bakgrunninn með sömu væntingar. Reykjavík er ekki lengur þannig borg og hefur ekki verið þannig lengi. Í dag eru nær 20% Reykvíkinga innflytjendur. Þegar við tökum með börn sem eiga eitt eða báða foreldra með erlendan bakgrunn er hópurinn enn stærri. Hér er því um alvöru verkefni að ræða, verkefni sem við verðum að sinna og gera það vel. Viðreisn vill borg fyrir fólk Ég hef í mínu starfi sem borgarfulltrúi undanfarin tæp átta ár séð að vandinn er ekki fólkið. Vandinn er hvernig kerfið hugsar um fólkið. Eitt dæmið er tungumálið. Tungumálið er lykillin, segjum við gjarna og það er sannarlega mikilvægt. En svo gleymum við hvað það getur verið flókið að koma við tungumálanámi í hversdagleikanum. Íslenskunám fer oft fram utan vinnutíma, kostar og börn þurfa bæði íslenskukennslu og móðurmálskennslu til að blómstra. Ef tungumálið er brú, þá verðum við að reisa hana, vera með fjölbreyttar lausnir og hafa umburðarlyndi fyrir því að það að læra nýtt tungumál tekur tíma. Annað dæmi er stafræna umhverfið. Stafræna umhverfið hefur umbylt mjög mörgu og á að einfalda líf fólks. En umsóknir eru flóknar, textar tyrfnir og upplýsingar stundum að finna í löngum PDF-skjalaskógum. Þá er ekki skrítið að fólk, sem hefur ekki fulla tök á tungumálinu gefist upp. Við myndum gera það flest. Ný fjölmenningarstefna Ég er ánægð að sjá að ný fjölmenningarstefna, sem við ræðum í borgarstjórn í dag, tekur á mörgu af ofangreindu. Mér finnst sérstaklega jákvætt að hún byggi á hugtakinu inngilding. Það er ekki bara að taka á móti fólki, heldur að gera ráð fyrir fjölbreytileika frá upphafi. Þar er grundvallarmunur. Allur innri rekstur borgarinnar og svið fá í þessari stefnu verkefni og skýr skilaboð um að bæta menningu og stjórnun. Dæmi um það er að fjölga starfsfólki með fjölbreyttan bakgrunn, að tryggja íslenskunám á vinnutíma, að styrkja foreldrasamstarf í skólum og gera úttekt á tungumálanotkun í stafrænum kerfum. Þetta eru atriði sem skipta máli. Líka fyrir fólk sem er ekki af erlendum uppruna. Fólk sem á erfitt með stafrænar lausnir. Fólk sem vill skýrari upplýsingar og einfaldara kerfi. Við gætum öll þurft á þessu að halda á einhverjum tímapunkti. Við verðum að vita hvernig gengur Stefnan er góð. En hún mun ekki framkvæma sig sjálf. Það sem vantar eru skýrir mælikvarðar, tímalínur, ábyrgð og fjármögnun. Án þess verður stefnan eins og lítið jólaljós í glugga, falleg en lýsir ekkert upp. Við í Viðreisn viljum að borgin gefi út reglulega stöðu- og framvinduskýrslu, með því sem hefur áunnist og því sem eftir er. Við viljum líka að borgin fjármagni þessa stefnu af alvöru. Það er ekki hægt að byggja inngildingu á góðum vilja eingöngu. Fjölmenning er ekki vandamál heldur auðlind til að virkja Það er hefð fyrir því að ræða fjölmenningu sem áskorun en hún er að mínu mati í raun fjárfesting. Fjölmenning bætir vinnumarkaðinn. Hún styrkir menningarlífið. Hún eflir lýðræði og samfélagslega virkni og hún bætir líf allra, því þegar kerfi verða aðgengilegri fyrir hinn „erlenda“ íbúa, verða þau líka betri fyrir hinn „innlenda“. Það er eins og að setja ramp við tröppur, það hjálpar þeim sem þurfa á honum að halda en nýtist svo öllum. Við í Viðreisn viljum borg þar sem þú getur verið þú Við viljum borg þar sem kerfið verður stoð en ekki hindrun. Borg þar sem allskonar fólk passar inn. Borg þar sem fjölbreytileikinn er ekki bara sýnilegur heldur fagnað og ávallt velkominn. Reykjavík verður sterkari þegar hún hættir að bíða eftir því að allir verði eins. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Fjölmenning Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eins og borgarkerfið geri stundum ráð fyrir því að við séum öll steypt í sama mótið. Sama tungumálið, sama menningarlega bakgrunninn með sömu væntingar. Reykjavík er ekki lengur þannig borg og hefur ekki verið þannig lengi. Í dag eru nær 20% Reykvíkinga innflytjendur. Þegar við tökum með börn sem eiga eitt eða báða foreldra með erlendan bakgrunn er hópurinn enn stærri. Hér er því um alvöru verkefni að ræða, verkefni sem við verðum að sinna og gera það vel. Viðreisn vill borg fyrir fólk Ég hef í mínu starfi sem borgarfulltrúi undanfarin tæp átta ár séð að vandinn er ekki fólkið. Vandinn er hvernig kerfið hugsar um fólkið. Eitt dæmið er tungumálið. Tungumálið er lykillin, segjum við gjarna og það er sannarlega mikilvægt. En svo gleymum við hvað það getur verið flókið að koma við tungumálanámi í hversdagleikanum. Íslenskunám fer oft fram utan vinnutíma, kostar og börn þurfa bæði íslenskukennslu og móðurmálskennslu til að blómstra. Ef tungumálið er brú, þá verðum við að reisa hana, vera með fjölbreyttar lausnir og hafa umburðarlyndi fyrir því að það að læra nýtt tungumál tekur tíma. Annað dæmi er stafræna umhverfið. Stafræna umhverfið hefur umbylt mjög mörgu og á að einfalda líf fólks. En umsóknir eru flóknar, textar tyrfnir og upplýsingar stundum að finna í löngum PDF-skjalaskógum. Þá er ekki skrítið að fólk, sem hefur ekki fulla tök á tungumálinu gefist upp. Við myndum gera það flest. Ný fjölmenningarstefna Ég er ánægð að sjá að ný fjölmenningarstefna, sem við ræðum í borgarstjórn í dag, tekur á mörgu af ofangreindu. Mér finnst sérstaklega jákvætt að hún byggi á hugtakinu inngilding. Það er ekki bara að taka á móti fólki, heldur að gera ráð fyrir fjölbreytileika frá upphafi. Þar er grundvallarmunur. Allur innri rekstur borgarinnar og svið fá í þessari stefnu verkefni og skýr skilaboð um að bæta menningu og stjórnun. Dæmi um það er að fjölga starfsfólki með fjölbreyttan bakgrunn, að tryggja íslenskunám á vinnutíma, að styrkja foreldrasamstarf í skólum og gera úttekt á tungumálanotkun í stafrænum kerfum. Þetta eru atriði sem skipta máli. Líka fyrir fólk sem er ekki af erlendum uppruna. Fólk sem á erfitt með stafrænar lausnir. Fólk sem vill skýrari upplýsingar og einfaldara kerfi. Við gætum öll þurft á þessu að halda á einhverjum tímapunkti. Við verðum að vita hvernig gengur Stefnan er góð. En hún mun ekki framkvæma sig sjálf. Það sem vantar eru skýrir mælikvarðar, tímalínur, ábyrgð og fjármögnun. Án þess verður stefnan eins og lítið jólaljós í glugga, falleg en lýsir ekkert upp. Við í Viðreisn viljum að borgin gefi út reglulega stöðu- og framvinduskýrslu, með því sem hefur áunnist og því sem eftir er. Við viljum líka að borgin fjármagni þessa stefnu af alvöru. Það er ekki hægt að byggja inngildingu á góðum vilja eingöngu. Fjölmenning er ekki vandamál heldur auðlind til að virkja Það er hefð fyrir því að ræða fjölmenningu sem áskorun en hún er að mínu mati í raun fjárfesting. Fjölmenning bætir vinnumarkaðinn. Hún styrkir menningarlífið. Hún eflir lýðræði og samfélagslega virkni og hún bætir líf allra, því þegar kerfi verða aðgengilegri fyrir hinn „erlenda“ íbúa, verða þau líka betri fyrir hinn „innlenda“. Það er eins og að setja ramp við tröppur, það hjálpar þeim sem þurfa á honum að halda en nýtist svo öllum. Við í Viðreisn viljum borg þar sem þú getur verið þú Við viljum borg þar sem kerfið verður stoð en ekki hindrun. Borg þar sem allskonar fólk passar inn. Borg þar sem fjölbreytileikinn er ekki bara sýnilegur heldur fagnað og ávallt velkominn. Reykjavík verður sterkari þegar hún hættir að bíða eftir því að allir verði eins. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar