Sérstök deild rannsakar hryðjuverkin 4. ágúst 2011 07:45 Blómahafið og aðrir munir sem settir höfðu verið á torg fyrir framan dómkirkjuna í Ósló voru fjarlægðir í gær. Bréf og kort verða varðveitt. Mynd/AP Sett verður upp sérstök deild innan norsku lögreglunnar sem mun rannsaka hryðjuverkaárásirnar hinn 22. júlí, sem urðu 77 manns að bana. Lögreglan hélt blaðamannafund í gær þar sem meðal annars var greint frá þessu. Mikill fjöldi lögreglumanna kemur að rannsókninni og lögregla nýtur aðstoðar evrópsku lögreglunnar Europol og FBI, bandarísku alríkislögreglunnar. Anders Behring Breivik var yfirheyrður í þriðja sinn í gærdag. Þrátt fyrir að hann hafi játað á sig verknaðinn er mörgum spurningum ósvarað. Lögreglan hefur lagt áherslu á að komast að því hvernig hann fjármagnaði verknaðinn og við hverja hann hefur haft samskipti undanfarið. Lögreglan hefur sérstakan áhuga á því að skoða bankareikninga sem Breivik gæti hafa opnað og tæmt. Sjálfur hefur Breivik sagst vera hluti af stærri samtökum sem hafi hryðjuverkasellur um Evrópu, en lögregla hefur ekki fundið nein merki um að það eigi við rök að styðjast. Þá hefur verið upplýst að Breivik hringdi sjálfur í lögregluna frá Útey og sagði meðal annars að verkefninu væri lokið. Símtalið tók aðeins um þrjár sekúndur. Mikill fjöldi fólks hefur sótt útfarir fórnarlamba hryðjuverkanna. Nokkrir hafa verið jarðsettir á hverjum degi fram til þessa, en tugir verða jarðsettir í dag og á morgun. Ráðherrar og aðrir háttsettir innan Verkamannaflokksins hafa verið viðstaddir útfarirnar, og hefur að minnsta kosti einn fulltrúi flokksins verið við hverja útför ungmennanna sem létust í Útey. Hafist hefur verið handa við að hreinsa upp blómahafið og aðra hluti sem skildir voru eftir við dómkirkjuna í Ósló til minningar um fórnarlömbin. Öllum kortum og bréfum verður safnað saman og þau geymd á bókasöfnum í framtíðinni. Þannig verður hægt að sjá hvað venjulegt fólk hafði að segja um voðaverkin 22. júlí. thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Sett verður upp sérstök deild innan norsku lögreglunnar sem mun rannsaka hryðjuverkaárásirnar hinn 22. júlí, sem urðu 77 manns að bana. Lögreglan hélt blaðamannafund í gær þar sem meðal annars var greint frá þessu. Mikill fjöldi lögreglumanna kemur að rannsókninni og lögregla nýtur aðstoðar evrópsku lögreglunnar Europol og FBI, bandarísku alríkislögreglunnar. Anders Behring Breivik var yfirheyrður í þriðja sinn í gærdag. Þrátt fyrir að hann hafi játað á sig verknaðinn er mörgum spurningum ósvarað. Lögreglan hefur lagt áherslu á að komast að því hvernig hann fjármagnaði verknaðinn og við hverja hann hefur haft samskipti undanfarið. Lögreglan hefur sérstakan áhuga á því að skoða bankareikninga sem Breivik gæti hafa opnað og tæmt. Sjálfur hefur Breivik sagst vera hluti af stærri samtökum sem hafi hryðjuverkasellur um Evrópu, en lögregla hefur ekki fundið nein merki um að það eigi við rök að styðjast. Þá hefur verið upplýst að Breivik hringdi sjálfur í lögregluna frá Útey og sagði meðal annars að verkefninu væri lokið. Símtalið tók aðeins um þrjár sekúndur. Mikill fjöldi fólks hefur sótt útfarir fórnarlamba hryðjuverkanna. Nokkrir hafa verið jarðsettir á hverjum degi fram til þessa, en tugir verða jarðsettir í dag og á morgun. Ráðherrar og aðrir háttsettir innan Verkamannaflokksins hafa verið viðstaddir útfarirnar, og hefur að minnsta kosti einn fulltrúi flokksins verið við hverja útför ungmennanna sem létust í Útey. Hafist hefur verið handa við að hreinsa upp blómahafið og aðra hluti sem skildir voru eftir við dómkirkjuna í Ósló til minningar um fórnarlömbin. Öllum kortum og bréfum verður safnað saman og þau geymd á bókasöfnum í framtíðinni. Þannig verður hægt að sjá hvað venjulegt fólk hafði að segja um voðaverkin 22. júlí. thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira