Norðurslóðir í deiglunni Össur Skarphéðinsson skrifar 20. janúar 2011 06:15 Loftslagsbreytingar hafa fært næsta umhverfi okkar, norðrið, nær hringiðu heimsmálanna. Hlýnun jarðar veldur því að ísþekja Norður-Íshafsins fer hraðminnkandi og nú stefnir í að áður torsótt haf- og strandsvæði opnist fyrir siglingum og auðlindanýtingu. Þessum breytingum fylgja tækifæri en líka hættur sem íslensk stjórnvöld þurfa að bregðast við jafnt heima fyrir og í samstarfi við önnur ríki. Alþjóðapólitísk ábyrgð og vægi Íslands og annarra norðurskautsríkja mun fara vaxandi og stjórnvöld þurfa að skilgreina og tryggja hagsmuni Íslands í ljósi þeirra breytinga sem eru óhjákvæmilegar. Á sama tíma verðum við að beita okkur af einurð fyrir alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum en þær hafa óvíða alvarlegri afleiðingar en á viðkvæma náttúru og samfélög á norðurslóðum.Stefna í málefnum norðurslóða Málefni norðurslóða eru eitt af kjarnamálum í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar og nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga mín um norðurslóðastefnu Íslands. Þar eru sett fram skýr stefnumið er miða að því að tryggja hagsmuni Íslendinga á sviði auðlindanýtingar, siglinga, umhverfismála og sjálfbærrar þróunar. Eitt af grundvallaratriðum norðurslóðastefnu Íslands er að tryggja að Ísland hafi bein áhrif á þróun og alþjóðlega ákvarðanatöku í málefnum svæðisins. Ísland á bæði land og hafsvæði innan norðurheimskautsbaugs og engum dylst að Íslendingar reiða sig á viðkvæm náttúrugæði norðurslóða s.s. við fiskveiðar, ferðaþjónustu og orkuvinnslu. Ábyrgur málflutningur í alþjóðasamskiptum auk lagalegra, visfræðilegra og efnhagslegra raka gegnir hér lykilhlutverki. Jafnframt er í stefnunni lagt til að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir víðtækri skilgreiningu á norðurslóðum sem byggi ekki aðeins á landfræðilegri afmörkun heldur tryggi að undir norðurslóðir falli einnig lönd og svæði sem tengjast því nánum böndum gegnum efnahagsleg, samfélagsleg, pólitísk og öryggistengd vensl. Norðurskautsráðið er mikilvægasti vettvangur alþjóðlegrar samvinnu og stefnumótunar um hagsmunamál norðurskautsríkjanna átta; Bandaríkjanna, Danmerkur f.h. Grænlands, Finnlands, Íslands, Kanada, Noregs, Rússlands og Svíþjóðar. Tillagan kveður skýrt á um að efla beri ráðið til að takast á við yfirstandandi breytingar og vaxandi áhuga alþjóðasamfélagsins á málefnum norðurslóða. Það er sérstakt ánægjuefni að aðildarríki Norðurskautsráðsins skyldu ljúka viðræðum um fyrsta bindandi alþjóðasamninginn um leit og björgun á norðurslóðum í Reykjavík fyrir skemmstu. Hann er mikilvægt fordæmi fyrir frekari samningagerð s.s. um mengunarvarnir og vöktun á norðurhöfum. Málefni hafsins eru eðli málsins samkvæmt samþætt hagsmunum Íslands á norðurslóðum. Íslendingar þurfa að standa vörð um Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og vinna að því að hann verði lagður til grundvallar við úrlausn allra álitamála er tengjast nýtingu hafsins. Íslendingar voru leiðandi við gerð Hafréttarsamningsins og mikilvægt er að tryggja áframhaldandi samningagerð og samvinnu við önnur ríki um málefni er varða hagsmuni Íslands. Þetta varðar öryggishagsmuni, rannsóknir og viðbúnað til eftirlits og mengunarvarna. Sömuleiðis verða Íslendingar að beita sér gegn hervæðingu svæðisins. Norðurslóðir mega aldrei aftur verða vettvangur vígbúnaðarkapphlaups eða stórveldaspennu. Nú er tækifæri að gera svæðið að fyrirmynd um alþjóðlega samvinnu um sameiginlega hagsmuni, frið og öryggi. Það er mikilvægt að efnahagsþróun á norðurslóðum stuðli að lífvænlegri samfélögum og hagsæld fyrir alla íbúa svæðisins, líka Ísland. Stefna okkar þarf að tryggja að íslenskir aðilar, sem búa yfir þekkingu, tækni og reynslu sem falla að aðstæðum norðurslóða, geti nýtt sér þau tækifæri sem kunna að skapast í kjölfar vaxandi efnahagsumsvifa tengdum auðlindanýtingu, ferðaþjónustu, siglingum og rannsóknum. Vísindarannsóknir og fræðsla um málefni norðurheimsskautsvæðsins eru forsenda ábyrgrar þátttöku Íslendinga í umræðu og ákvarðanatöku um framtíðarþróun þess. Því þarf að efla þátttöku íslenskra fræðimanna í alþjóðlegu samstarfi um vísindarannsóknir og fræðslu og leggja rækt við innlent vísindastarf. Fjárfesting í rannsóknum á öllum þáttum norðurslóða getur ekki annað en styrkt stöðu okkar gagnvart öðrum þjóðum svæðisins, og byggt undir málstað okkar. Síðast en ekki síst þurfum við að efna til öflugs samráðs og skoðanaskipta innanlands um stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki. Sú stefna stjórnvalda sem nú hefur verið lögð fram, er fyrsta skrefið.Nokkrar staðreyndirTalið er að um 13% af ófundnum olíulindum og 30% af gaslindum sé að finna á norðurskautssvæðinu.Með opnun nýrra skipaleiða vegna bráðnunar íss á norðurslóðum er áætlað að siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu styttist um 40%.Ísland er ásamt Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð aðildarríki að Norðurskautsráðinu sem stofnað var 1996 í Ottawa, Kanada. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Össur Skarphéðinsson Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar hafa fært næsta umhverfi okkar, norðrið, nær hringiðu heimsmálanna. Hlýnun jarðar veldur því að ísþekja Norður-Íshafsins fer hraðminnkandi og nú stefnir í að áður torsótt haf- og strandsvæði opnist fyrir siglingum og auðlindanýtingu. Þessum breytingum fylgja tækifæri en líka hættur sem íslensk stjórnvöld þurfa að bregðast við jafnt heima fyrir og í samstarfi við önnur ríki. Alþjóðapólitísk ábyrgð og vægi Íslands og annarra norðurskautsríkja mun fara vaxandi og stjórnvöld þurfa að skilgreina og tryggja hagsmuni Íslands í ljósi þeirra breytinga sem eru óhjákvæmilegar. Á sama tíma verðum við að beita okkur af einurð fyrir alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum en þær hafa óvíða alvarlegri afleiðingar en á viðkvæma náttúru og samfélög á norðurslóðum.Stefna í málefnum norðurslóða Málefni norðurslóða eru eitt af kjarnamálum í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar og nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga mín um norðurslóðastefnu Íslands. Þar eru sett fram skýr stefnumið er miða að því að tryggja hagsmuni Íslendinga á sviði auðlindanýtingar, siglinga, umhverfismála og sjálfbærrar þróunar. Eitt af grundvallaratriðum norðurslóðastefnu Íslands er að tryggja að Ísland hafi bein áhrif á þróun og alþjóðlega ákvarðanatöku í málefnum svæðisins. Ísland á bæði land og hafsvæði innan norðurheimskautsbaugs og engum dylst að Íslendingar reiða sig á viðkvæm náttúrugæði norðurslóða s.s. við fiskveiðar, ferðaþjónustu og orkuvinnslu. Ábyrgur málflutningur í alþjóðasamskiptum auk lagalegra, visfræðilegra og efnhagslegra raka gegnir hér lykilhlutverki. Jafnframt er í stefnunni lagt til að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir víðtækri skilgreiningu á norðurslóðum sem byggi ekki aðeins á landfræðilegri afmörkun heldur tryggi að undir norðurslóðir falli einnig lönd og svæði sem tengjast því nánum böndum gegnum efnahagsleg, samfélagsleg, pólitísk og öryggistengd vensl. Norðurskautsráðið er mikilvægasti vettvangur alþjóðlegrar samvinnu og stefnumótunar um hagsmunamál norðurskautsríkjanna átta; Bandaríkjanna, Danmerkur f.h. Grænlands, Finnlands, Íslands, Kanada, Noregs, Rússlands og Svíþjóðar. Tillagan kveður skýrt á um að efla beri ráðið til að takast á við yfirstandandi breytingar og vaxandi áhuga alþjóðasamfélagsins á málefnum norðurslóða. Það er sérstakt ánægjuefni að aðildarríki Norðurskautsráðsins skyldu ljúka viðræðum um fyrsta bindandi alþjóðasamninginn um leit og björgun á norðurslóðum í Reykjavík fyrir skemmstu. Hann er mikilvægt fordæmi fyrir frekari samningagerð s.s. um mengunarvarnir og vöktun á norðurhöfum. Málefni hafsins eru eðli málsins samkvæmt samþætt hagsmunum Íslands á norðurslóðum. Íslendingar þurfa að standa vörð um Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og vinna að því að hann verði lagður til grundvallar við úrlausn allra álitamála er tengjast nýtingu hafsins. Íslendingar voru leiðandi við gerð Hafréttarsamningsins og mikilvægt er að tryggja áframhaldandi samningagerð og samvinnu við önnur ríki um málefni er varða hagsmuni Íslands. Þetta varðar öryggishagsmuni, rannsóknir og viðbúnað til eftirlits og mengunarvarna. Sömuleiðis verða Íslendingar að beita sér gegn hervæðingu svæðisins. Norðurslóðir mega aldrei aftur verða vettvangur vígbúnaðarkapphlaups eða stórveldaspennu. Nú er tækifæri að gera svæðið að fyrirmynd um alþjóðlega samvinnu um sameiginlega hagsmuni, frið og öryggi. Það er mikilvægt að efnahagsþróun á norðurslóðum stuðli að lífvænlegri samfélögum og hagsæld fyrir alla íbúa svæðisins, líka Ísland. Stefna okkar þarf að tryggja að íslenskir aðilar, sem búa yfir þekkingu, tækni og reynslu sem falla að aðstæðum norðurslóða, geti nýtt sér þau tækifæri sem kunna að skapast í kjölfar vaxandi efnahagsumsvifa tengdum auðlindanýtingu, ferðaþjónustu, siglingum og rannsóknum. Vísindarannsóknir og fræðsla um málefni norðurheimsskautsvæðsins eru forsenda ábyrgrar þátttöku Íslendinga í umræðu og ákvarðanatöku um framtíðarþróun þess. Því þarf að efla þátttöku íslenskra fræðimanna í alþjóðlegu samstarfi um vísindarannsóknir og fræðslu og leggja rækt við innlent vísindastarf. Fjárfesting í rannsóknum á öllum þáttum norðurslóða getur ekki annað en styrkt stöðu okkar gagnvart öðrum þjóðum svæðisins, og byggt undir málstað okkar. Síðast en ekki síst þurfum við að efna til öflugs samráðs og skoðanaskipta innanlands um stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki. Sú stefna stjórnvalda sem nú hefur verið lögð fram, er fyrsta skrefið.Nokkrar staðreyndirTalið er að um 13% af ófundnum olíulindum og 30% af gaslindum sé að finna á norðurskautssvæðinu.Með opnun nýrra skipaleiða vegna bráðnunar íss á norðurslóðum er áætlað að siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu styttist um 40%.Ísland er ásamt Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð aðildarríki að Norðurskautsráðinu sem stofnað var 1996 í Ottawa, Kanada.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun