Hljómleikarnir í London 1985 Einar Benediktsson skrifar 20. maí 2011 07:00 Fyrir einum þremur áratugum spurðist það til okkar sem vorum erlendis, að langþráður skriður væri kominn á að reisa tónleikahöll í Reykjavík. Það var til vansa að víðfrægir erlendir hljómlistamenn urðu að sæta þeirri allsendis ófullnægjandi aðstöðu, sem Íslendingar máttu láta sér nægja. Svissneskir aðstandendur evrópsku tónlistarhátíðanna sögðu mér að með góðri tónlistarhöll ættu Íslendingar að komast inn í þá röð. Slík fjárfesting myndi fljótt skila sér. Það mun hafa verið á Listahátíð 1984 að breska sinfóníuhljómsveitin Philharmonia heimsótti Ísland. Eftir þá ferð sneri framkvæmdastjóri hennar, Archie Newman, sér til mín, þá sendiherra í London. Sagði hann að hljómsveitin hefði samþykkt að færa sem gjöf sinn hlut af flutningi á stórtónleikum í Royal Festival Hall til byggingar tónlistarhallar í Reykjavík. Stefnt skyldi hátt og yrði að fá Vladimir Ashkenazy til að stjórna. Vænlegast væri að sendiherrann bæri það upp. Vegna bókana kæmi aðeins til greina einn dagur þennan vetur. Þetta var tilefni þess að að ég átti símtal við Ashkenazy á heimili hans í Sviss og féllst hann á að stjórna Philharmonia 26. febrúar 1985. Síðar í London sagði hann, að þetta væri brúðkaupsdagur þeirra Þórunnar og hefði hann brugðið af fastri venju að vinna ekki þann dag. But I will do anything for Iceland, sagði snillingurinn sá. Eftir þetta var framundan mikil vinna til undirbúnings þessum „gala“ eða hátíðatónleikunum. Viðstödd voru forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir og Charles prins af Wales og Lady Diana. Íslensku fyrirtækin í Bretlandi studdu tónleikana dyggilega með miðakaupum á hækkuðu verði fyrir fjölmarga boðsgesti þeirra. Þá var gefið út afar glæsilegt kynningarrit fyrir tónleikana með útskýringum á verkunum sem flutt voru eftir Sibelius, Grieg og Dvorak. Þar var mjög vinsamleg úttekt á tónlistarlífi og kennslu á Íslandi. Auglýsingar keyptar dýru verði voru frá íslenskum og breskum fyrirtækjum og bönkum. Var tónleikunum tekið af miklum fögnuði og ekki hvað síst frábærum flutningi söngkonunnar Elisabeth Söderström. Eftir tónleikana héldum við Elsa fjölsótta móttöku í sendiherrabústaðnum að 101 Park Street til heiðurs forseta Íslands. Daginn eftir var kvöldverður á vegum íslensku nefndarinnar og er mér minnistæður vegna ræðu sem Söderström hélt og minntist þá Guðmundar Jónssonar, skólabróður síns úr söngnámi í Stokkhólmi. Hann hafði til að bera hina fegurstu söngrödd og hefði orðið stjarna við hvaða óperu sem var í Evrópu en kaus að halda heim til Íslands. Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að drýgstan þátt í þessu tónleikaævintýri hafi átt heiðursmaðurinn Archie Newman. Hann hafði áður stuðlað að samvinnu við sendiráðið vegna tónleika til kynningar á verkum Áskels Mássonar í Wigmore Hall 19. mars 1984. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Fyrir einum þremur áratugum spurðist það til okkar sem vorum erlendis, að langþráður skriður væri kominn á að reisa tónleikahöll í Reykjavík. Það var til vansa að víðfrægir erlendir hljómlistamenn urðu að sæta þeirri allsendis ófullnægjandi aðstöðu, sem Íslendingar máttu láta sér nægja. Svissneskir aðstandendur evrópsku tónlistarhátíðanna sögðu mér að með góðri tónlistarhöll ættu Íslendingar að komast inn í þá röð. Slík fjárfesting myndi fljótt skila sér. Það mun hafa verið á Listahátíð 1984 að breska sinfóníuhljómsveitin Philharmonia heimsótti Ísland. Eftir þá ferð sneri framkvæmdastjóri hennar, Archie Newman, sér til mín, þá sendiherra í London. Sagði hann að hljómsveitin hefði samþykkt að færa sem gjöf sinn hlut af flutningi á stórtónleikum í Royal Festival Hall til byggingar tónlistarhallar í Reykjavík. Stefnt skyldi hátt og yrði að fá Vladimir Ashkenazy til að stjórna. Vænlegast væri að sendiherrann bæri það upp. Vegna bókana kæmi aðeins til greina einn dagur þennan vetur. Þetta var tilefni þess að að ég átti símtal við Ashkenazy á heimili hans í Sviss og féllst hann á að stjórna Philharmonia 26. febrúar 1985. Síðar í London sagði hann, að þetta væri brúðkaupsdagur þeirra Þórunnar og hefði hann brugðið af fastri venju að vinna ekki þann dag. But I will do anything for Iceland, sagði snillingurinn sá. Eftir þetta var framundan mikil vinna til undirbúnings þessum „gala“ eða hátíðatónleikunum. Viðstödd voru forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir og Charles prins af Wales og Lady Diana. Íslensku fyrirtækin í Bretlandi studdu tónleikana dyggilega með miðakaupum á hækkuðu verði fyrir fjölmarga boðsgesti þeirra. Þá var gefið út afar glæsilegt kynningarrit fyrir tónleikana með útskýringum á verkunum sem flutt voru eftir Sibelius, Grieg og Dvorak. Þar var mjög vinsamleg úttekt á tónlistarlífi og kennslu á Íslandi. Auglýsingar keyptar dýru verði voru frá íslenskum og breskum fyrirtækjum og bönkum. Var tónleikunum tekið af miklum fögnuði og ekki hvað síst frábærum flutningi söngkonunnar Elisabeth Söderström. Eftir tónleikana héldum við Elsa fjölsótta móttöku í sendiherrabústaðnum að 101 Park Street til heiðurs forseta Íslands. Daginn eftir var kvöldverður á vegum íslensku nefndarinnar og er mér minnistæður vegna ræðu sem Söderström hélt og minntist þá Guðmundar Jónssonar, skólabróður síns úr söngnámi í Stokkhólmi. Hann hafði til að bera hina fegurstu söngrödd og hefði orðið stjarna við hvaða óperu sem var í Evrópu en kaus að halda heim til Íslands. Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að drýgstan þátt í þessu tónleikaævintýri hafi átt heiðursmaðurinn Archie Newman. Hann hafði áður stuðlað að samvinnu við sendiráðið vegna tónleika til kynningar á verkum Áskels Mássonar í Wigmore Hall 19. mars 1984.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun