Bólusetning gegn veirum sem valda leghálskrabbameini Lára G. Sigurðardóttir og Laufey Tryggvadóttir skrifar 12. október 2011 06:00 Bólusetning með Cervarix® gegn HPV 16/18 hefst nú í haust hjá 12 og 13 ára stúlkum. Í framtíðinni verður bólusetningin hluti af almennum bólusetningum stúlkna. HPV stendur fyrir Human Papilloma Virus sem er samheiti yfir fjölda veira sem kallast öðru nafni vörtuveirur. Yfir 100 tegundir af HPV eru þekktar og þar af eru um 40 sem geta valdið kynfærasjúkdómum, t.d. vörtum eða krabbameini. HPV-tegundum er skipt í lág- og há-áhættu veirur eftir tengslum þeirra við krabbamein. HPV-smit er algengast hjá ungum konum og um 23% kvenna á aldrinum 14-34 ára eru taldar smitaðar af há-áhættu HPV-tegundum sem geta valdið leghálskrabbameini. Ónæmiskerfið nær í langflestum tilvikum að losa líkamann við veiruna, en þegar það gengur ekki getur myndast krabbamein. Líkur á smiti aukast með fjölda rekkjunauta. Konur sem hafa átt fimm eða fleiri rekkjunauta eru í þrefaldri hættu á að greinast með leghálskrabbamein, miðað við þær sem hafa átt einn til tvo rekkjunauta. Hér skal bent á að þrátt fyrir minni líkur geta konur sem átt hafa fáa rekkjunauta engu að síður fengið leghálskrabbamein, enda er fjöldi rekkjunauta hjá karlinum ekki síður mikilvægur. Karlmenn geta þannig borið smit á milli kvenna. Konur sem hins vegar hafa aldrei stundað kynmök fá ekki leghálskrabbamein. HPV-smit er þannig nauðsynleg forsenda fyrir myndun leghálskrabbameins en fleiri þættir koma til. Aðrir kynsjúkdómar (t.d. klamydía, herpes, trichomoniasis) auka líkur á smiti og þar með leghálskrabbameini. Rakstur kynfæra opnar einnig húðina fyrir smitleiðum. Loks eru þær konur sem reykja í aukinni áhættu að greinast með leghálskrabbamein. Laufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Íslands.Fyrir utan fáa rekkjunauta er notkun smokks eini þekkti þátturinn sem getur minnkað líkur á smiti allverulega. Fyrir tæpum tíu árum hóf Krabbameinsfélag Íslands þátttöku í alþjóðlegri tvíblindri slembivalsrannsókn á áhrifum bólusetningar gegn HPV hjá stúlkum á aldrinum 16-23 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til nær 100% varnar gegn þeim HPV-tegundum sem voru í bóluefninu. Einnig hefur verið sýnt fram á krossónæmi: þannig að konur sem bólusettar eru fyrir HPV-tegundum númer 16 og 18 eru ólíklegri til að fá forstigsbreytingar af völdum annarra HPV-tegunda (svo sem 31, 33 og 45). Ekki hafa komið fram neinar alvarlegar aukaverkanir af bóluefninu hjá þeim konum sem voru bólusettar í rannsókninni, en mjög vel hefur verið fylgst með hugsanlegum aukaverkunum og virkni bóluefnisins og verður það gert í fimmtán ár frá lokum rannsóknarinnar. Bólusetning er ein mikilvægasta forvarnaraðgerð sem hægt er að beita til að efla heilbrigði þjóða og koma í veg fyrir sjúkdóma. Hér er bólusetning gegn HPV engin undantekning en ávinningur bólusetningar gegn HPV er margþættur. Ber helst að nefna að með bólusetningu má lækka verulega nýgengi og dánartíðni af völdum leghálskrabbameins. Bóluefnið Cervarix® sem notað verður hér á landi beinist gegn tveimur HPV tegundum (16 og 18) sem valda um 60-70% leghálskrabbameina. Ítrekað skal að þrátt fyrir bólusetningu er konum áfram ráðlagt að mæta í hefðbundna leit að leghálskrabbameini því bóluefnið nær ekki yfir allar þær HPV-tegundir sem valda leghálskrabbameini. Ný bóluefni eru í þróun og mögulegt er að í framtíðinni verði hægt að nálgast bóluefni sem nær yfir fleiri tegundir af HPV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Bólusetning með Cervarix® gegn HPV 16/18 hefst nú í haust hjá 12 og 13 ára stúlkum. Í framtíðinni verður bólusetningin hluti af almennum bólusetningum stúlkna. HPV stendur fyrir Human Papilloma Virus sem er samheiti yfir fjölda veira sem kallast öðru nafni vörtuveirur. Yfir 100 tegundir af HPV eru þekktar og þar af eru um 40 sem geta valdið kynfærasjúkdómum, t.d. vörtum eða krabbameini. HPV-tegundum er skipt í lág- og há-áhættu veirur eftir tengslum þeirra við krabbamein. HPV-smit er algengast hjá ungum konum og um 23% kvenna á aldrinum 14-34 ára eru taldar smitaðar af há-áhættu HPV-tegundum sem geta valdið leghálskrabbameini. Ónæmiskerfið nær í langflestum tilvikum að losa líkamann við veiruna, en þegar það gengur ekki getur myndast krabbamein. Líkur á smiti aukast með fjölda rekkjunauta. Konur sem hafa átt fimm eða fleiri rekkjunauta eru í þrefaldri hættu á að greinast með leghálskrabbamein, miðað við þær sem hafa átt einn til tvo rekkjunauta. Hér skal bent á að þrátt fyrir minni líkur geta konur sem átt hafa fáa rekkjunauta engu að síður fengið leghálskrabbamein, enda er fjöldi rekkjunauta hjá karlinum ekki síður mikilvægur. Karlmenn geta þannig borið smit á milli kvenna. Konur sem hins vegar hafa aldrei stundað kynmök fá ekki leghálskrabbamein. HPV-smit er þannig nauðsynleg forsenda fyrir myndun leghálskrabbameins en fleiri þættir koma til. Aðrir kynsjúkdómar (t.d. klamydía, herpes, trichomoniasis) auka líkur á smiti og þar með leghálskrabbameini. Rakstur kynfæra opnar einnig húðina fyrir smitleiðum. Loks eru þær konur sem reykja í aukinni áhættu að greinast með leghálskrabbamein. Laufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Íslands.Fyrir utan fáa rekkjunauta er notkun smokks eini þekkti þátturinn sem getur minnkað líkur á smiti allverulega. Fyrir tæpum tíu árum hóf Krabbameinsfélag Íslands þátttöku í alþjóðlegri tvíblindri slembivalsrannsókn á áhrifum bólusetningar gegn HPV hjá stúlkum á aldrinum 16-23 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til nær 100% varnar gegn þeim HPV-tegundum sem voru í bóluefninu. Einnig hefur verið sýnt fram á krossónæmi: þannig að konur sem bólusettar eru fyrir HPV-tegundum númer 16 og 18 eru ólíklegri til að fá forstigsbreytingar af völdum annarra HPV-tegunda (svo sem 31, 33 og 45). Ekki hafa komið fram neinar alvarlegar aukaverkanir af bóluefninu hjá þeim konum sem voru bólusettar í rannsókninni, en mjög vel hefur verið fylgst með hugsanlegum aukaverkunum og virkni bóluefnisins og verður það gert í fimmtán ár frá lokum rannsóknarinnar. Bólusetning er ein mikilvægasta forvarnaraðgerð sem hægt er að beita til að efla heilbrigði þjóða og koma í veg fyrir sjúkdóma. Hér er bólusetning gegn HPV engin undantekning en ávinningur bólusetningar gegn HPV er margþættur. Ber helst að nefna að með bólusetningu má lækka verulega nýgengi og dánartíðni af völdum leghálskrabbameins. Bóluefnið Cervarix® sem notað verður hér á landi beinist gegn tveimur HPV tegundum (16 og 18) sem valda um 60-70% leghálskrabbameina. Ítrekað skal að þrátt fyrir bólusetningu er konum áfram ráðlagt að mæta í hefðbundna leit að leghálskrabbameini því bóluefnið nær ekki yfir allar þær HPV-tegundir sem valda leghálskrabbameini. Ný bóluefni eru í þróun og mögulegt er að í framtíðinni verði hægt að nálgast bóluefni sem nær yfir fleiri tegundir af HPV.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun