Þurfum að vera á tánum til að halda okkur á toppnum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. janúar 2011 14:49 Vísir ræddi ítarlega við Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara eftir lokaleik íslenska liðsins á HM. Þar var Guðmundur meðal annars spurður út í framtíðina og hvort íslenska liðið væri að fjarlægjast þau bestu á nýjan leik. "Við þurfum að skoða hvað gerðist. Við spiluðum frábærlega í riðlinum en þar var enginn léttur leikur. Við þurftum að spila alla leiki á fullri ferð. Síðustu tveir leikirnir gegn Austurríki og Noregi voru síðan gríðarlega erfiðir. "Við hittum ekki á það gegn Þjóðverjum á meðan þeir eiga mjög góðan leik. Það verður spennufall enda vonbrigðin mikil þar sem við ætluðum okkur meira. Við ætluðum okkur í undanúrslit og menn sáu þann möguleika hverfa sér eftir þann leik. "Eftir það var á brattann að sækja. Engu að síður er ég geri þetta upp er ekki hægt að kvarta. Ef það hefði verið sagt við mig fyrir mót hvort það væri gott að ná einu af sex efstu sætunum og sæti í undankeppni ÓL þá hefðu flestir sagt já. "Það var ekki innistæða fyrir betri árangri á þessu móti. Ég var svartsýnn í október en okkur tókst að búa til frábæra vörn á fáum dögum. Hún skilaði okkur þessu sjötta sæti og það í riðlinum. Ég er ánægður með það en engu að síður vorum við ekki nógu góðir til að fara lengra að þessu sinni. Við verðum að átta okkur á því," sagði Guðmundur og staðfesti að liðið hefði sett stefnuna á gullið. Ísland tapaði sannfærandi fyrir Spánverjum og Frökkum og lá svo einnig fyrir Króatíu. Er Ísland að fjarlægjast þessi lið á nýjan leik? "Ég held við verðum að skoða okkar gang. Ég var samt sáttur við sóknarleikinn gegn Frökkum en við gáfum eftir varnarlega. "Ég held við séum ekki að fjarlægjast þessi lið en við verðum að vera á tánum til þess að halda okkur á toppnum. Ef efstu liðin eru skoðuð geta allir unnið hvorn annan. Við erum nálægt efstu liðunum," sagði Guðmundur en verður hann áfram með landsliðið? "Eins og staðan er í dag er ekkert annað í spilunum. Við sjáum hvað verður. Nú þarf aðeins að fá frí og hugsa málið og svo sjáum við hvað setur." Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Vísir ræddi ítarlega við Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara eftir lokaleik íslenska liðsins á HM. Þar var Guðmundur meðal annars spurður út í framtíðina og hvort íslenska liðið væri að fjarlægjast þau bestu á nýjan leik. "Við þurfum að skoða hvað gerðist. Við spiluðum frábærlega í riðlinum en þar var enginn léttur leikur. Við þurftum að spila alla leiki á fullri ferð. Síðustu tveir leikirnir gegn Austurríki og Noregi voru síðan gríðarlega erfiðir. "Við hittum ekki á það gegn Þjóðverjum á meðan þeir eiga mjög góðan leik. Það verður spennufall enda vonbrigðin mikil þar sem við ætluðum okkur meira. Við ætluðum okkur í undanúrslit og menn sáu þann möguleika hverfa sér eftir þann leik. "Eftir það var á brattann að sækja. Engu að síður er ég geri þetta upp er ekki hægt að kvarta. Ef það hefði verið sagt við mig fyrir mót hvort það væri gott að ná einu af sex efstu sætunum og sæti í undankeppni ÓL þá hefðu flestir sagt já. "Það var ekki innistæða fyrir betri árangri á þessu móti. Ég var svartsýnn í október en okkur tókst að búa til frábæra vörn á fáum dögum. Hún skilaði okkur þessu sjötta sæti og það í riðlinum. Ég er ánægður með það en engu að síður vorum við ekki nógu góðir til að fara lengra að þessu sinni. Við verðum að átta okkur á því," sagði Guðmundur og staðfesti að liðið hefði sett stefnuna á gullið. Ísland tapaði sannfærandi fyrir Spánverjum og Frökkum og lá svo einnig fyrir Króatíu. Er Ísland að fjarlægjast þessi lið á nýjan leik? "Ég held við verðum að skoða okkar gang. Ég var samt sáttur við sóknarleikinn gegn Frökkum en við gáfum eftir varnarlega. "Ég held við séum ekki að fjarlægjast þessi lið en við verðum að vera á tánum til þess að halda okkur á toppnum. Ef efstu liðin eru skoðuð geta allir unnið hvorn annan. Við erum nálægt efstu liðunum," sagði Guðmundur en verður hann áfram með landsliðið? "Eins og staðan er í dag er ekkert annað í spilunum. Við sjáum hvað verður. Nú þarf aðeins að fá frí og hugsa málið og svo sjáum við hvað setur."
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Sjá meira