Breskir bankamenn óttast tillögurnar 23. júní 2011 05:00 Ana Patricia Botín er eina konan sem stýrir breskum banka Foreldrar hennar eru valdamiklir í spænskum fjármála- og listageira. Fréttablaðið/AFPw Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) er sögð íhuga að innleiða kynjakvóta í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja. Breska dagblaðið The Guardian segir 130 blaðsíðna drög frá Michel Barnier, yfirmanni innri markaðsmála hjá ESB, hafa gengið manna á milli innan breska fjármálageirans. Þar sé lagt til að þriðjungur stjórnarmanna verði konur. Barnier segir í samtali við blaðið að kynjakvótar gætu komið í veg fyrir hjarðhegðun í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja sem hafi leitt til fjármálakreppunnar. Guardian segir kynjakvótana geta valdið titringi innan evrópsks fjármálageira enda fáir bankar sem uppfylli skilyrðin sem lögð eru til í drögunum. Í Bretlandi eru flestar konur í stjórn HSBC, eða fjórðungur stjórnarmanna. Ein kona er bankastjóri í Bretlandi. Það er Ana Patricia Botín, bankastjóri Santander. Hún var áður stjórnarformaður Banco Español de Crédito á Spáni. Faðir hennar er spænski milljarðamæringurinn Emilio Botín, stjórnarformaður Santander-bankasamstæðunnar. Nokkrar konur eru í æðstu stöðum í fjármálafyrirtækjum hér. Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka, og Hanna Björk Ragnarsdóttir bankastjóri Sparibankans, en verið er að koma honum á laggirnar. Þá er Elín Jónsdóttir forstjóri Bankasýslu ríkisins, sem fer með hlut ríkisins í yfirteknum bönkum og sparisjóðum. Þar að auki er Kristín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital. Halla Tómasdóttir er stjórnarformaður fyrirtækisins. Til viðbótar eru sjö af átján stjórnarmönnum stóru bankanna þriggja konur. Hæst er hlutfallið í stjórn Landsbankans, þrjár af fimm stjórnarmönnum. Þá er Monica Caneman stjórnarformaður Arion Banka og Guðrún Johnsen varaformaður stjórnar. Fæstar konur eru í stjórn Íslandsbanka, eða tvær af sjö stjórnarmönnum.- jab Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) er sögð íhuga að innleiða kynjakvóta í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja. Breska dagblaðið The Guardian segir 130 blaðsíðna drög frá Michel Barnier, yfirmanni innri markaðsmála hjá ESB, hafa gengið manna á milli innan breska fjármálageirans. Þar sé lagt til að þriðjungur stjórnarmanna verði konur. Barnier segir í samtali við blaðið að kynjakvótar gætu komið í veg fyrir hjarðhegðun í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja sem hafi leitt til fjármálakreppunnar. Guardian segir kynjakvótana geta valdið titringi innan evrópsks fjármálageira enda fáir bankar sem uppfylli skilyrðin sem lögð eru til í drögunum. Í Bretlandi eru flestar konur í stjórn HSBC, eða fjórðungur stjórnarmanna. Ein kona er bankastjóri í Bretlandi. Það er Ana Patricia Botín, bankastjóri Santander. Hún var áður stjórnarformaður Banco Español de Crédito á Spáni. Faðir hennar er spænski milljarðamæringurinn Emilio Botín, stjórnarformaður Santander-bankasamstæðunnar. Nokkrar konur eru í æðstu stöðum í fjármálafyrirtækjum hér. Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka, og Hanna Björk Ragnarsdóttir bankastjóri Sparibankans, en verið er að koma honum á laggirnar. Þá er Elín Jónsdóttir forstjóri Bankasýslu ríkisins, sem fer með hlut ríkisins í yfirteknum bönkum og sparisjóðum. Þar að auki er Kristín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital. Halla Tómasdóttir er stjórnarformaður fyrirtækisins. Til viðbótar eru sjö af átján stjórnarmönnum stóru bankanna þriggja konur. Hæst er hlutfallið í stjórn Landsbankans, þrjár af fimm stjórnarmönnum. Þá er Monica Caneman stjórnarformaður Arion Banka og Guðrún Johnsen varaformaður stjórnar. Fæstar konur eru í stjórn Íslandsbanka, eða tvær af sjö stjórnarmönnum.- jab
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira