Veiking stjórnmálaflokkanna Haukur Arnþórsson skrifar 3. ágúst 2011 08:15 Staða stjórnmálaflokkanna hefur veikst mikið á umliðnum árum og mörg einkenni veiks flokkakerfis eru nú þegar staðreynd. Stjórnlagaráð, vel hvatt af almenningsálitinu og netverjum, gerir tillögur um enn frekari veikingu þeirra með nýjum tillögum sínum um kosningakerfi og val á frambjóðendum á lista, þar sem uppröðunarvald er tekið af flokkum og opnað fyrir persónukjör þar sem velja má stjórnmálamenn frá ólíkum flokksframboðum, sem gæti gert framboð flokkanna merkingarlítil. (Tillögur ráðsins um að kjósendur geti kosið frambjóðendur í öðrum kjördæmum verða varla teknar alvarlega. Kjördæmaskipting er úrræði lýðræðisins þegar fólk býr við mjög ólíkar aðstæður eftir búsetu). Ótækt kosningakerfiAf stjórnmálastofnunum móta stjórnmálaflokkarnir og kosningakerfið heildarsvip lýðræðisins meira en aðrir þættir (Dahl 1998). Hlutverk kosningakerfis er jafnan að auðvelt sé að mynda ríkisstjórn og jafnvel helst eins flokks ríkisstjórn, því þær eru skilvirkastar. Því þarf kosningakerfið að magna upp fylgisbreytingar. Tillögur Stjórnlagaráðs draga augljóslega úr fylgisbreytingum og þær styðja ekki við þessi tvö helstu markmið við gerð kosningakerfa. Þá er ekki síður alvarlegt að þær brjóta tvö af skilyrðum við mótun kosningakerfa eins og þau eru sett fram í bókinni: The International IDEA Handbook of Electoral System Design sem ritstýrt var af Reynolds og Reilly, (Sth. 1997) eða þau að kerfið sé einfalt og að það treysti samfellt starf stjórnmálaflokka. Þingræði kallar á starfhæfa flokkaStjórnlagaráð valdi þingræði sem stjórnkerfi landsins áfram. Í því kerfi er myndun starfhæfrar ríkisstjórnar meginverkefni flokka og í þingræði er ekki hægt að ganga mjög langt í þá átt að veikja stjórnmálaflokka. Ef einstaklingshyggja í kerfinu vex og flokksagi og flokksbönd veikjast og hálfgerð einstaklingsframboð stjórnmálamanna verða veruleiki, verður erfitt að mynda ríkisstjórn. Það gæti líka orðið erfitt að fella ríkisstjórn. Hópur stjórnmálamanna gæti sameinast um að verja stjórn falli og tryggt þannig aðkomu sína að stjórn landsins, enda þótt hann ætti ekki annað sameiginlegt en valdafíkn og ríkisstjórn væri í rauninni fallin í þeim skilningi að hún kæmi málum ekki fram. Pólitískt umhverfi breytingaStjórnlagaráð leggur til ýmis form beins lýðræðis í takt við kröfur á netinu. Það hefur sennilega einkum hin hefðbundnu áhrif að styrkja meirihlutavald á kostnað minnihlutahópa, sem er almennt talið afturhvarf til frumstæðs lýðræðis. Hafa skal líka í huga að í beinu lýðræði kemur hávær minni hluti oft fram í nafni meirihluta og í nafni pólitísks rétttrúnaðar. Stjórnmál eru í vaxandi mæli framkvæmd á netinu og með aðferðum þess. Nýjar rannsóknir fræðimanna á áhrifum netsins á stjórnmál sýna að netið getur styrkt öfgar í samfélaginu og aukið skilningsleysi á andstæðum skoðunum, magnað upp rétttrúnað og valdið opinberum aftökum á þeim sem fara “public sideways” á netinu, eins og það er nefnt þegar gengið er í berhögg við almenningsálitið. Samanlagt mynda kosningakerfistillögur Stjórnlagaráðs,innleiðing beins lýðræðis og einkenni netsins nýtt stjórnmálaumhverfi á Íslandi. Í versta tilfelliÍ þessu nýja umhverfi gæti skapast hætta á að þingmenn skiptist í stjórn-stjórnarandstaða innan flokka og það verði breytilegt hverjir verði í þeim hópum frá einu máli til annars. Þetta hefur þær afleiðingar að mjög erfitt verður fyrir ríkisstjórn að tryggja framgang mála, hver ríkisstjórn þarf nánast að smala köttum í hverju máli. Ríkisstjórnir gætu orðið veikar, án þess að geta fallið. Niðurstaða mála færi eftir því hvernig kaupin gerðust á netinu – sem einstakir þingmenn hlypu eftir til að tryggja stöðu sína. Rétttrúnaður og popúlismi hefðu því fengið kjöraðstæður til að blómstra. Það að hver einstaklingur getur í persónukjöri kosið marga frambjóðendur á mörgum listum (jafnvel á landsvísu) þýðir að almenningur refsar ekki stjórnmálaflokkum eins og þarf til stjórnarskipta. Til þess þyrfti að minnsta kosti að refsa flokki með heilu atkvæði, hluti af atkvæði hefur lítil áhrif. Því getur ríkisstjórn setið mjög lengi. Þá gæti einhver sagt að atkvæðahlutirnir kunni að verða fleiri en ella. En það er ósennilegt, því fólk þarf ekki að refsa stjórnmálaflokkum yfirleitt í því kerfi sem hér er boðað. Stjórnarandstaða getur eins vel verið innan sama stjórnmálaflokks og á að refsa. Því má leiða líkur að því að fylgissveiflur milli flokka minnki mikið. SamantektÞað vekur undrun að Stjórnlagaráð velji þingræði sem stjórnkerfi, en kippi svo undan því fótunum með kosningakerfi sem veikir stjórnmálaflokkana enn frekar og sem brýtur í bága við alþjóðlegar reglur um gerð slíkra kerfa. Dagskrárvald og stefnumótunarvald flokkanna gæti veikst, sem gefur rétttrúnaði netsins í dægurmálum nýtt svigrúm. Sennilegt er að myndun ríkisstjórna og fall þeirra verði erfitt í framkvæmd, ríkisstjórnir verði veikar fjölflokkastjórnir með loðinn stjórnarsáttmála, skipting þingmanna í stjórn-stjórnarandstöðu færist inn í flokkana og að stjórnarskipti verði fátíð. Margir Íslendingar kunna að hafa fengið nóg af sterkum ríkisstjórnum og starfsháttum þeirra. Tillögur Stjórnlagaráðs um að veikja flokkana eru alls ekki svarið við því. Í Danmörku var hættan af einhliða ákvörðunum sterkra ríkisstjórna leyst með því að veita minnihluta þingmanna heimild til þess að skjóta máli til þjóðaratkvæðis, ef honum finnst á sig hallað. Það væri líka hæfilegt úrræði hér á landi. Í framkvæmd kallar sú regla ekki á þjóðaratkvæðagreiðslur, heldur það að samið er við minni hlutann í þinginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Staða stjórnmálaflokkanna hefur veikst mikið á umliðnum árum og mörg einkenni veiks flokkakerfis eru nú þegar staðreynd. Stjórnlagaráð, vel hvatt af almenningsálitinu og netverjum, gerir tillögur um enn frekari veikingu þeirra með nýjum tillögum sínum um kosningakerfi og val á frambjóðendum á lista, þar sem uppröðunarvald er tekið af flokkum og opnað fyrir persónukjör þar sem velja má stjórnmálamenn frá ólíkum flokksframboðum, sem gæti gert framboð flokkanna merkingarlítil. (Tillögur ráðsins um að kjósendur geti kosið frambjóðendur í öðrum kjördæmum verða varla teknar alvarlega. Kjördæmaskipting er úrræði lýðræðisins þegar fólk býr við mjög ólíkar aðstæður eftir búsetu). Ótækt kosningakerfiAf stjórnmálastofnunum móta stjórnmálaflokkarnir og kosningakerfið heildarsvip lýðræðisins meira en aðrir þættir (Dahl 1998). Hlutverk kosningakerfis er jafnan að auðvelt sé að mynda ríkisstjórn og jafnvel helst eins flokks ríkisstjórn, því þær eru skilvirkastar. Því þarf kosningakerfið að magna upp fylgisbreytingar. Tillögur Stjórnlagaráðs draga augljóslega úr fylgisbreytingum og þær styðja ekki við þessi tvö helstu markmið við gerð kosningakerfa. Þá er ekki síður alvarlegt að þær brjóta tvö af skilyrðum við mótun kosningakerfa eins og þau eru sett fram í bókinni: The International IDEA Handbook of Electoral System Design sem ritstýrt var af Reynolds og Reilly, (Sth. 1997) eða þau að kerfið sé einfalt og að það treysti samfellt starf stjórnmálaflokka. Þingræði kallar á starfhæfa flokkaStjórnlagaráð valdi þingræði sem stjórnkerfi landsins áfram. Í því kerfi er myndun starfhæfrar ríkisstjórnar meginverkefni flokka og í þingræði er ekki hægt að ganga mjög langt í þá átt að veikja stjórnmálaflokka. Ef einstaklingshyggja í kerfinu vex og flokksagi og flokksbönd veikjast og hálfgerð einstaklingsframboð stjórnmálamanna verða veruleiki, verður erfitt að mynda ríkisstjórn. Það gæti líka orðið erfitt að fella ríkisstjórn. Hópur stjórnmálamanna gæti sameinast um að verja stjórn falli og tryggt þannig aðkomu sína að stjórn landsins, enda þótt hann ætti ekki annað sameiginlegt en valdafíkn og ríkisstjórn væri í rauninni fallin í þeim skilningi að hún kæmi málum ekki fram. Pólitískt umhverfi breytingaStjórnlagaráð leggur til ýmis form beins lýðræðis í takt við kröfur á netinu. Það hefur sennilega einkum hin hefðbundnu áhrif að styrkja meirihlutavald á kostnað minnihlutahópa, sem er almennt talið afturhvarf til frumstæðs lýðræðis. Hafa skal líka í huga að í beinu lýðræði kemur hávær minni hluti oft fram í nafni meirihluta og í nafni pólitísks rétttrúnaðar. Stjórnmál eru í vaxandi mæli framkvæmd á netinu og með aðferðum þess. Nýjar rannsóknir fræðimanna á áhrifum netsins á stjórnmál sýna að netið getur styrkt öfgar í samfélaginu og aukið skilningsleysi á andstæðum skoðunum, magnað upp rétttrúnað og valdið opinberum aftökum á þeim sem fara “public sideways” á netinu, eins og það er nefnt þegar gengið er í berhögg við almenningsálitið. Samanlagt mynda kosningakerfistillögur Stjórnlagaráðs,innleiðing beins lýðræðis og einkenni netsins nýtt stjórnmálaumhverfi á Íslandi. Í versta tilfelliÍ þessu nýja umhverfi gæti skapast hætta á að þingmenn skiptist í stjórn-stjórnarandstaða innan flokka og það verði breytilegt hverjir verði í þeim hópum frá einu máli til annars. Þetta hefur þær afleiðingar að mjög erfitt verður fyrir ríkisstjórn að tryggja framgang mála, hver ríkisstjórn þarf nánast að smala köttum í hverju máli. Ríkisstjórnir gætu orðið veikar, án þess að geta fallið. Niðurstaða mála færi eftir því hvernig kaupin gerðust á netinu – sem einstakir þingmenn hlypu eftir til að tryggja stöðu sína. Rétttrúnaður og popúlismi hefðu því fengið kjöraðstæður til að blómstra. Það að hver einstaklingur getur í persónukjöri kosið marga frambjóðendur á mörgum listum (jafnvel á landsvísu) þýðir að almenningur refsar ekki stjórnmálaflokkum eins og þarf til stjórnarskipta. Til þess þyrfti að minnsta kosti að refsa flokki með heilu atkvæði, hluti af atkvæði hefur lítil áhrif. Því getur ríkisstjórn setið mjög lengi. Þá gæti einhver sagt að atkvæðahlutirnir kunni að verða fleiri en ella. En það er ósennilegt, því fólk þarf ekki að refsa stjórnmálaflokkum yfirleitt í því kerfi sem hér er boðað. Stjórnarandstaða getur eins vel verið innan sama stjórnmálaflokks og á að refsa. Því má leiða líkur að því að fylgissveiflur milli flokka minnki mikið. SamantektÞað vekur undrun að Stjórnlagaráð velji þingræði sem stjórnkerfi, en kippi svo undan því fótunum með kosningakerfi sem veikir stjórnmálaflokkana enn frekar og sem brýtur í bága við alþjóðlegar reglur um gerð slíkra kerfa. Dagskrárvald og stefnumótunarvald flokkanna gæti veikst, sem gefur rétttrúnaði netsins í dægurmálum nýtt svigrúm. Sennilegt er að myndun ríkisstjórna og fall þeirra verði erfitt í framkvæmd, ríkisstjórnir verði veikar fjölflokkastjórnir með loðinn stjórnarsáttmála, skipting þingmanna í stjórn-stjórnarandstöðu færist inn í flokkana og að stjórnarskipti verði fátíð. Margir Íslendingar kunna að hafa fengið nóg af sterkum ríkisstjórnum og starfsháttum þeirra. Tillögur Stjórnlagaráðs um að veikja flokkana eru alls ekki svarið við því. Í Danmörku var hættan af einhliða ákvörðunum sterkra ríkisstjórna leyst með því að veita minnihluta þingmanna heimild til þess að skjóta máli til þjóðaratkvæðis, ef honum finnst á sig hallað. Það væri líka hæfilegt úrræði hér á landi. Í framkvæmd kallar sú regla ekki á þjóðaratkvæðagreiðslur, heldur það að samið er við minni hlutann í þinginu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar