Guðmundur: Dómararnir tóku af okkur sjö víti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2011 20:08 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari var ekki sáttur með serbnesku dómarana eftir 24-27 tap á móti Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins í milliriðli á HM í handbolta í kvöld. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann Stöðvar 2 Sport, eftir leikinn. „Varnarleikurinn var ekki næginlega sannfærandi og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við það bætist að þeir skoruðu alltof mikið úr hröðum upphlaupum," sagði Guðmundur. „Við komum til baka í síðari hálfleik og lögðuðum varnarleikinn en það dugði ekki til. Við vorum komnir ansi nálægt þeim en það vantaði upp á að við næðum að fylgja því eftir," sagði Guðmundur. „Þjóðverjar spiluðu mjög vel og við náðum okkur ekki næginlega á strik í sókninni í síðari hálfleik. Við erum að skora einhver ellefu mörk á þá í síðari hálfleik og það er bara of lítið," sagði Guðmundur. „Við getum sjálfum okkur um kennt en við erum hundsvekktir með dómara leiksins og skiljum ekki þessa dómgæslu. Okkur finnst að það hafi verið tekin af okkur einhver sjö víti og það eru líka tekin af okkur mörk þegar þeir flauta á óskiljanlegan hátt þegar við erum að koma boltanum í netið. Það var líka dæmdur ruðningur á Alexander Petersson sem var algjört rugl," sagði Guðmundur og bætti við: „Þeir geta skoðað þetta á myndbandi og þá sjá þeir hvað var í gangi hérna," sagði Guðmundur. „Við erum mjög svekktir með dómgæsluna en við þurfum fyrst og síðast að kíkja á varnarleikinn okkar því það tók okkur of langan tíma að fá hann í gang. Nú er bara að halda áfram og taka næsta leik. Við förum ekki í gegnum þessa heimsmeistarakeppni taplausir þannig að við erum því búnir að taka það út," sagði Guðmundur en íslenska liðið mætir Spánverjum í næsta leik á mánudaginn. „Spænska liðið er ógnarsterkt og þeir unnu Norðmenn hérna áðan. Þegar þú ert kominn þetta langt þá þarftu að spila frábærlega í hverjum leik. Þetta eru frábær lið sem við erum að mæta núna og með betri handboltaliðum í heiminum í dag. Þegar þú ert kominn í milliriðill þá mætir þú góðum liðum því það eru ekkert eftir nema góð lið þar," sagði Guðmundur að lokum. Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari var ekki sáttur með serbnesku dómarana eftir 24-27 tap á móti Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins í milliriðli á HM í handbolta í kvöld. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann Stöðvar 2 Sport, eftir leikinn. „Varnarleikurinn var ekki næginlega sannfærandi og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við það bætist að þeir skoruðu alltof mikið úr hröðum upphlaupum," sagði Guðmundur. „Við komum til baka í síðari hálfleik og lögðuðum varnarleikinn en það dugði ekki til. Við vorum komnir ansi nálægt þeim en það vantaði upp á að við næðum að fylgja því eftir," sagði Guðmundur. „Þjóðverjar spiluðu mjög vel og við náðum okkur ekki næginlega á strik í sókninni í síðari hálfleik. Við erum að skora einhver ellefu mörk á þá í síðari hálfleik og það er bara of lítið," sagði Guðmundur. „Við getum sjálfum okkur um kennt en við erum hundsvekktir með dómara leiksins og skiljum ekki þessa dómgæslu. Okkur finnst að það hafi verið tekin af okkur einhver sjö víti og það eru líka tekin af okkur mörk þegar þeir flauta á óskiljanlegan hátt þegar við erum að koma boltanum í netið. Það var líka dæmdur ruðningur á Alexander Petersson sem var algjört rugl," sagði Guðmundur og bætti við: „Þeir geta skoðað þetta á myndbandi og þá sjá þeir hvað var í gangi hérna," sagði Guðmundur. „Við erum mjög svekktir með dómgæsluna en við þurfum fyrst og síðast að kíkja á varnarleikinn okkar því það tók okkur of langan tíma að fá hann í gang. Nú er bara að halda áfram og taka næsta leik. Við förum ekki í gegnum þessa heimsmeistarakeppni taplausir þannig að við erum því búnir að taka það út," sagði Guðmundur en íslenska liðið mætir Spánverjum í næsta leik á mánudaginn. „Spænska liðið er ógnarsterkt og þeir unnu Norðmenn hérna áðan. Þegar þú ert kominn þetta langt þá þarftu að spila frábærlega í hverjum leik. Þetta eru frábær lið sem við erum að mæta núna og með betri handboltaliðum í heiminum í dag. Þegar þú ert kominn í milliriðill þá mætir þú góðum liðum því það eru ekkert eftir nema góð lið þar," sagði Guðmundur að lokum.
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira