Ólafur Ragnar: Þurfum að treysta fólkinu í landinu 13. febrúar 2011 14:02 Ólafur Ragnar Grímsson. „Stjórnskipunin er ekki þannig vaxin að forsetinn velti fyrir sér hvort hann eigi að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í fyrsta ítarlega viðtalinu sem hann gefur fjölmiðlum í þrettán mánuði. Það var Egill Helgason sem ræddi við hann í Silfri Egils í dag en þar sagðist forsetinn ekki hafa ákveðið hvernig hann myndi bregðast við þegar nýtt Icesave-frumvarp verður lagt inn á hans borð til staðfestingar eða synjunar. Ólafur Ragnar hafði hinsvegar skýr skilaboð að færa til þingsins þar sem hann sagði mikilvægast fyrir þingheim að sannfæra þjóðina um að ákvörðunin væri rétt. Hann sagði skorta á samræðum þings og þjóðar um málið. Almennt sagðist hann hlynntur því að þjóðin hefði ávallt síðasta orðið enda réði hún, ekki forystan sem hún kysi að hverju sinni. Ólafur Ragnar sagðist hafa dregið afar dýrmætan lærdóm af síðustu tveimur ákvörðunum sínum um synjun laga til staðfestingar, sem var fyrst árið 2004, þegar forsetinn neitað að samþykkja fjölmiðlalögin umdeildu, og svo í janúar á síðasta ári, þar sem hann synjaði Icesave-frumarpi númer 2 staðfestingar, sem var síðar kolfellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar segir að ýmsir höfðu spáð hinu versta synjaði hann lögunum. Það kom þó á daginn að dómsdagsspár þeirra rættust ekki, heldur naut þjóðin góðs af. „Niðurstaðan er sú að við þurfum að treysta fólkinu í landinu," sagði forsetinn sem telur nýjan samning mun betri en sá eldri, enda grundvallarmunur á þeim tveimur að mati Ólafs. Icesave Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Stjórnskipunin er ekki þannig vaxin að forsetinn velti fyrir sér hvort hann eigi að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í fyrsta ítarlega viðtalinu sem hann gefur fjölmiðlum í þrettán mánuði. Það var Egill Helgason sem ræddi við hann í Silfri Egils í dag en þar sagðist forsetinn ekki hafa ákveðið hvernig hann myndi bregðast við þegar nýtt Icesave-frumvarp verður lagt inn á hans borð til staðfestingar eða synjunar. Ólafur Ragnar hafði hinsvegar skýr skilaboð að færa til þingsins þar sem hann sagði mikilvægast fyrir þingheim að sannfæra þjóðina um að ákvörðunin væri rétt. Hann sagði skorta á samræðum þings og þjóðar um málið. Almennt sagðist hann hlynntur því að þjóðin hefði ávallt síðasta orðið enda réði hún, ekki forystan sem hún kysi að hverju sinni. Ólafur Ragnar sagðist hafa dregið afar dýrmætan lærdóm af síðustu tveimur ákvörðunum sínum um synjun laga til staðfestingar, sem var fyrst árið 2004, þegar forsetinn neitað að samþykkja fjölmiðlalögin umdeildu, og svo í janúar á síðasta ári, þar sem hann synjaði Icesave-frumarpi númer 2 staðfestingar, sem var síðar kolfellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar segir að ýmsir höfðu spáð hinu versta synjaði hann lögunum. Það kom þó á daginn að dómsdagsspár þeirra rættust ekki, heldur naut þjóðin góðs af. „Niðurstaðan er sú að við þurfum að treysta fólkinu í landinu," sagði forsetinn sem telur nýjan samning mun betri en sá eldri, enda grundvallarmunur á þeim tveimur að mati Ólafs.
Icesave Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira