„Þetta er mikill sorgardagur“ 23. júlí 2011 05:30 Mynd/AP „Þetta mun sennilega breyta þeirri sýn sem við Norðmenn höfum haft á heiminn,” segir Tor Magnus Horten, arkitektanemi í Ósló. „Maður getur kannski gert sér það í hugarlund núna hvernig Óslóarbúum leið þegar Þjóðverjar hertóku borgina 9. apríl árið 1940.“ Það var undarlegt andrúmsloftið í miðbæ Óslóar eftir sprenginguna í gær. Fólk stóð og horfði í forundran á glerlausa stjórnvaldsbygginguna þar sem gardínur flöksuðu út um glugga þar sem áður hafði verið gler. Búið var að loka stórum hluta miðborgarinnar en lögreglan var í óða önn að stækka bannsvæðið. Rúður höfðu brotnað á mun stærra svæði en á bannsvæðinu. Höggbylgjan hafði áhrif langt út fyrir miðborgina og inn í næstu hverfi. Víða var hætta á að glerbrot myndu falla frá byggingum. Strax eftir sprenginguna var verslunum í nágrenninu lokað. Verslunum í Storo-hverfinu sem er í norðurhluta Óslóar, talsvert frá miðbænum, var meira að segja lokað. Þegar líða fór á daginn var samt rólegt um að litast í borginni. Verslunar- og veitingastaðaeigendur hófust handa við að byrgja fyrir glugga í verslunum og veitingastöðum. Töluverður hópur fólks var á ferli – að skoða og taka myndir. Sumir kaffihúsaeigendur þrjóskuðust við og opnuðu staði sína. Margir sátu og fengu sér kaffisopa eða bjór innan um rústir og glerbrot. Lögreglan í Ósló bað fólk að halda sig heima í gærkvöldi og aflýsa öllu skemmtanahaldi og einkasamkvæmum. Að hluta til vegna þess að ástandið er enn mjög óljóst en einnig vegna þess að lögreglunni gæti reynst erfitt að sinna venjubundnum útköllum. Óslóarbúum er eins og gefur að skilja brugðið. Sömu sögu er að segja af arkitektanemanum Tor Magnus: „Þetta er mikill sorgardagur.“ Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
„Þetta mun sennilega breyta þeirri sýn sem við Norðmenn höfum haft á heiminn,” segir Tor Magnus Horten, arkitektanemi í Ósló. „Maður getur kannski gert sér það í hugarlund núna hvernig Óslóarbúum leið þegar Þjóðverjar hertóku borgina 9. apríl árið 1940.“ Það var undarlegt andrúmsloftið í miðbæ Óslóar eftir sprenginguna í gær. Fólk stóð og horfði í forundran á glerlausa stjórnvaldsbygginguna þar sem gardínur flöksuðu út um glugga þar sem áður hafði verið gler. Búið var að loka stórum hluta miðborgarinnar en lögreglan var í óða önn að stækka bannsvæðið. Rúður höfðu brotnað á mun stærra svæði en á bannsvæðinu. Höggbylgjan hafði áhrif langt út fyrir miðborgina og inn í næstu hverfi. Víða var hætta á að glerbrot myndu falla frá byggingum. Strax eftir sprenginguna var verslunum í nágrenninu lokað. Verslunum í Storo-hverfinu sem er í norðurhluta Óslóar, talsvert frá miðbænum, var meira að segja lokað. Þegar líða fór á daginn var samt rólegt um að litast í borginni. Verslunar- og veitingastaðaeigendur hófust handa við að byrgja fyrir glugga í verslunum og veitingastöðum. Töluverður hópur fólks var á ferli – að skoða og taka myndir. Sumir kaffihúsaeigendur þrjóskuðust við og opnuðu staði sína. Margir sátu og fengu sér kaffisopa eða bjór innan um rústir og glerbrot. Lögreglan í Ósló bað fólk að halda sig heima í gærkvöldi og aflýsa öllu skemmtanahaldi og einkasamkvæmum. Að hluta til vegna þess að ástandið er enn mjög óljóst en einnig vegna þess að lögreglunni gæti reynst erfitt að sinna venjubundnum útköllum. Óslóarbúum er eins og gefur að skilja brugðið. Sömu sögu er að segja af arkitektanemanum Tor Magnus: „Þetta er mikill sorgardagur.“
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira