Íslenska hagkerfið útskrifað af meðferðarheimilinu 27. ágúst 2011 05:30 Forsvarsmenn stjórnvalda sögðu útskrift Íslands frá AGS staðfesta að traust hefði verið endurreist á íslensku efnahagslífi. Fréttablaðið/stefán Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) samþykkti í gær sjöttu og síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Þar með er formlegu samstarfi við sjóðinn lokið. Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Ísland sé þar með fyrsta ríkið til að útskrifast frá AGS í yfirstandandifjármálakreppu. „Við stöndum á mikilvægum tímamótum í uppbyggingar- og endurreisnarferlinu frá hruni," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi í Iðnó í gær. Hún sagði öll helstu markmið áætlunarinnar hafa náðst og taldi upp efnahagslegan stöðugleika, aðlögun ríkisútgjalda að breyttum aðstæðum, endurreisn fjármálakerfisins og endurreisn á trúverðugleika íslensks efnahagslífs. Efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og AGS var samþykkt 19. nóvember 2008, en þáverandi ríkisstjórn samþykkti að falast eftir aðstoð sjóðsins hinn 24. október sama ár. Samþykkt stjórnarinnar í gær opnar á síðasta hluta lánafyrirgreiðslu íslenska ríkisins hjá sjóðnum, sem jafngildir 51 milljarði króna. Áður hefur Ísland fengið lánafyrirgreiðslu að jafngildi 200 milljarða króna. Auk þess fengust lán upp á samtals um 150 milljarða króna frá Norðurlandaþjóðunum og Póllandi sem voru skilyrt í samhengi við samstarf Ísland og AGS. „Í hnotskurn snerist þessi efnahagsáætlun um að byggja upp traust. Til að gera það þarf í fyrsta lagi að reka efnahagsstefnu sem er traustsins verð en í öðru lagi skiptir miklu máli að vera með þennan hlutlæga aðila sem getur vottað það að stefnan sé á réttu róli," sagði Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri um samstarfið við sjóðinn. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að endurreisnaráætlunin hefði gengið betur en nokkurn óraði fyrir og bætti við að Ísland hefði útskrifast frá AGS með láði. Síðar sagði hún það ekkert annað en kraftaverk að ná ríkisfjármálunum úr því að vera neikvæð um 200 milljarða niður í að vera sennilega jákvæð árið 2013. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tók undir með Jóhönnu og sagði samstarfið við hið ágæta fólk hjá AGS hafa á flestan hátt verið árangursríkt og uppbyggilegt. Loks lagði hann áherslu á að lok samstarfsins þýddu ekki að nú kæmist los á glímuna við ríkisfjármálin. Spurður sagðist Steingrímur gera ráð fyrir að frumjöfnuður, jöfnuður tekna og gjalda að fjármagnstekjum og -gjöldum undanskildum, myndi nást þó að það gæti orðið tæpt. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði að ekki hefði verið sjálfgefið að íslensku stjórnkerfi tækist að ná tökum á þeirri stöðu sem komið hefði upp haustið 2008 en það hefði tekist. Þá sagði hann áætlunina hafa gert stjórnvöldum kleift að milda höggið sem af kreppunni hefði hlotist. Loks sagði Árni Páll verkefnið nú vera að auka samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs og tryggja sjálfbær ríkisfjármál til lengri tíma.magnusl@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) samþykkti í gær sjöttu og síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Þar með er formlegu samstarfi við sjóðinn lokið. Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Ísland sé þar með fyrsta ríkið til að útskrifast frá AGS í yfirstandandifjármálakreppu. „Við stöndum á mikilvægum tímamótum í uppbyggingar- og endurreisnarferlinu frá hruni," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi í Iðnó í gær. Hún sagði öll helstu markmið áætlunarinnar hafa náðst og taldi upp efnahagslegan stöðugleika, aðlögun ríkisútgjalda að breyttum aðstæðum, endurreisn fjármálakerfisins og endurreisn á trúverðugleika íslensks efnahagslífs. Efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og AGS var samþykkt 19. nóvember 2008, en þáverandi ríkisstjórn samþykkti að falast eftir aðstoð sjóðsins hinn 24. október sama ár. Samþykkt stjórnarinnar í gær opnar á síðasta hluta lánafyrirgreiðslu íslenska ríkisins hjá sjóðnum, sem jafngildir 51 milljarði króna. Áður hefur Ísland fengið lánafyrirgreiðslu að jafngildi 200 milljarða króna. Auk þess fengust lán upp á samtals um 150 milljarða króna frá Norðurlandaþjóðunum og Póllandi sem voru skilyrt í samhengi við samstarf Ísland og AGS. „Í hnotskurn snerist þessi efnahagsáætlun um að byggja upp traust. Til að gera það þarf í fyrsta lagi að reka efnahagsstefnu sem er traustsins verð en í öðru lagi skiptir miklu máli að vera með þennan hlutlæga aðila sem getur vottað það að stefnan sé á réttu róli," sagði Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri um samstarfið við sjóðinn. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að endurreisnaráætlunin hefði gengið betur en nokkurn óraði fyrir og bætti við að Ísland hefði útskrifast frá AGS með láði. Síðar sagði hún það ekkert annað en kraftaverk að ná ríkisfjármálunum úr því að vera neikvæð um 200 milljarða niður í að vera sennilega jákvæð árið 2013. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tók undir með Jóhönnu og sagði samstarfið við hið ágæta fólk hjá AGS hafa á flestan hátt verið árangursríkt og uppbyggilegt. Loks lagði hann áherslu á að lok samstarfsins þýddu ekki að nú kæmist los á glímuna við ríkisfjármálin. Spurður sagðist Steingrímur gera ráð fyrir að frumjöfnuður, jöfnuður tekna og gjalda að fjármagnstekjum og -gjöldum undanskildum, myndi nást þó að það gæti orðið tæpt. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði að ekki hefði verið sjálfgefið að íslensku stjórnkerfi tækist að ná tökum á þeirri stöðu sem komið hefði upp haustið 2008 en það hefði tekist. Þá sagði hann áætlunina hafa gert stjórnvöldum kleift að milda höggið sem af kreppunni hefði hlotist. Loks sagði Árni Páll verkefnið nú vera að auka samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs og tryggja sjálfbær ríkisfjármál til lengri tíma.magnusl@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira