Enn deila þingmenn um virkjanir og vernd - fréttaskýring 12. október 2011 04:00 alþingi Iðnaðarráðherra sagðist efast um að nokkur ríkisstjórn hefði gert jafn mikið í að gera áætlanir um orkunotkun til framtíðar. Einni virkjanaframkvæmd væri nýlokið og þrjár komnar á framkvæmdastig.fréttablaðið/gva jón gunnarsson Hvað vilja þingmenn varðandi virkjanir? Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina á þingi í gær fyrir aðgerðaleysi í virkjanamálum. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var málshefjandi og lagði til grundvallar skýrslu um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035. Jón sagði að ef framkvæmdastefnu fyrirtækisins væri fylgt ykist hagvöxtur um 1,5 til 2,5 prósent á næsta ári, auk þess sem um það bil 2.000 störf myndu skapast. Virkjanakostirnir sem áætlunin næði til ættu ekki að vera umdeildir, enda lentu þeir allir í nýtingarflokki rammaáætlunar. Ekki væri spurning um hvort þeir væru virkjaðir, heldur hvenær. Málið þoldi enga bið og þegar í stað ætti að stuðla að virkjunum. Jón sagði ljóst að annar stjórnarflokkurinn, Vinstri græn, hefði líf ríkisstjórnarinnar í gíslingu, vegna andstöðu við virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Kaupendur væru fyrir hendi, orkan væri fyrir hendi. Það eina sem vantaði væri kjarkur í ríkisstjórninni. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði ekkert óljóst í málinu. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða, sem hefði verið allt of lengi í smíðum, væri komin í ákveðið ferli. Fráleitt væri að ætla að taka virkjanakosti út úr því ferli, enda væri rammaáætluninni ætlað að skapa umhverfi þar sem hægt væri að lyfta sér upp yfir þær deilur sem klofið hefðu þjóðina í allt of langan tíma. Hún mundi gjörbreyta öllum forsendum til orkunýtingar til lengri tíma. Fjölmargir þingmenn kváðu sér hljóðs í umræðunni og eins og oft áður skiptust skoðanir eftir línum stjórnar og stjórnarandstöðu. Það var þó ekki algilt. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði málshefjanda vilja hunsa rammaáætlunina og fara strax af stað. „Enn einu sinni er verið að dingla lottóvinningum framan í landsmenn á kostnað vandvirkni og umhverfisins.“ Nauðsynlegt væri að vanda umræðuna. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, sagði skýrslu Landsvirkjunar boða byltingarkennda grundvallarhugsun, sem væri ný fyrir marga í sal Alþingis. „Landsvirkjun ætlar sér að selja orkuna, sem hún aflar úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, háu verði.“ Eðlilegt væri að fá sem hæst verð fyrir orkuna. Stjórnarandstæðingar brigsluðu ríkisstjórninni um að standa í vegi fyrir þjóðþrifaframkvæmdum, en stjórnarþingmenn sögðu á móti að krafan um að taka nokkra virkjanakosti út fyrir rammaáætlunina lýsti æðibunugangi. Ljóst er að umræðan í gær er forsmekkur að því sem koma skal þegar þingmenn takast á um flokka rammaáætlunar. Hún er nú í opnu umsagnarferli sem stendur til 12. nóvember. Þá mun tillagan fara fyrir Alþingi og verða unnin áfram í nefndum. Eftir stendur að þingmenn munu þurfa að taka afstöðu til virkjanakosta og verndarsvæða. Rammaáætlunin gæti því reynst ríkisstjórninni óþægur ljár í þúfu. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
jón gunnarsson Hvað vilja þingmenn varðandi virkjanir? Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina á þingi í gær fyrir aðgerðaleysi í virkjanamálum. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var málshefjandi og lagði til grundvallar skýrslu um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035. Jón sagði að ef framkvæmdastefnu fyrirtækisins væri fylgt ykist hagvöxtur um 1,5 til 2,5 prósent á næsta ári, auk þess sem um það bil 2.000 störf myndu skapast. Virkjanakostirnir sem áætlunin næði til ættu ekki að vera umdeildir, enda lentu þeir allir í nýtingarflokki rammaáætlunar. Ekki væri spurning um hvort þeir væru virkjaðir, heldur hvenær. Málið þoldi enga bið og þegar í stað ætti að stuðla að virkjunum. Jón sagði ljóst að annar stjórnarflokkurinn, Vinstri græn, hefði líf ríkisstjórnarinnar í gíslingu, vegna andstöðu við virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Kaupendur væru fyrir hendi, orkan væri fyrir hendi. Það eina sem vantaði væri kjarkur í ríkisstjórninni. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði ekkert óljóst í málinu. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða, sem hefði verið allt of lengi í smíðum, væri komin í ákveðið ferli. Fráleitt væri að ætla að taka virkjanakosti út úr því ferli, enda væri rammaáætluninni ætlað að skapa umhverfi þar sem hægt væri að lyfta sér upp yfir þær deilur sem klofið hefðu þjóðina í allt of langan tíma. Hún mundi gjörbreyta öllum forsendum til orkunýtingar til lengri tíma. Fjölmargir þingmenn kváðu sér hljóðs í umræðunni og eins og oft áður skiptust skoðanir eftir línum stjórnar og stjórnarandstöðu. Það var þó ekki algilt. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði málshefjanda vilja hunsa rammaáætlunina og fara strax af stað. „Enn einu sinni er verið að dingla lottóvinningum framan í landsmenn á kostnað vandvirkni og umhverfisins.“ Nauðsynlegt væri að vanda umræðuna. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, sagði skýrslu Landsvirkjunar boða byltingarkennda grundvallarhugsun, sem væri ný fyrir marga í sal Alþingis. „Landsvirkjun ætlar sér að selja orkuna, sem hún aflar úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, háu verði.“ Eðlilegt væri að fá sem hæst verð fyrir orkuna. Stjórnarandstæðingar brigsluðu ríkisstjórninni um að standa í vegi fyrir þjóðþrifaframkvæmdum, en stjórnarþingmenn sögðu á móti að krafan um að taka nokkra virkjanakosti út fyrir rammaáætlunina lýsti æðibunugangi. Ljóst er að umræðan í gær er forsmekkur að því sem koma skal þegar þingmenn takast á um flokka rammaáætlunar. Hún er nú í opnu umsagnarferli sem stendur til 12. nóvember. Þá mun tillagan fara fyrir Alþingi og verða unnin áfram í nefndum. Eftir stendur að þingmenn munu þurfa að taka afstöðu til virkjanakosta og verndarsvæða. Rammaáætlunin gæti því reynst ríkisstjórninni óþægur ljár í þúfu. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent