Siðaðra þjóða háttur Benedikt Jóhannesson skrifar 6. apríl 2011 07:00 Þegar fulltrúar allra helstu flokka sameinuðust um að skipa nýja samninganefnd um Icesave vorið 2010 gátu landsmenn verið vissir um að í nefndinni væru þeir menn sem best myndu halda á málstað Íslands. Færustu lögmenn sem vöruðu við undanslætti fyrri samninga. Það er einróma álit þeirra að ekki verði lengra náð með samningum en nú. Í nóvember 2008 sagði Björn Bjarnason frá því á vefsíðu sinni að ákveðið hefði verið að semja um málið: „Þegar samið er, hafa báðir nokkuð til síns máls. Ég hef aldrei hallast að þeirri skoðun, að samningar séu svik, þegar deilur milli ríkja eru leystar. Mér heyrist örla á því sjónarmiði í gagnrýni stjórnarandstöðu á samninginn um IceSave. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi – hins vegar má ekki greiða samninga of dýru verði eða afsala sér rétti til að halda lagaskilyrðum til haga og nýta lögfræðilega túlkun til hins ýtrasta." Þessi orð Björns eru eins og vegvísir að lokaáfanga samninganna. Samningamenn Íslands héldu svo vel á spilum að fyrir liggur samkomulag sem takmarkar mjög áhættu Íslendinga. Samkvæmt síðasta eignamati skilanefndar Landsbankans var skuldbinding ríkisins liðlega 25 milljarðar króna. Vegna þess hve varfærnislega eignir hafa verið metnar er mjög líklegt að þær verði meira virði. Sennilega munu útgjöld ríkisins verða milli 0 og 10 milljarðar króna þegar upp er staðið. Sumir telja það ríma illa við 26 milljarða króna greiðslu nú. Svo er ekki. Af þeim koma 20 milljarðar króna úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og liðlega 6 milljarðar lán úr ríkissjóði. 500 krónur á mánuðiÖllum finnst blóðugt að borga fyrir óreiðumenn. En málið snýst ekki lengur um það. Því má ekki gleyma að þeim var hleypt lausum og eftirlitsaðilar gættu þess ekki að þeir ættu eignir fyrir skuldum. Við getum litið á þetta sem sekt fyrir að óreiðumenn voru leiddir að peningum almennings. Greiðsla upp á 10 milljarða króna á fimm árum jafngildir 500 krónum á hvern einstakling á mánuði. Það jafngildir til dæmis pulsu og kókflösku á mánuði. Ef samningnum er hafnað hefur matsfyrirtæki boðað að lánshæfi Íslands fari í ruslflokk. Tryggvi Þór Herbertsson hefur reiknað það út að fjármögnunarkostnaður ríkisins verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum. Nei eykur áhættu Íslands af málinu sjálfu. Og lánakostnaður á ári vex meira en sem nemur heildarkostnaðinum við Icesave-samninginn. Við eigum að segja JÁ vegna þess að það er ódýrara og öruggara en nei. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi og það er skynsamra manna háttur að samþykkja góða samninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Icesave Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Þegar fulltrúar allra helstu flokka sameinuðust um að skipa nýja samninganefnd um Icesave vorið 2010 gátu landsmenn verið vissir um að í nefndinni væru þeir menn sem best myndu halda á málstað Íslands. Færustu lögmenn sem vöruðu við undanslætti fyrri samninga. Það er einróma álit þeirra að ekki verði lengra náð með samningum en nú. Í nóvember 2008 sagði Björn Bjarnason frá því á vefsíðu sinni að ákveðið hefði verið að semja um málið: „Þegar samið er, hafa báðir nokkuð til síns máls. Ég hef aldrei hallast að þeirri skoðun, að samningar séu svik, þegar deilur milli ríkja eru leystar. Mér heyrist örla á því sjónarmiði í gagnrýni stjórnarandstöðu á samninginn um IceSave. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi – hins vegar má ekki greiða samninga of dýru verði eða afsala sér rétti til að halda lagaskilyrðum til haga og nýta lögfræðilega túlkun til hins ýtrasta." Þessi orð Björns eru eins og vegvísir að lokaáfanga samninganna. Samningamenn Íslands héldu svo vel á spilum að fyrir liggur samkomulag sem takmarkar mjög áhættu Íslendinga. Samkvæmt síðasta eignamati skilanefndar Landsbankans var skuldbinding ríkisins liðlega 25 milljarðar króna. Vegna þess hve varfærnislega eignir hafa verið metnar er mjög líklegt að þær verði meira virði. Sennilega munu útgjöld ríkisins verða milli 0 og 10 milljarðar króna þegar upp er staðið. Sumir telja það ríma illa við 26 milljarða króna greiðslu nú. Svo er ekki. Af þeim koma 20 milljarðar króna úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og liðlega 6 milljarðar lán úr ríkissjóði. 500 krónur á mánuðiÖllum finnst blóðugt að borga fyrir óreiðumenn. En málið snýst ekki lengur um það. Því má ekki gleyma að þeim var hleypt lausum og eftirlitsaðilar gættu þess ekki að þeir ættu eignir fyrir skuldum. Við getum litið á þetta sem sekt fyrir að óreiðumenn voru leiddir að peningum almennings. Greiðsla upp á 10 milljarða króna á fimm árum jafngildir 500 krónum á hvern einstakling á mánuði. Það jafngildir til dæmis pulsu og kókflösku á mánuði. Ef samningnum er hafnað hefur matsfyrirtæki boðað að lánshæfi Íslands fari í ruslflokk. Tryggvi Þór Herbertsson hefur reiknað það út að fjármögnunarkostnaður ríkisins verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum. Nei eykur áhættu Íslands af málinu sjálfu. Og lánakostnaður á ári vex meira en sem nemur heildarkostnaðinum við Icesave-samninginn. Við eigum að segja JÁ vegna þess að það er ódýrara og öruggara en nei. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi og það er skynsamra manna háttur að samþykkja góða samninga.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun