United á sögulegum slóðum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. maí 2011 06:00 Darron Gibson skoraði eitt fjögurra marka Manchester United í gær og fagnar því hér með fyrirliðanum John O‘Shea. Nordic Photos / Getty Images Manchester United átti ekki í vandræðum með þýska liðið Schalke í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Liðið vann 4-1 sigur á heimavelli og samanlagt 6-1. Sir Alex Ferguson gat leyft sér að gera átta breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Skipti litlu þótt „varaliðið" léki í gær – yfirburðirnir voru algerir. Antonio Valencia og Darron Gibson – sem átti stórleik – skoruðu mörk United í fyrri hálfleik en Anderson skoraði tvisvar í þeim síðari. Jordao klóraði í bakkann fyrir Schalke, sem átti aldrei möguleika á Old Trafford. Ferguson viðurkenndi eftir leik að hafa velt fyrir sér hvort hann væri að gera mistök með liðsvalinu. „Ég er svo stoltur af strákunum. Þetta var undanúrslitaleikur og ég var ekki viss hvort þetta væri rétt ákvörðun hjá mér í svo mikilvægum leik. En ég er glaður að þetta fór svona vel." Manchester hefur þrisvar orðið Evrópumeistari, fyrst árið 1968 eftir sigur á Eusebio og félögum í Benfica í úrslitaleik sem fór fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum – þar sem úrslitaleikurinn fer einmitt fram í ár. Þetta var tíu árum eftir flugslysið skelfilega í München þar sem átta leikmenn liðsins létust. Matt Busby, stjóri liðsins, lifði slysið af, sem og Bobby Charlton, ein skærasta stjarna félagsins frá upphafi. Þeir fóru fyrir liði United sem vann Evróputitilinn árið 1968, fyrst enskra liða. Charlton skoraði tvívegis í leiknum, sem United vann 4-1. Nú verður andstæðingurinn Barcelona, sem vann allt sem hægt var að vinna fyrir tveimur árum og vill endurheimta titilinn nú. Liðinu hefur verið lýst sem einu því allra besta í knattspyrnusögunni og ljóst er að leikurinn hefur allt til að bera til að fara í sögubækurnar. Ferguson er nú að stýra United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Hann varð meistari með liðinu árið 1999 og svo aftur árið 2008. Liðið tapaði úrslitaleiknum árið 2009 fyrir Barcelona. „Þetta er frábært fyrir félagið," sagði Ferguson. „Ég hef margoft sagt að við hefðum átt að standa okkur betur í Meistaradeildinni í gegnum árin og ég tel að þetta lið geti unnið titilinn." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Fleiri fréttir Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Sjá meira
Manchester United átti ekki í vandræðum með þýska liðið Schalke í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Liðið vann 4-1 sigur á heimavelli og samanlagt 6-1. Sir Alex Ferguson gat leyft sér að gera átta breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Skipti litlu þótt „varaliðið" léki í gær – yfirburðirnir voru algerir. Antonio Valencia og Darron Gibson – sem átti stórleik – skoruðu mörk United í fyrri hálfleik en Anderson skoraði tvisvar í þeim síðari. Jordao klóraði í bakkann fyrir Schalke, sem átti aldrei möguleika á Old Trafford. Ferguson viðurkenndi eftir leik að hafa velt fyrir sér hvort hann væri að gera mistök með liðsvalinu. „Ég er svo stoltur af strákunum. Þetta var undanúrslitaleikur og ég var ekki viss hvort þetta væri rétt ákvörðun hjá mér í svo mikilvægum leik. En ég er glaður að þetta fór svona vel." Manchester hefur þrisvar orðið Evrópumeistari, fyrst árið 1968 eftir sigur á Eusebio og félögum í Benfica í úrslitaleik sem fór fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum – þar sem úrslitaleikurinn fer einmitt fram í ár. Þetta var tíu árum eftir flugslysið skelfilega í München þar sem átta leikmenn liðsins létust. Matt Busby, stjóri liðsins, lifði slysið af, sem og Bobby Charlton, ein skærasta stjarna félagsins frá upphafi. Þeir fóru fyrir liði United sem vann Evróputitilinn árið 1968, fyrst enskra liða. Charlton skoraði tvívegis í leiknum, sem United vann 4-1. Nú verður andstæðingurinn Barcelona, sem vann allt sem hægt var að vinna fyrir tveimur árum og vill endurheimta titilinn nú. Liðinu hefur verið lýst sem einu því allra besta í knattspyrnusögunni og ljóst er að leikurinn hefur allt til að bera til að fara í sögubækurnar. Ferguson er nú að stýra United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Hann varð meistari með liðinu árið 1999 og svo aftur árið 2008. Liðið tapaði úrslitaleiknum árið 2009 fyrir Barcelona. „Þetta er frábært fyrir félagið," sagði Ferguson. „Ég hef margoft sagt að við hefðum átt að standa okkur betur í Meistaradeildinni í gegnum árin og ég tel að þetta lið geti unnið titilinn."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Fleiri fréttir Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Sjá meira