Byrgjum brunninn - Við tryggjum ekki eftir á Ingrid Kuhlman skrifar 5. október 2011 06:00 Forvarnardagurinn er haldinn 5. október 2011. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Þessi ráð eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Á þessu ári er einblínt sérstaklega á nemendur framhaldsskóla landsins og undanfarið hafa landsmönnum birst auglýsingar í sjónvarpinu þar sem unglingar svara spurningum um vímuefni og neyslu. Nýleg skýrsla sem Rannsóknir og greining vann sýnir að 9% nemenda í framhaldsskóla reykja daglega, 43% hafa verið ölvaðir síðastliðna 30 daga, 7% hafa neytt hass einu sinni eða oftar og 12% hafa neytt maríjúana einu sinni eða oftar. Forvarnardagurinn á því fullt erindi í framhaldsskólana. Það er ýmislegt sem foreldrar og aðrir uppalendur geta gert til að minnka líkur á því að börn og unglingar hefji neyslu: -Notalegar stundir og samvera með fjölskyldunni er ein besta forvörnin gegn fíkniefnum. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldu sinni eru síður líklegir til að leiðast út í fíkniefnaneyslu. Klukkutími getur með öðrum orðum ráðið úrslitum. -Uppbyggilegt og gott samband milli foreldra og unglinga sem byggist á trausti eykur líkurnar á að unglingar biðji um aðstoð lendi þeir í vandræðum. -Þátttaka í íþróttum og öðru skipulögðu æskulýðsstarfi undir leiðsögn ábyrgra aðila hefur mikið forvarnargildi því rannsóknir hafa sýnt að ungmenni eru þá ólíklegri til að falla fyrir fíkniefnum eða leiðast út í aðra óæskilega hegðun. -Því lengur sem ungmenni sniðganga áfengi, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna. Hvert ár skiptir því máli. -Mikilvægt er að foreldrar séu vakandi og fylgist með þróun mála. Rannsóknir hafa sýnt að unglingar foreldra sem vita gjarnan hvar þeir eru á kvöldin og með hverjum, eru ólíklegri til að neyta fíkniefna en þeir unglingar sem eru undir minna eftirliti. -Stuðningur foreldra skiptir sköpum til að koma í veg fyrir að unglingar leiðist inn á braut fíkniefnaneyslu. Mikið ríður á að einstaklingur sem ákveður að hefja ekki drykkju fái stuðning úr sínu umhverfi til að standa við þá ákvörðun. -Mikil forvörn er í því að foreldrar kynnist foreldrum og vinum/skólafélögum þar sem rannsóknir hafa sýnt að það dregur úr líkum á að unglingar þeirra afvegaleiðist og ánetjist fíkniefnum. -Samstaða og þátttaka foreldra, t.d. í skólastarfi, íþróttastarfi og foreldrarölti, hefur einnig mikið forvarnargildi. Mikilvægt er að samfélag og net foreldra sé til staðar og þeir láti sig varða hag unglinga almennt. Það þarf nefnilega heilt samfélag til að ala upp barn. -Mikilvægt er einnig að foreldrar styrki sjálfsmynd ungmenna þannig að þau þrói með sér nægilegt sjálfstraust til að geta sagt „nei, takk“ þegar þeim eru boðin fíkniefni. Tökum höndum saman og forðum ungmennum okkar frá því að stíga ógæfuspor og verða fíkniefnum að bráð. Við tryggjum ekki eftir á! Ingrid Kuhlman, stjórn Heimilis og skóla – Landssamtaka foreldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Sjá meira
Forvarnardagurinn er haldinn 5. október 2011. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Þessi ráð eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Á þessu ári er einblínt sérstaklega á nemendur framhaldsskóla landsins og undanfarið hafa landsmönnum birst auglýsingar í sjónvarpinu þar sem unglingar svara spurningum um vímuefni og neyslu. Nýleg skýrsla sem Rannsóknir og greining vann sýnir að 9% nemenda í framhaldsskóla reykja daglega, 43% hafa verið ölvaðir síðastliðna 30 daga, 7% hafa neytt hass einu sinni eða oftar og 12% hafa neytt maríjúana einu sinni eða oftar. Forvarnardagurinn á því fullt erindi í framhaldsskólana. Það er ýmislegt sem foreldrar og aðrir uppalendur geta gert til að minnka líkur á því að börn og unglingar hefji neyslu: -Notalegar stundir og samvera með fjölskyldunni er ein besta forvörnin gegn fíkniefnum. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldu sinni eru síður líklegir til að leiðast út í fíkniefnaneyslu. Klukkutími getur með öðrum orðum ráðið úrslitum. -Uppbyggilegt og gott samband milli foreldra og unglinga sem byggist á trausti eykur líkurnar á að unglingar biðji um aðstoð lendi þeir í vandræðum. -Þátttaka í íþróttum og öðru skipulögðu æskulýðsstarfi undir leiðsögn ábyrgra aðila hefur mikið forvarnargildi því rannsóknir hafa sýnt að ungmenni eru þá ólíklegri til að falla fyrir fíkniefnum eða leiðast út í aðra óæskilega hegðun. -Því lengur sem ungmenni sniðganga áfengi, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna. Hvert ár skiptir því máli. -Mikilvægt er að foreldrar séu vakandi og fylgist með þróun mála. Rannsóknir hafa sýnt að unglingar foreldra sem vita gjarnan hvar þeir eru á kvöldin og með hverjum, eru ólíklegri til að neyta fíkniefna en þeir unglingar sem eru undir minna eftirliti. -Stuðningur foreldra skiptir sköpum til að koma í veg fyrir að unglingar leiðist inn á braut fíkniefnaneyslu. Mikið ríður á að einstaklingur sem ákveður að hefja ekki drykkju fái stuðning úr sínu umhverfi til að standa við þá ákvörðun. -Mikil forvörn er í því að foreldrar kynnist foreldrum og vinum/skólafélögum þar sem rannsóknir hafa sýnt að það dregur úr líkum á að unglingar þeirra afvegaleiðist og ánetjist fíkniefnum. -Samstaða og þátttaka foreldra, t.d. í skólastarfi, íþróttastarfi og foreldrarölti, hefur einnig mikið forvarnargildi. Mikilvægt er að samfélag og net foreldra sé til staðar og þeir láti sig varða hag unglinga almennt. Það þarf nefnilega heilt samfélag til að ala upp barn. -Mikilvægt er einnig að foreldrar styrki sjálfsmynd ungmenna þannig að þau þrói með sér nægilegt sjálfstraust til að geta sagt „nei, takk“ þegar þeim eru boðin fíkniefni. Tökum höndum saman og forðum ungmennum okkar frá því að stíga ógæfuspor og verða fíkniefnum að bráð. Við tryggjum ekki eftir á! Ingrid Kuhlman, stjórn Heimilis og skóla – Landssamtaka foreldra
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun