Skárren ekkert lifir Guðmundur Steingrímsson skrifar 24. september 2011 06:00 Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins skrifaði grein í gær þar sem hann virðist taka undir þá skoðun mína að á miðju íslenskra stjórnmála sé gat. Ég fagna samhljómi okkar Ólafs um þetta. Mér hefur lengi fundist margt í skrifum Ólafs vera skynsamlegt. Ég tel það til dæmis lykilatriði, eins og Ólafur, að aðildarviðræður við ESB verði kláraðar og það vel. Mér virðist Ólafur hafa sömu efasemdir og ég um gjaldmiðilinn okkar. Mig minnir að Ólafur hafi skrifað dálítið skörulega gegn ýmsum gamaldags hugsunarhætti í landbúnaði. Í skrifum Ólafs hef ég líka greint ríka áherslu á frelsi einstaklinga og áherslu á að ríkisvaldið reyni fyrst og fremst með aðgerðum sínum að tryggja traustan grunn fyrir fjölbreytni í mannlífi og atvinnuháttum. Ég þori að veðja að Ólafur myndi gera sama greinarmun og ég á „liberal" hugsjónum og „sósial demókratískum" hugsjónum, sem fela í sér mun meiri stjórnsemi en ég tel æskilega. Ólafur ætti því af sömu málefnalegu ástæðum og ég að geta útskýrt af hverju hann „sé ekki bara í Samfylkingunni" eins og það er stundum orðað. Við Ólafur erum, semsagt – að mér virðist – nokkuð sammála um margt. Það bræðir hins vegar hjarta mitt að Ólafur virðist vera alveg handviss um það að þetta gat í pólitíkinni sem ég og hann upplifum verði með engu móti fyllt af mér eða nokkrum sem ég tala við. Líklega verð ég að búa við þetta vantraust Ólafs. Ég vil þó segja þetta: Ég hef undanfarið upplifað það, að alls konar fólk – bara venjulegt fólk sem vill hafa áhrif á umhverfi sitt, án skætings og leiðinda, og sem mér virðist deila í grundvallaratriðum frjálslyndri og víðsýnni lífssýn – hefur byrjað að tala saman. Á undanförnum vikum hefur orðið til vísir að fjöldahreyfingu þessa fólks. Vonandi verður hún að veruleika og býður fram með góða og ferska stefnuskrá í næstu kosningum. Stór skref hafa verið stigin í þessa átt undanfarna daga, þótt enn eigi margt eftir að gera. Ég efast þó um að Ólafur muni geta kosið svona afl. Eitt virðist nefnilega skilja okkur að. Ólafur virðist vita á einhvern hátt fyrirfram hvers konar týpur það eru sem geta og mega stunda góða pólitík og taka erfiðar ákvarðanir. Ekki listamenn, til dæmis. Ekki skemmtilegt fólk. Ekki fyndið fólk. Mér finnast skrif Ólafs að þessu leyti endurspegla dálítið sem ég vil af öllum mætti berjast gegn. Það eru ekki bara konur í drögtum og karlar í jakkafötum sem mega stunda „raunveruleg" stjórnmál. Það mega allir. Það geta allir. Það hefur enginn einkarétt á valdinu. Vonandi endurspeglar þetta gamaldags viðhorf Ólafs til stjórnmála fljótfærni í hugsun hans. Annað í grein hans er markað svipaðri fljótfærni. Á sama hátt og hann virðist telja að flokkur sem ég og fólkið í Besta stofni með mörgum öðrum geti aldrei átt „raunverulegt" erindi, einhverra hluta vegna, virðist hann líka telja að hljómsveitin sem ég er í, Skárren ekkert, sé hætt. Fátt er jafn fjarri lagi. Skárren ekkert var til dæmis með frábært ball í Flatey nú í ágúst. Þetta hefði Ólafur átt að vita. Þetta og annað í skrifum Ólafs í gær segir mér að hann sé ekki fyllilega með á nótunum. Hann veit ekki hvað er að ske, svo ég leiki mér að nafni annarrar hljómsveitar sem ég er í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins skrifaði grein í gær þar sem hann virðist taka undir þá skoðun mína að á miðju íslenskra stjórnmála sé gat. Ég fagna samhljómi okkar Ólafs um þetta. Mér hefur lengi fundist margt í skrifum Ólafs vera skynsamlegt. Ég tel það til dæmis lykilatriði, eins og Ólafur, að aðildarviðræður við ESB verði kláraðar og það vel. Mér virðist Ólafur hafa sömu efasemdir og ég um gjaldmiðilinn okkar. Mig minnir að Ólafur hafi skrifað dálítið skörulega gegn ýmsum gamaldags hugsunarhætti í landbúnaði. Í skrifum Ólafs hef ég líka greint ríka áherslu á frelsi einstaklinga og áherslu á að ríkisvaldið reyni fyrst og fremst með aðgerðum sínum að tryggja traustan grunn fyrir fjölbreytni í mannlífi og atvinnuháttum. Ég þori að veðja að Ólafur myndi gera sama greinarmun og ég á „liberal" hugsjónum og „sósial demókratískum" hugsjónum, sem fela í sér mun meiri stjórnsemi en ég tel æskilega. Ólafur ætti því af sömu málefnalegu ástæðum og ég að geta útskýrt af hverju hann „sé ekki bara í Samfylkingunni" eins og það er stundum orðað. Við Ólafur erum, semsagt – að mér virðist – nokkuð sammála um margt. Það bræðir hins vegar hjarta mitt að Ólafur virðist vera alveg handviss um það að þetta gat í pólitíkinni sem ég og hann upplifum verði með engu móti fyllt af mér eða nokkrum sem ég tala við. Líklega verð ég að búa við þetta vantraust Ólafs. Ég vil þó segja þetta: Ég hef undanfarið upplifað það, að alls konar fólk – bara venjulegt fólk sem vill hafa áhrif á umhverfi sitt, án skætings og leiðinda, og sem mér virðist deila í grundvallaratriðum frjálslyndri og víðsýnni lífssýn – hefur byrjað að tala saman. Á undanförnum vikum hefur orðið til vísir að fjöldahreyfingu þessa fólks. Vonandi verður hún að veruleika og býður fram með góða og ferska stefnuskrá í næstu kosningum. Stór skref hafa verið stigin í þessa átt undanfarna daga, þótt enn eigi margt eftir að gera. Ég efast þó um að Ólafur muni geta kosið svona afl. Eitt virðist nefnilega skilja okkur að. Ólafur virðist vita á einhvern hátt fyrirfram hvers konar týpur það eru sem geta og mega stunda góða pólitík og taka erfiðar ákvarðanir. Ekki listamenn, til dæmis. Ekki skemmtilegt fólk. Ekki fyndið fólk. Mér finnast skrif Ólafs að þessu leyti endurspegla dálítið sem ég vil af öllum mætti berjast gegn. Það eru ekki bara konur í drögtum og karlar í jakkafötum sem mega stunda „raunveruleg" stjórnmál. Það mega allir. Það geta allir. Það hefur enginn einkarétt á valdinu. Vonandi endurspeglar þetta gamaldags viðhorf Ólafs til stjórnmála fljótfærni í hugsun hans. Annað í grein hans er markað svipaðri fljótfærni. Á sama hátt og hann virðist telja að flokkur sem ég og fólkið í Besta stofni með mörgum öðrum geti aldrei átt „raunverulegt" erindi, einhverra hluta vegna, virðist hann líka telja að hljómsveitin sem ég er í, Skárren ekkert, sé hætt. Fátt er jafn fjarri lagi. Skárren ekkert var til dæmis með frábært ball í Flatey nú í ágúst. Þetta hefði Ólafur átt að vita. Þetta og annað í skrifum Ólafs í gær segir mér að hann sé ekki fyllilega með á nótunum. Hann veit ekki hvað er að ske, svo ég leiki mér að nafni annarrar hljómsveitar sem ég er í.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun