Baltasar Kormákur kominn með hús í New Orleans 27. janúar 2011 09:00 Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur segir að tökur á endurgerð Reykjavík-Rotterdam gangi vel í New Orleans. Samstarf hans og stórstjörnunnar Mark Wahlberg hefur verið með ágætum. Fréttablaðið/Anton „Okkur hefur gengið mjög vel. Við erum komin vel inn í aðra viku og það er allt á plani, bæði hvað varðar tökur og fjárhagsáætlun, þannig að ég gæti ekki verið sáttari," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Hann er nú staddur í New Orleans þar sem tökur á Contraband, amerísku útgáfunni af Reykjavík-Rotterdam, standa yfir. Baltasar er kominn með hús í borginni enda segist hann ekki geta hugsað þá hugsun til enda að búa á hóteli í allan þennan tíma. „Og maður fer bara heim strax eftir vinnu til að sofa enda langir vinnudagar, það eru tökur í tólf tíma og svo tekur alltaf sinn tíma að undirbúa allt. Ef maður á síðan frí er maður bara að skipuleggja næstu daga." Baltasar er núna einn úti á meðan fjölskyldan er heima á Íslandi. Hann segir það vissulega erfitt. „Þau voru hérna hjá mér á meðan undirbúningurinn var í fullum gangi, fóru í skóla í New Orleans og lærðu smá ensku. Sem var bara gott," segir Baltasar. Hann ber New Orleans vel söguna. „Það er flottur „fílingur" í borginni, hún er mun nær Evrópu en aðrar amerískar borgir, það er blús í loftinu en ekki þessi vanillulykt eins og í mörgum öðrum bandarískum borgum." Þótt Baltasar sé eini Íslendingurinn á tökustað, enn sem komið er, er hann ekki alveg yfirgefinn. „Elísabet Ronaldsdóttir grófklippir efnið með mér og svo er Aron Hjartarson frá eftirvinnslufyrirtækinu Framestore að fylgjast með. Íslenska útibúið mun sjá um eftirvinnslu myndarinnar þegar þar að kemur og það er auðvitað frábært fyrir mig að geta fylgst með því heima á Íslandi." Baltasar kveðst annars ekki hafa yfir neinu að kvarta en kveðst þó sakna íslenskunnar, það geti stundum tekið á að gefa skipanir á ensku alla daga. Eins og margoft hefur komið fram leikur Mark Wahlberg aðalhlutverkið í myndinni en hann er einnig einn af framleiðendum myndarinnar. Baltasar segir samstarfið við stórstjörnuna hafa gengið vonum framar, Wahlberg hafi í einu orði sagt verið frábær. Leikarinn hefur engu að síður haft í mörg horn að líta þennan fyrsta mánuð ársins því kvikmynd hans The Fighter, sem hann leikur bæði aðalhlutverkið í og framleiðir, hefur verið tilnefnd til allra helstu kvikmyndaverðlauna Bandaríkjanna: Golden Globe og nú síðast Óskarsverðlauna en þar var hún tilnefnd til sjö verðlauna, þar á meðal sem besta myndin. „Hann er búinn að vera mikið á ferðinni, flýgur til Los Angeles á föstudagskvöldum og kemur aftur á sunnudögum. En þetta er auðvitað alveg frábært fyrir hann og hann er búinn að eiga virkilega gott ár." freyrgigja@frettabladid.is Golden Globes Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
„Okkur hefur gengið mjög vel. Við erum komin vel inn í aðra viku og það er allt á plani, bæði hvað varðar tökur og fjárhagsáætlun, þannig að ég gæti ekki verið sáttari," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Hann er nú staddur í New Orleans þar sem tökur á Contraband, amerísku útgáfunni af Reykjavík-Rotterdam, standa yfir. Baltasar er kominn með hús í borginni enda segist hann ekki geta hugsað þá hugsun til enda að búa á hóteli í allan þennan tíma. „Og maður fer bara heim strax eftir vinnu til að sofa enda langir vinnudagar, það eru tökur í tólf tíma og svo tekur alltaf sinn tíma að undirbúa allt. Ef maður á síðan frí er maður bara að skipuleggja næstu daga." Baltasar er núna einn úti á meðan fjölskyldan er heima á Íslandi. Hann segir það vissulega erfitt. „Þau voru hérna hjá mér á meðan undirbúningurinn var í fullum gangi, fóru í skóla í New Orleans og lærðu smá ensku. Sem var bara gott," segir Baltasar. Hann ber New Orleans vel söguna. „Það er flottur „fílingur" í borginni, hún er mun nær Evrópu en aðrar amerískar borgir, það er blús í loftinu en ekki þessi vanillulykt eins og í mörgum öðrum bandarískum borgum." Þótt Baltasar sé eini Íslendingurinn á tökustað, enn sem komið er, er hann ekki alveg yfirgefinn. „Elísabet Ronaldsdóttir grófklippir efnið með mér og svo er Aron Hjartarson frá eftirvinnslufyrirtækinu Framestore að fylgjast með. Íslenska útibúið mun sjá um eftirvinnslu myndarinnar þegar þar að kemur og það er auðvitað frábært fyrir mig að geta fylgst með því heima á Íslandi." Baltasar kveðst annars ekki hafa yfir neinu að kvarta en kveðst þó sakna íslenskunnar, það geti stundum tekið á að gefa skipanir á ensku alla daga. Eins og margoft hefur komið fram leikur Mark Wahlberg aðalhlutverkið í myndinni en hann er einnig einn af framleiðendum myndarinnar. Baltasar segir samstarfið við stórstjörnuna hafa gengið vonum framar, Wahlberg hafi í einu orði sagt verið frábær. Leikarinn hefur engu að síður haft í mörg horn að líta þennan fyrsta mánuð ársins því kvikmynd hans The Fighter, sem hann leikur bæði aðalhlutverkið í og framleiðir, hefur verið tilnefnd til allra helstu kvikmyndaverðlauna Bandaríkjanna: Golden Globe og nú síðast Óskarsverðlauna en þar var hún tilnefnd til sjö verðlauna, þar á meðal sem besta myndin. „Hann er búinn að vera mikið á ferðinni, flýgur til Los Angeles á föstudagskvöldum og kemur aftur á sunnudögum. En þetta er auðvitað alveg frábært fyrir hann og hann er búinn að eiga virkilega gott ár." freyrgigja@frettabladid.is
Golden Globes Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira