Höll tónlistarinnar, hús fólksins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. maí 2011 06:00 Hún er risin, Harpa okkar er mætt á staðinn á fallegum stað við Austurhöfnina í Reykjavík. Ekki degi of snemma. Því eru þó ekki allir sammála. Sumir vildu reyndar strax á erfiðum haustdögum ársins 2008 hætta öllum framkvæmdum og aðrir jafna húsið við jörðu. Kannski að einhverju leyti skiljanleg viðbrögð á þeim tíma en sem betur fer varð enginn einhugur um þá leið. Í desember 2008 við fjárlagagerðarvinnu fyrir árið 2009 var þó fólk úr öllum flokkum sem lagði hart að þáverandi ábyrgðarmönnum framkvæmdarinnar, ráðherrum og borgarstjóra að fresta öllum aðgerðum við húsið, einhverjir til að fara auðveldu leiðina við að brúa fjárlagabilið en aðrir vegna rótgróinnar andstöðu við tónlistarhúsið sjálft. Í þessu sem öðru voru þetta skrýtnir tímar. Í ríkisstjórn er eðlilegt að hver fagráðherra haldi uppi ákveðnum vörnum og sjónarmiðum vegna framgangs verkefna sem undir hans ábyrgðarsvið heyra. Að sama skapi er ekki alltaf hægt að vænta stuðnings frá öðrum ráðherrum, ekki síst þegar erfðiðir tímar blasa við. Þeir ráðherrar sem enn sitja í ríkisstjórn frá árinu 2008 sýndu verkefninu um tónlistar- og ráðstefnuhús engan sérstakan áhuga meðan að þáverandi fjármálaráðherra en ekki síst forsætisráðherra, Geir H. Haarde, fylgdist með hverju skrefi sem tekið var og studdi þær ákvarðanir sem fyrir voru lagðar vegna fjárlagagerðarinnar. Svo verkefnið héldi áfram og yrði klárað. Borgarstjóri þáverandi stóð einnig vaktina í lok árs 2008 og hélt henni síðan áfram í samvinnu við núverandi mennta- og menningarmálaráðherra sem eflaust varð líka fyrir þrýstingi ýmsum. Eiga þær stöllur, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Katrín Jakobsdóttir mikinn heiður skilinn. Talandi um erfiða tíma þá hefði einnig verið afar þungbært að hætta framkvæmdum og þar með ákveða að um 600 Íslendingar, eins og smiðir, verkfræðingar, píparar, hönnuðir, tæknifræðingar, rafvirkjar, hefðu misst vinnuna á sama tíma og atvinnustig var hríðlækkandi í landinu. En einhvern veginn er eins og önnur lögmál gildi þegar kemur að uppbyggingu á sviði menningarmála. Eins og það sé erfitt að hugsa menninguna í stærra samhengi. Með Hörpu var tekinn slagur; slagur fyrir okkar glæsilegu Sinfóníuhljómsveit og eflingu tónlistar enn frekar í landinu. Sá slagur byrjaði fyrir meira en þremur áratugum og hefur staðið yfir sleitulaust síðan með hæðum og lægðum. Þar hafa margir lagt gjörva hönd á plóg sem seint verður fullþakkað. Mesta orrahríðin um framtíð Hörpu á lokadögum ársins 2008 sýnir að miklu skiptir að auka skilning á þeim andlegu og veraldlegu verðmætum sem listsköpun margs konar hefur fyrir samfélagið allt til lengri og skemmri tíma. Þar holar dropinn steininn. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa mun hafa mikil áhrif á menningarlíf og ferðamannaþjónustu okkar Íslendinga. Árið 2005 þegar tilkynnt var um hvaða tillaga hefði verið valin fyrir tónlistar- og ráðstefnuhúsið sagðist ég vona að við uppbyggingu hússins yrði haft hugfast að þessi höll tónlistarinnar yrði um leið hús fólksins í landinu. Á fyrstu dögum Hörpu eru sterk teikn á lofti að svo verði. Fullt er á fjölbreytta tónleika og viðburði margs konar langt fram í tímann. Öflugt fólk er við stjórnvölinn sem þekkir vel af mikilli reynslu þjóðarpúls okkar Íslendinga og hvaða aðdráttarafl þarf til að laða að útlendinga. Við sjáum það í löndum í kringum okkur hve vel rekin menningarhús með áhugaverðan og metnaðarfullan arkitektúr geta haft mikla þýðingu fyrir umhverfið sjálft. Nægir að nefna Óperuhúsin í Ósló og Kaupmannahöfn eða Guggenheimsafnið í Bilbao. Harpa er falleg, hún segir okkur að leggja ekki árar í bát heldur halda áfram, hún er fyrirheit um bjartsýni og ný tækifæri. Að við eigum að gefa sköpunarkraftinum lausan tauminn. Og njóta þess. Til hamingju með Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Sjá meira
Hún er risin, Harpa okkar er mætt á staðinn á fallegum stað við Austurhöfnina í Reykjavík. Ekki degi of snemma. Því eru þó ekki allir sammála. Sumir vildu reyndar strax á erfiðum haustdögum ársins 2008 hætta öllum framkvæmdum og aðrir jafna húsið við jörðu. Kannski að einhverju leyti skiljanleg viðbrögð á þeim tíma en sem betur fer varð enginn einhugur um þá leið. Í desember 2008 við fjárlagagerðarvinnu fyrir árið 2009 var þó fólk úr öllum flokkum sem lagði hart að þáverandi ábyrgðarmönnum framkvæmdarinnar, ráðherrum og borgarstjóra að fresta öllum aðgerðum við húsið, einhverjir til að fara auðveldu leiðina við að brúa fjárlagabilið en aðrir vegna rótgróinnar andstöðu við tónlistarhúsið sjálft. Í þessu sem öðru voru þetta skrýtnir tímar. Í ríkisstjórn er eðlilegt að hver fagráðherra haldi uppi ákveðnum vörnum og sjónarmiðum vegna framgangs verkefna sem undir hans ábyrgðarsvið heyra. Að sama skapi er ekki alltaf hægt að vænta stuðnings frá öðrum ráðherrum, ekki síst þegar erfðiðir tímar blasa við. Þeir ráðherrar sem enn sitja í ríkisstjórn frá árinu 2008 sýndu verkefninu um tónlistar- og ráðstefnuhús engan sérstakan áhuga meðan að þáverandi fjármálaráðherra en ekki síst forsætisráðherra, Geir H. Haarde, fylgdist með hverju skrefi sem tekið var og studdi þær ákvarðanir sem fyrir voru lagðar vegna fjárlagagerðarinnar. Svo verkefnið héldi áfram og yrði klárað. Borgarstjóri þáverandi stóð einnig vaktina í lok árs 2008 og hélt henni síðan áfram í samvinnu við núverandi mennta- og menningarmálaráðherra sem eflaust varð líka fyrir þrýstingi ýmsum. Eiga þær stöllur, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Katrín Jakobsdóttir mikinn heiður skilinn. Talandi um erfiða tíma þá hefði einnig verið afar þungbært að hætta framkvæmdum og þar með ákveða að um 600 Íslendingar, eins og smiðir, verkfræðingar, píparar, hönnuðir, tæknifræðingar, rafvirkjar, hefðu misst vinnuna á sama tíma og atvinnustig var hríðlækkandi í landinu. En einhvern veginn er eins og önnur lögmál gildi þegar kemur að uppbyggingu á sviði menningarmála. Eins og það sé erfitt að hugsa menninguna í stærra samhengi. Með Hörpu var tekinn slagur; slagur fyrir okkar glæsilegu Sinfóníuhljómsveit og eflingu tónlistar enn frekar í landinu. Sá slagur byrjaði fyrir meira en þremur áratugum og hefur staðið yfir sleitulaust síðan með hæðum og lægðum. Þar hafa margir lagt gjörva hönd á plóg sem seint verður fullþakkað. Mesta orrahríðin um framtíð Hörpu á lokadögum ársins 2008 sýnir að miklu skiptir að auka skilning á þeim andlegu og veraldlegu verðmætum sem listsköpun margs konar hefur fyrir samfélagið allt til lengri og skemmri tíma. Þar holar dropinn steininn. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa mun hafa mikil áhrif á menningarlíf og ferðamannaþjónustu okkar Íslendinga. Árið 2005 þegar tilkynnt var um hvaða tillaga hefði verið valin fyrir tónlistar- og ráðstefnuhúsið sagðist ég vona að við uppbyggingu hússins yrði haft hugfast að þessi höll tónlistarinnar yrði um leið hús fólksins í landinu. Á fyrstu dögum Hörpu eru sterk teikn á lofti að svo verði. Fullt er á fjölbreytta tónleika og viðburði margs konar langt fram í tímann. Öflugt fólk er við stjórnvölinn sem þekkir vel af mikilli reynslu þjóðarpúls okkar Íslendinga og hvaða aðdráttarafl þarf til að laða að útlendinga. Við sjáum það í löndum í kringum okkur hve vel rekin menningarhús með áhugaverðan og metnaðarfullan arkitektúr geta haft mikla þýðingu fyrir umhverfið sjálft. Nægir að nefna Óperuhúsin í Ósló og Kaupmannahöfn eða Guggenheimsafnið í Bilbao. Harpa er falleg, hún segir okkur að leggja ekki árar í bát heldur halda áfram, hún er fyrirheit um bjartsýni og ný tækifæri. Að við eigum að gefa sköpunarkraftinum lausan tauminn. Og njóta þess. Til hamingju með Hörpu.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun