Seðlabankar hækka stýrivexti bráðlega Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 4. maí 2011 16:00 Almennt er búist við að helstu seðlabankar heimsins séu að snúa frá lágvaxtastefnu sinni sem verið hefur við lýði í á þriðja ár í baráttu sinni gegn verðhækkunum á olíu- og matvörumarkaði sem hefur keyrt upp verðbólgu víða um heim. Evrópski seðlabankinn reið á vaðið í nýliðnum mánuði og hækkaði stýrivexti um fjórðung úr prósentustigi. Við það fór vaxtastig úr einu prósenti í 1,25 og hefur það ekki verið hærra í tæp þrjú ár. Helsta ástæðan fyrir vaxtahækkuninni er sú að verðbólga jókst á evrusvæðinu í mánuðinum, fór úr 2,7 prósentum í mars í 2,8 prósent. Það er tæpu prósentustigi yfir verðbólgumarkmiðum evrópska seðlabankans. Vaxtahækkun hefur af sömu ástæðu legið um skeið í loftinu í Bandaríkjunum og Bretlandi, sem bæði flagga lægstu stýrivöxtum í sögulegu tilliti. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir fjármálasérfræðingum í Evrópu að aðstæður séu slíkar á myntsvæðinu að sennilegt sé að vextir verði hækkaðir frekar í næsta mánuði, jafnvel að þeir verði komnir í 1,75 prósent fyrir árslok. Jens Sondergaard, hagfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Nomura International í London, segir í samtali við fréttastofuna vaxtahækkun geta hamlað því að fasteignamarkaðurinn nái sér á strik eftir dýfu í fjármálakreppunni. „Það hefur dregið úr eftirspurn húsnæðislána. Við teljum að fólk viti ekki í hvorn fótinn það á að stíga," segir hann. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, varaði nýverið við að aukin verðbólga gæti haft neikvæð áhrif í Asíu, ekki síst á íbúa landanna. Mælt var með því að seðlabankar í álfunni brygðust við með aðhaldssamari fjármálastefnu en fram til þessa hefði tíðkast. Indverjar hafa ekki látið sitt eftir liggja. Seðlabanki landsins hækkaði stýrivexti í gær um hálft prósentustig og fór vaxtastig við það í 7,25 prósent. Breska ríkisútvarpið segir þetta snarpari hækkun en búist hafi verið við. Þetta var níunda stýrivaxtahækkun bankans á rúmu ári og liður í að draga úr þenslu efnahagslífsins. Verðbólga á Indlandi mældist 8,9 prósent í mars. Búist er við að aðgerðin muni draga hagvöxt niður í átta prósent á árinu. Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Almennt er búist við að helstu seðlabankar heimsins séu að snúa frá lágvaxtastefnu sinni sem verið hefur við lýði í á þriðja ár í baráttu sinni gegn verðhækkunum á olíu- og matvörumarkaði sem hefur keyrt upp verðbólgu víða um heim. Evrópski seðlabankinn reið á vaðið í nýliðnum mánuði og hækkaði stýrivexti um fjórðung úr prósentustigi. Við það fór vaxtastig úr einu prósenti í 1,25 og hefur það ekki verið hærra í tæp þrjú ár. Helsta ástæðan fyrir vaxtahækkuninni er sú að verðbólga jókst á evrusvæðinu í mánuðinum, fór úr 2,7 prósentum í mars í 2,8 prósent. Það er tæpu prósentustigi yfir verðbólgumarkmiðum evrópska seðlabankans. Vaxtahækkun hefur af sömu ástæðu legið um skeið í loftinu í Bandaríkjunum og Bretlandi, sem bæði flagga lægstu stýrivöxtum í sögulegu tilliti. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir fjármálasérfræðingum í Evrópu að aðstæður séu slíkar á myntsvæðinu að sennilegt sé að vextir verði hækkaðir frekar í næsta mánuði, jafnvel að þeir verði komnir í 1,75 prósent fyrir árslok. Jens Sondergaard, hagfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Nomura International í London, segir í samtali við fréttastofuna vaxtahækkun geta hamlað því að fasteignamarkaðurinn nái sér á strik eftir dýfu í fjármálakreppunni. „Það hefur dregið úr eftirspurn húsnæðislána. Við teljum að fólk viti ekki í hvorn fótinn það á að stíga," segir hann. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, varaði nýverið við að aukin verðbólga gæti haft neikvæð áhrif í Asíu, ekki síst á íbúa landanna. Mælt var með því að seðlabankar í álfunni brygðust við með aðhaldssamari fjármálastefnu en fram til þessa hefði tíðkast. Indverjar hafa ekki látið sitt eftir liggja. Seðlabanki landsins hækkaði stýrivexti í gær um hálft prósentustig og fór vaxtastig við það í 7,25 prósent. Breska ríkisútvarpið segir þetta snarpari hækkun en búist hafi verið við. Þetta var níunda stýrivaxtahækkun bankans á rúmu ári og liður í að draga úr þenslu efnahagslífsins. Verðbólga á Indlandi mældist 8,9 prósent í mars. Búist er við að aðgerðin muni draga hagvöxt niður í átta prósent á árinu.
Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira