Skattastefna eða skammtímareddingar? Almar Guðmundsson skrifar 29. september 2011 06:00 Nú styttist í birtingu fjárlaga fyrir árið 2012. Tekjuhlið fjárlaga hefur tekið mjög miklum breytingum á síðustu þremur árum. Vissulega lá ljóst fyrir eftir bankahrun að ná þyrfti tökum á ríkisfjármálum og að auka þyrfti tekjuöflun ríkissjóðs samfara því. Á því tel ég að ríki nokkuð góður skilningur meðal einstaklinga og fyrirtækja. En það er ekki sama hvernig það er framkvæmt. Og það er ekki sama hvaða framtíðarsýn (ef einhver) er sett fram samhliða slíkum aðgerðum. Framganga stjórnvalda undanfarin misseri í skattamálum og gjaldtöku er gagnrýniverð. Það skortir alla framtíðarsýn og aðgerðir virðast einna helst miðast við að bjarga tekjum næstu 12 mánaða – stundum með léttvægri röksemdafærslu og nær alltaf er meira flækjustig leiðin sem valin er.Heildstæðar tillögur um breytingar og umbætur á skattkerfinu?Í apríl á síðasta ári skipaði fjármálaráðherra starfshóp sem fékk það verkefni „að móta og setja fram heildstæðar tillögur um breytingar og umbætur á skattkerfinu“. Hópurinn átti að skila af sér tillögum fyrir lok árs 2010. Um er að ræða mjög þarft verkefni sem flestir hagsmunaaðilar sýndu mikinn áhuga. Starfshópurinn skilaði áfangaskýrslu í september í fyrra, sem var fyrst og fremst útfærsla á hugmyndum sem komu til framkvæmda í fjárlögum fyrir árið í ár. Undirritaður situr í svokallaðri samráðsnefnd sem vinna á samhliða starfshópnum. Sú nefnd hefur ekki komið saman í eitt ár. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu mun starfshópurinn vera enn að störfum, en það fer lítið fyrir þeirri vinnu út á við og gagnvart samráðsnefndinni. Það er auðvitað með hreinum ólíkindum að þremur árum eftir að forsendur í efnahagslífi og hagstjórn gerbreyttust skulu stjórnvöld enn ekki hafa markað sér framtíðarsýn í skattamálum. Skammtímareddingar munu því enn á ný vera lykilstefið á tekjuhlið fjárlaga fyrir árið 2012.Skattar og hagstjórnarmarkmiðStjórn ríkisfjármála er annar af lykilþáttum í hagstjórn hvers lands, ásamt peningastefnu. Rekstur og afkoma hins opinbera hafa áhrif á hagkerfið og viðgang þess. En það er ekki það eina sem skiptir máli. Skattar – ásamt vöxtum – eru líklega sá verðmælikvarði í hagkerfinu sem hefur mest áhrif á hegðun fyrirtækja og einstaklinga og því eðlilegt að skoða áhrif þeirra. Þannig hefur gífurleg hækkun tryggingagjalds launa áhrif á atvinnusköpun. Spegilmynd hærri tekna ríkissjóðs, hærri launakostnaður fyrirtækja, dregur úr hvatanum til að ráða fólk í vinnu. Hærra tryggingagjald skilar ríkinu vissulega miklum tekjum – en líka kostnaði í formi hærra atvinnuleysis en ella. Sömu sögu er að segja um hærri fjármagnstekjuskatt, breytingar á skattlagningu arðs og álagningu nýs eignarskatts (betur þekktur undir fegrunarheitinu „auðlegðarskattur“). Samhengi þessara þátta – og reyndar fleiri – gera það ekki sérlega fýsilegt að fjárfesta í atvinnustarfsemi. Það er dýr lexía í hagstjórn á tímum efnahagssamdráttar þegar skattar hvetja hvorki til fjárfestinga né til aukinnar atvinnu. Það bitnar auðvitað mest á ríkissjóði sjálfum, enda vaxa skattstofnar hægt – ef eitthvað – við þessar aðstæður. Á ýmsum sviðum er það svo áhyggjuefni að hækkandi skattar færa ýmsa starfsemi út úr hagkerfinu. Svört vinna, heimabrugg og ýmislegt annað virðist vera að skjóta upp kollinum í ríkari mæli. Það getur ekki verið skynsöm skattastefna að efla neðanjarðarhagkerfið."Computer says no!“Skattar, tollar og gjöld eru að nokkru leyti frumskógur, sem er ekki mjög skiljanlegur almennum neytendum. Sá sem hætti við að kaupa sér brauðrist og keypti sér samlokugrill í staðinn verður að sætta sig við að kaupa grillið með 20% vörugjaldi. Brauðristin er undanþegin vörugjaldi, enda engin ástæða til að rukka fyrir lóðrétta ristun. Kúamjólk ber engin vörugjöld, en af sojamjólk greiðast 16 kr. á hvern lítra. Ipod touch lófatölva, þar sem hægt er að senda tölvupóst og vafra um netið, ber 25% vörugjald enda skilgreind sem „afspilunartæki“ (með ansi mögnuðum „auka“eiginleikum). Í síðasttalda tilvikinu og fleirum er niðurstaðan sú að verslun á viðkomandi vörum færist úr landi, með tilheyrandi (beinum og óbeinum) tekjumissi fyrir ríkissjóð. Hvenær kemur ríkisstjórn eða stjórnmálamenn sem vilja einfalda kerfið, afnema vörugjöld og nota eingöngu virðisaukaskatt? Það kerfi er einfalt og allir skilja það. Það kerfi byggir ekki á ójafnræði milli einstakra vöruflokka og jafnvel milli staðkvæmdarvara. Ríkið yrði vissulega af tekjum á jaðrinum en á móti færist verslun aftur til Íslands. Kannski finnst stjórnmálamönnum allt í lagi að svarið verði áfram eins og hjá félögunum í Little Brittain: „Sorry, computer says no!“.Einfalt kerfi – einföld framtíðarsýnÉg vil gera þá kröfu að skattkerfið sé sem einfaldast og skýrast gagnvart þeim sem mestra hagsmuna hafa að gæta: skattgreiðendum sjálfum. Ofangreint sýnir að það eru fjöldamargar ambögur á skattkerfinu – en á móti er ljóst að ýmsar breytingar eru vissulega vandasamar og fela í sér svör við pólitískum spurningum. Við hljótum samt að vilja að kerfið sé talið sanngjarnt og skiljanlegt. Ef það flækist fyrir okkur að móta framtíðarsýn, þá heldur flækjustig skattkerfisins áfram að aukast. Við töpum öll á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í birtingu fjárlaga fyrir árið 2012. Tekjuhlið fjárlaga hefur tekið mjög miklum breytingum á síðustu þremur árum. Vissulega lá ljóst fyrir eftir bankahrun að ná þyrfti tökum á ríkisfjármálum og að auka þyrfti tekjuöflun ríkissjóðs samfara því. Á því tel ég að ríki nokkuð góður skilningur meðal einstaklinga og fyrirtækja. En það er ekki sama hvernig það er framkvæmt. Og það er ekki sama hvaða framtíðarsýn (ef einhver) er sett fram samhliða slíkum aðgerðum. Framganga stjórnvalda undanfarin misseri í skattamálum og gjaldtöku er gagnrýniverð. Það skortir alla framtíðarsýn og aðgerðir virðast einna helst miðast við að bjarga tekjum næstu 12 mánaða – stundum með léttvægri röksemdafærslu og nær alltaf er meira flækjustig leiðin sem valin er.Heildstæðar tillögur um breytingar og umbætur á skattkerfinu?Í apríl á síðasta ári skipaði fjármálaráðherra starfshóp sem fékk það verkefni „að móta og setja fram heildstæðar tillögur um breytingar og umbætur á skattkerfinu“. Hópurinn átti að skila af sér tillögum fyrir lok árs 2010. Um er að ræða mjög þarft verkefni sem flestir hagsmunaaðilar sýndu mikinn áhuga. Starfshópurinn skilaði áfangaskýrslu í september í fyrra, sem var fyrst og fremst útfærsla á hugmyndum sem komu til framkvæmda í fjárlögum fyrir árið í ár. Undirritaður situr í svokallaðri samráðsnefnd sem vinna á samhliða starfshópnum. Sú nefnd hefur ekki komið saman í eitt ár. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu mun starfshópurinn vera enn að störfum, en það fer lítið fyrir þeirri vinnu út á við og gagnvart samráðsnefndinni. Það er auðvitað með hreinum ólíkindum að þremur árum eftir að forsendur í efnahagslífi og hagstjórn gerbreyttust skulu stjórnvöld enn ekki hafa markað sér framtíðarsýn í skattamálum. Skammtímareddingar munu því enn á ný vera lykilstefið á tekjuhlið fjárlaga fyrir árið 2012.Skattar og hagstjórnarmarkmiðStjórn ríkisfjármála er annar af lykilþáttum í hagstjórn hvers lands, ásamt peningastefnu. Rekstur og afkoma hins opinbera hafa áhrif á hagkerfið og viðgang þess. En það er ekki það eina sem skiptir máli. Skattar – ásamt vöxtum – eru líklega sá verðmælikvarði í hagkerfinu sem hefur mest áhrif á hegðun fyrirtækja og einstaklinga og því eðlilegt að skoða áhrif þeirra. Þannig hefur gífurleg hækkun tryggingagjalds launa áhrif á atvinnusköpun. Spegilmynd hærri tekna ríkissjóðs, hærri launakostnaður fyrirtækja, dregur úr hvatanum til að ráða fólk í vinnu. Hærra tryggingagjald skilar ríkinu vissulega miklum tekjum – en líka kostnaði í formi hærra atvinnuleysis en ella. Sömu sögu er að segja um hærri fjármagnstekjuskatt, breytingar á skattlagningu arðs og álagningu nýs eignarskatts (betur þekktur undir fegrunarheitinu „auðlegðarskattur“). Samhengi þessara þátta – og reyndar fleiri – gera það ekki sérlega fýsilegt að fjárfesta í atvinnustarfsemi. Það er dýr lexía í hagstjórn á tímum efnahagssamdráttar þegar skattar hvetja hvorki til fjárfestinga né til aukinnar atvinnu. Það bitnar auðvitað mest á ríkissjóði sjálfum, enda vaxa skattstofnar hægt – ef eitthvað – við þessar aðstæður. Á ýmsum sviðum er það svo áhyggjuefni að hækkandi skattar færa ýmsa starfsemi út úr hagkerfinu. Svört vinna, heimabrugg og ýmislegt annað virðist vera að skjóta upp kollinum í ríkari mæli. Það getur ekki verið skynsöm skattastefna að efla neðanjarðarhagkerfið."Computer says no!“Skattar, tollar og gjöld eru að nokkru leyti frumskógur, sem er ekki mjög skiljanlegur almennum neytendum. Sá sem hætti við að kaupa sér brauðrist og keypti sér samlokugrill í staðinn verður að sætta sig við að kaupa grillið með 20% vörugjaldi. Brauðristin er undanþegin vörugjaldi, enda engin ástæða til að rukka fyrir lóðrétta ristun. Kúamjólk ber engin vörugjöld, en af sojamjólk greiðast 16 kr. á hvern lítra. Ipod touch lófatölva, þar sem hægt er að senda tölvupóst og vafra um netið, ber 25% vörugjald enda skilgreind sem „afspilunartæki“ (með ansi mögnuðum „auka“eiginleikum). Í síðasttalda tilvikinu og fleirum er niðurstaðan sú að verslun á viðkomandi vörum færist úr landi, með tilheyrandi (beinum og óbeinum) tekjumissi fyrir ríkissjóð. Hvenær kemur ríkisstjórn eða stjórnmálamenn sem vilja einfalda kerfið, afnema vörugjöld og nota eingöngu virðisaukaskatt? Það kerfi er einfalt og allir skilja það. Það kerfi byggir ekki á ójafnræði milli einstakra vöruflokka og jafnvel milli staðkvæmdarvara. Ríkið yrði vissulega af tekjum á jaðrinum en á móti færist verslun aftur til Íslands. Kannski finnst stjórnmálamönnum allt í lagi að svarið verði áfram eins og hjá félögunum í Little Brittain: „Sorry, computer says no!“.Einfalt kerfi – einföld framtíðarsýnÉg vil gera þá kröfu að skattkerfið sé sem einfaldast og skýrast gagnvart þeim sem mestra hagsmuna hafa að gæta: skattgreiðendum sjálfum. Ofangreint sýnir að það eru fjöldamargar ambögur á skattkerfinu – en á móti er ljóst að ýmsar breytingar eru vissulega vandasamar og fela í sér svör við pólitískum spurningum. Við hljótum samt að vilja að kerfið sé talið sanngjarnt og skiljanlegt. Ef það flækist fyrir okkur að móta framtíðarsýn, þá heldur flækjustig skattkerfisins áfram að aukast. Við töpum öll á því.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun