Uppskipting fyrirtækja Andrés Magnússon og Orri Hauksson skrifar 28. apríl 2011 06:30 Sú breyting á samkeppnislögum sem Alþingi samþykkti á dögunum felur í sér gífurlega breytingu á núgildandi lagaumhverfi. Með umræddri breytingu er Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til þess að grípa inn í starfsemi fyrirtækja án þess fyrir liggi með skýrum hætti að um brot á samkeppnislögum hafi verið að ræða. Samkeppniseftirlitið mun því geta skipt upp fyrirtækjum eða fyrirskipað „breytingar á atferli og skipulagi" þeirra eins og það er kallað. Heimild þessi er bæði matskennd og óskýr og því órafjarri þeim skýrleika sem gera verður til löggjafar samkeppnismála. Fá ef nokkur dæmi eru til um sambærilegt framsal valds af hálfu löggjafans. Fremstu fræðimenn okkar á sviði samkeppnisréttar bentu á með sterkum rökum að hið nýja lagaákvæði samrýmist ekki ákvæði stjórnarskrár Íslands um vernd eignarréttar. Þeir bentu einnig á að Samkeppniseftirlitið hefur nú þegar víðtækar heimildir til aðgerða og auknar heimildir væru því óþarfar. Svo virðist sem Alþingi hafi virt skoðanir þeirra að vettugi. Sama á við um sjónarmið fjölmargra annarra s.s. hagsmunasamtaka atvinnulífsins. Erfitt er að una við það að lagaákvæði sem vega að stjórnarskrárbundnum réttindum séu lögfest án skýringa hvernig löggjafinn telji umrætt ákvæði samrýmast stjórnarskránni. Slík vinnubrögð löggjafans eru vart til þess fallin að auka tiltrú og traust meðal hins almenna borgara. Að búa við sæmilegt réttaröryggi er grundvallarkrafa sem almenningur gerir til Alþingis. Sú heimild til uppskiptingar fyrirtækja sem nú hefur verið lögfest er bæði opin og matskennd. Þar sem slík heimild er til staðar án þess að um skýrt brot á samkeppnislögum hafi verið að ræða, verður útilokað fyrir stjórnendur fyrirtækja að gera sér grein fyrir hvort samkeppnisyfirvöld séu líkleg til að grípa inn í rekstur þeirra. Réttaröryggi þeirra sem standa fyrir atvinnurekstri er þannig stórlega skert með lögunum. Atvinnulífið og samtök þess gera ekki aðrar kröfur en að samkeppnislöggjöf sé skýr og fyrirsjáanleg rétt eins og gerðar eru kröfur til fyrirtækja um skýra og gegnsæja starfshætti, greinargóða upplýsingaöflun og gott samstarf við samkeppnisyfirvöld. Óskýr lagaákvæði um mögulega uppskiptingu fyrirtækja kunna ennfremur að leiða til þess að stjórnun og rekstur fyrirtækja verði óskilvirkari. Síðast en ekki síst eykst tortryggni milli fyrirtækja og samkeppnisyfirvalda sem er afar óheppilegt miðað við atburði síðustu missera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sú breyting á samkeppnislögum sem Alþingi samþykkti á dögunum felur í sér gífurlega breytingu á núgildandi lagaumhverfi. Með umræddri breytingu er Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til þess að grípa inn í starfsemi fyrirtækja án þess fyrir liggi með skýrum hætti að um brot á samkeppnislögum hafi verið að ræða. Samkeppniseftirlitið mun því geta skipt upp fyrirtækjum eða fyrirskipað „breytingar á atferli og skipulagi" þeirra eins og það er kallað. Heimild þessi er bæði matskennd og óskýr og því órafjarri þeim skýrleika sem gera verður til löggjafar samkeppnismála. Fá ef nokkur dæmi eru til um sambærilegt framsal valds af hálfu löggjafans. Fremstu fræðimenn okkar á sviði samkeppnisréttar bentu á með sterkum rökum að hið nýja lagaákvæði samrýmist ekki ákvæði stjórnarskrár Íslands um vernd eignarréttar. Þeir bentu einnig á að Samkeppniseftirlitið hefur nú þegar víðtækar heimildir til aðgerða og auknar heimildir væru því óþarfar. Svo virðist sem Alþingi hafi virt skoðanir þeirra að vettugi. Sama á við um sjónarmið fjölmargra annarra s.s. hagsmunasamtaka atvinnulífsins. Erfitt er að una við það að lagaákvæði sem vega að stjórnarskrárbundnum réttindum séu lögfest án skýringa hvernig löggjafinn telji umrætt ákvæði samrýmast stjórnarskránni. Slík vinnubrögð löggjafans eru vart til þess fallin að auka tiltrú og traust meðal hins almenna borgara. Að búa við sæmilegt réttaröryggi er grundvallarkrafa sem almenningur gerir til Alþingis. Sú heimild til uppskiptingar fyrirtækja sem nú hefur verið lögfest er bæði opin og matskennd. Þar sem slík heimild er til staðar án þess að um skýrt brot á samkeppnislögum hafi verið að ræða, verður útilokað fyrir stjórnendur fyrirtækja að gera sér grein fyrir hvort samkeppnisyfirvöld séu líkleg til að grípa inn í rekstur þeirra. Réttaröryggi þeirra sem standa fyrir atvinnurekstri er þannig stórlega skert með lögunum. Atvinnulífið og samtök þess gera ekki aðrar kröfur en að samkeppnislöggjöf sé skýr og fyrirsjáanleg rétt eins og gerðar eru kröfur til fyrirtækja um skýra og gegnsæja starfshætti, greinargóða upplýsingaöflun og gott samstarf við samkeppnisyfirvöld. Óskýr lagaákvæði um mögulega uppskiptingu fyrirtækja kunna ennfremur að leiða til þess að stjórnun og rekstur fyrirtækja verði óskilvirkari. Síðast en ekki síst eykst tortryggni milli fyrirtækja og samkeppnisyfirvalda sem er afar óheppilegt miðað við atburði síðustu missera.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar