Höll tónlistarinnar, hús fólksins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. maí 2011 06:00 Hún er risin, Harpa okkar er mætt á staðinn á fallegum stað við Austurhöfnina í Reykjavík. Ekki degi of snemma. Því eru þó ekki allir sammála. Sumir vildu reyndar strax á erfiðum haustdögum ársins 2008 hætta öllum framkvæmdum og aðrir jafna húsið við jörðu. Kannski að einhverju leyti skiljanleg viðbrögð á þeim tíma en sem betur fer varð enginn einhugur um þá leið. Í desember 2008 við fjárlagagerðarvinnu fyrir árið 2009 var þó fólk úr öllum flokkum sem lagði hart að þáverandi ábyrgðarmönnum framkvæmdarinnar, ráðherrum og borgarstjóra að fresta öllum aðgerðum við húsið, einhverjir til að fara auðveldu leiðina við að brúa fjárlagabilið en aðrir vegna rótgróinnar andstöðu við tónlistarhúsið sjálft. Í þessu sem öðru voru þetta skrýtnir tímar. Í ríkisstjórn er eðlilegt að hver fagráðherra haldi uppi ákveðnum vörnum og sjónarmiðum vegna framgangs verkefna sem undir hans ábyrgðarsvið heyra. Að sama skapi er ekki alltaf hægt að vænta stuðnings frá öðrum ráðherrum, ekki síst þegar erfðiðir tímar blasa við. Þeir ráðherrar sem enn sitja í ríkisstjórn frá árinu 2008 sýndu verkefninu um tónlistar- og ráðstefnuhús engan sérstakan áhuga meðan að þáverandi fjármálaráðherra en ekki síst forsætisráðherra, Geir H. Haarde, fylgdist með hverju skrefi sem tekið var og studdi þær ákvarðanir sem fyrir voru lagðar vegna fjárlagagerðarinnar. Svo verkefnið héldi áfram og yrði klárað. Borgarstjóri þáverandi stóð einnig vaktina í lok árs 2008 og hélt henni síðan áfram í samvinnu við núverandi mennta- og menningarmálaráðherra sem eflaust varð líka fyrir þrýstingi ýmsum. Eiga þær stöllur, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Katrín Jakobsdóttir mikinn heiður skilinn. Talandi um erfiða tíma þá hefði einnig verið afar þungbært að hætta framkvæmdum og þar með ákveða að um 600 Íslendingar, eins og smiðir, verkfræðingar, píparar, hönnuðir, tæknifræðingar, rafvirkjar, hefðu misst vinnuna á sama tíma og atvinnustig var hríðlækkandi í landinu. En einhvern veginn er eins og önnur lögmál gildi þegar kemur að uppbyggingu á sviði menningarmála. Eins og það sé erfitt að hugsa menninguna í stærra samhengi. Með Hörpu var tekinn slagur; slagur fyrir okkar glæsilegu Sinfóníuhljómsveit og eflingu tónlistar enn frekar í landinu. Sá slagur byrjaði fyrir meira en þremur áratugum og hefur staðið yfir sleitulaust síðan með hæðum og lægðum. Þar hafa margir lagt gjörva hönd á plóg sem seint verður fullþakkað. Mesta orrahríðin um framtíð Hörpu á lokadögum ársins 2008 sýnir að miklu skiptir að auka skilning á þeim andlegu og veraldlegu verðmætum sem listsköpun margs konar hefur fyrir samfélagið allt til lengri og skemmri tíma. Þar holar dropinn steininn. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa mun hafa mikil áhrif á menningarlíf og ferðamannaþjónustu okkar Íslendinga. Árið 2005 þegar tilkynnt var um hvaða tillaga hefði verið valin fyrir tónlistar- og ráðstefnuhúsið sagðist ég vona að við uppbyggingu hússins yrði haft hugfast að þessi höll tónlistarinnar yrði um leið hús fólksins í landinu. Á fyrstu dögum Hörpu eru sterk teikn á lofti að svo verði. Fullt er á fjölbreytta tónleika og viðburði margs konar langt fram í tímann. Öflugt fólk er við stjórnvölinn sem þekkir vel af mikilli reynslu þjóðarpúls okkar Íslendinga og hvaða aðdráttarafl þarf til að laða að útlendinga. Við sjáum það í löndum í kringum okkur hve vel rekin menningarhús með áhugaverðan og metnaðarfullan arkitektúr geta haft mikla þýðingu fyrir umhverfið sjálft. Nægir að nefna Óperuhúsin í Ósló og Kaupmannahöfn eða Guggenheimsafnið í Bilbao. Harpa er falleg, hún segir okkur að leggja ekki árar í bát heldur halda áfram, hún er fyrirheit um bjartsýni og ný tækifæri. Að við eigum að gefa sköpunarkraftinum lausan tauminn. Og njóta þess. Til hamingju með Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Sjá meira
Hún er risin, Harpa okkar er mætt á staðinn á fallegum stað við Austurhöfnina í Reykjavík. Ekki degi of snemma. Því eru þó ekki allir sammála. Sumir vildu reyndar strax á erfiðum haustdögum ársins 2008 hætta öllum framkvæmdum og aðrir jafna húsið við jörðu. Kannski að einhverju leyti skiljanleg viðbrögð á þeim tíma en sem betur fer varð enginn einhugur um þá leið. Í desember 2008 við fjárlagagerðarvinnu fyrir árið 2009 var þó fólk úr öllum flokkum sem lagði hart að þáverandi ábyrgðarmönnum framkvæmdarinnar, ráðherrum og borgarstjóra að fresta öllum aðgerðum við húsið, einhverjir til að fara auðveldu leiðina við að brúa fjárlagabilið en aðrir vegna rótgróinnar andstöðu við tónlistarhúsið sjálft. Í þessu sem öðru voru þetta skrýtnir tímar. Í ríkisstjórn er eðlilegt að hver fagráðherra haldi uppi ákveðnum vörnum og sjónarmiðum vegna framgangs verkefna sem undir hans ábyrgðarsvið heyra. Að sama skapi er ekki alltaf hægt að vænta stuðnings frá öðrum ráðherrum, ekki síst þegar erfðiðir tímar blasa við. Þeir ráðherrar sem enn sitja í ríkisstjórn frá árinu 2008 sýndu verkefninu um tónlistar- og ráðstefnuhús engan sérstakan áhuga meðan að þáverandi fjármálaráðherra en ekki síst forsætisráðherra, Geir H. Haarde, fylgdist með hverju skrefi sem tekið var og studdi þær ákvarðanir sem fyrir voru lagðar vegna fjárlagagerðarinnar. Svo verkefnið héldi áfram og yrði klárað. Borgarstjóri þáverandi stóð einnig vaktina í lok árs 2008 og hélt henni síðan áfram í samvinnu við núverandi mennta- og menningarmálaráðherra sem eflaust varð líka fyrir þrýstingi ýmsum. Eiga þær stöllur, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Katrín Jakobsdóttir mikinn heiður skilinn. Talandi um erfiða tíma þá hefði einnig verið afar þungbært að hætta framkvæmdum og þar með ákveða að um 600 Íslendingar, eins og smiðir, verkfræðingar, píparar, hönnuðir, tæknifræðingar, rafvirkjar, hefðu misst vinnuna á sama tíma og atvinnustig var hríðlækkandi í landinu. En einhvern veginn er eins og önnur lögmál gildi þegar kemur að uppbyggingu á sviði menningarmála. Eins og það sé erfitt að hugsa menninguna í stærra samhengi. Með Hörpu var tekinn slagur; slagur fyrir okkar glæsilegu Sinfóníuhljómsveit og eflingu tónlistar enn frekar í landinu. Sá slagur byrjaði fyrir meira en þremur áratugum og hefur staðið yfir sleitulaust síðan með hæðum og lægðum. Þar hafa margir lagt gjörva hönd á plóg sem seint verður fullþakkað. Mesta orrahríðin um framtíð Hörpu á lokadögum ársins 2008 sýnir að miklu skiptir að auka skilning á þeim andlegu og veraldlegu verðmætum sem listsköpun margs konar hefur fyrir samfélagið allt til lengri og skemmri tíma. Þar holar dropinn steininn. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa mun hafa mikil áhrif á menningarlíf og ferðamannaþjónustu okkar Íslendinga. Árið 2005 þegar tilkynnt var um hvaða tillaga hefði verið valin fyrir tónlistar- og ráðstefnuhúsið sagðist ég vona að við uppbyggingu hússins yrði haft hugfast að þessi höll tónlistarinnar yrði um leið hús fólksins í landinu. Á fyrstu dögum Hörpu eru sterk teikn á lofti að svo verði. Fullt er á fjölbreytta tónleika og viðburði margs konar langt fram í tímann. Öflugt fólk er við stjórnvölinn sem þekkir vel af mikilli reynslu þjóðarpúls okkar Íslendinga og hvaða aðdráttarafl þarf til að laða að útlendinga. Við sjáum það í löndum í kringum okkur hve vel rekin menningarhús með áhugaverðan og metnaðarfullan arkitektúr geta haft mikla þýðingu fyrir umhverfið sjálft. Nægir að nefna Óperuhúsin í Ósló og Kaupmannahöfn eða Guggenheimsafnið í Bilbao. Harpa er falleg, hún segir okkur að leggja ekki árar í bát heldur halda áfram, hún er fyrirheit um bjartsýni og ný tækifæri. Að við eigum að gefa sköpunarkraftinum lausan tauminn. Og njóta þess. Til hamingju með Hörpu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun