Íslenska leiðin? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 15. október 2011 06:15 Sumir hafa reynt að stæra sig af því, að Íslendingar hafi fundið séríslenska leið út úr hruninu. Þeir hafi einfaldlega neitað í þjóðaratkvæðagreiðslu að greiða skuldir einkabanka – óreiðumanna. Svo höfum við – ólíkt evruþjóðunum – getað gengisfellt okkur út úr vandanum og þar með komið útflutningsgreinum á skrið. Þetta tvennt er sagt skýra það, að við höfum náð betri árangri en aðrar þjóðir í að vinna bug á afleiðingum kreppunnar. Þegar betur er að gáð, reynast allar þessar fullyrðingar vera innistæðulitlar – satt að segja lítið annað en skrum og sjálfsblekking. Fyrsta fullyrðingin er endurómur af lýðskrumi forseta Íslands um, að með þjóðaratkvæði um Icesave hafi hann forðað þjóðinni frá því að borga skuldir eigenda Landsbankans. Nú er upplýst, að þrotabú LB eigi að öllum líkindum fyrir forgangskröfum. Þjóðaratkvæðagreiðslan snerist því um það eitt að endurreisa laskaðan orðstír forsetans, sem undirbýr sig nú undir fimmta kjörtímabilið á Bessastöðum. Dýr herkostnaður það. Icesave-deilan er enn óleyst, þrátt fyrir þessa sýndarmennsku. SkuldahalinnÍslendingar eru á fullu í – og verða um ókomin ár – að greiða skuldir óreiðumanna, eigenda og stjórnenda bankanna. Hæsti reikningurinn er reyndar fyrir gjaldþrot Seðlabankans. Sá næsti er kostnaður skattgreiðenda af því að „kaupa“ innlendar eignir þrotabúa bankanna (innistæður og útlánasöfn). Enn einn reikningurinn er fyrir gjaldþrot sparisjóðanna, annar fyrir Sjóvár-stuldinn, sá þriðji fyrir sveitarfélög á vonarvöl – og þannig mætti lengi telja út í það endalausa. Ríkið, sveitarfélögin, heimilin og fyrirtækin eru öll að sligast undan skuldabyrði, sem í mörgum tilvikum er þyngri en við verður ráðið. Og það var einmitt GENGISHRUNIÐ – svo fjarri því að vera lausn vandans – sem gerir skuldabyrðina óviðráðanlega. Gengisfelling er pólitísk ofbeldisaðgerð, sem þjónar þeim tilgangi að skera niður lífskjör almennings með verðhækkunum á lífsnauðsynjum. Í tilviki þeirra sem skulda framkallar gengisfelling stökkbreytingu á höfuðstól skuldar og greiðslubyrði. Þess vegna er fjórðungur heimila undir hamrinum. Þess vegna er meirihluti fyrirtækja „tæknilega gjaldþrota“ enn í dag. Þess vegna tórir hagvöxturinn á veiku skari. Þetta er sjálfur efnahagsvandi Íslendinga í hnotskurn. Að kalla þetta hina „séríslensku lausn“ flokkast annað hvort undir efnahagslegt ólæsi – eða bara illgirni af verstu sort. GetuleysiðÞað eina sem má heita séríslenskt við hrun Íslands árið 2008 er, að bankakerfið hrundi í rúst og gjaldmiðillinn fór sömu leið. Bankahrunið þýddi, að hinir erlendu lánardrottnar – þýsku bankarnir og allir hinir – sem höfðu grætt á tá og fingri í góðærinu af því að lána fjárglæframönnum – sátu uppi með stórtöp. Skuldir bankanna námu um nífaldri landsframleiðslu Íslands, þegar upp var staðið. Hin hliðin á þessari sömu mynt er, að ríkisstjórn Íslands og Seðlabanki gátu einfaldlega ekki – þótt það væri þeirra yfirlýsta stefna – komið bönkunum til bjargar. Það er meginmunurinn á írsku og íslensku leiðinni. Írska ríkisstjórnin álpaðist til að ábyrgjast skuldir bankanna. Íslensk stjórnvöld reyndu fram á seinustu stund að gera slíkt hið sama en gátu það ekki, því að Ísland var þegar komið í greiðsluþrot. Þess vegna urðu hinir erlendu lánardrottnar að taka sinn (verðskuldaða) skell af Íslandi. Ísland var einfaldlega greiðsluþrota: Erlendur gjaldeyrir var uppurinn; lánstraustið var þrotið; lánamarkaðir voru lokaðir; skuldatryggingarálag Íslands var stigið til himna. Ísland var komið í ruslflokk (e. junk). Ríkisstjórn og Seðlabanki höfðu fyrirgert öllu trausti. Okkur var kurteislega bent á að segja okkur til sveitar – fara í gjörgæslu hjá IMF. Fyrr yrði ekki við okkur talað. Þjóð sem svona var fyrir komið hefur ekki efni á að stæra sig af „íslensku leiðinni“. Gengishrunið lokaði svo dyrum skuldafangelsisins utan um einsemdina. Stökkbreyttar skuldir heimila og fyrirtækja, óðaverðbólga, ofurvextir og verðtrygging í þágu fjármagnseigenda, hafa hingað til séð um restina. Lausnir?Fyrir skömmu spurði þýskur blaðamaður Toomas Ilves, forseta Eistlands, hvers vegna Eistar sættu sig möglunarlaust við efnahagslegan megrunarkúr (launalækkun og niðurskurð félagslegra útgjalda), sem sendi Grikki trítilóða út í götuvirkin. „Í samanburði við nauðungarflutninga Stalíns kippum við okkur ekki upp við hversdaglega erfiðleika. Það er kannski erfiðara ef þú hefur vanist hinu ljúfa lífi of lengi,“ sagði hann og bætti við: „Við þraukuðum til þess að uppfylla skilyrði fyrir upptöku evrunnar. Með gengisfellingu hefðum við leitt allsherjar greiðsluþrot yfir millistéttina, sem er með húsnæðislánin sín í evrum. Við hefðum lagt vaxtarbrodd þjóðfélagsins í rúst“. Er þetta kannski það, sem menn meina með þessu tali um „íslensku leiðina“: Að leiða allsherjar gjaldþrot yfir millistéttina og að leggja vaxtarbrodd þjóðfélagsins í rúst? Kreppan í Eistlandi var hörð (meiri samdráttur VLF og hærra atvinnuleysi en á Íslandi), svo lengi sem hún varði. En hún var skammvinn. Innviðir þjóðfélagsins stóðust álagið, þ.m.t. gjaldmiðillinn. Hagvöxtur var 8,4% á fyrri helmingi þessa árs. „Erlend fjárfesting lætur ekki á sér standa, því að fjárfestar vita, að eignir þeirra verða ekki gengisfelldar,“ segir Ilves. En íslenska leiðin? Skuldavandinn er óleystur. Gjaldmiðilsvandinn er óleystur. Gjaldeyrishöftin eru framlengd og erlendar fjárfestingar þar með í biðstöðu. Hagvöxturinn tórir á veiku skari. Eistar leystu sinn vanda. Við frestum okkar. Er það íslenska leiðin? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Sjá meira
Sumir hafa reynt að stæra sig af því, að Íslendingar hafi fundið séríslenska leið út úr hruninu. Þeir hafi einfaldlega neitað í þjóðaratkvæðagreiðslu að greiða skuldir einkabanka – óreiðumanna. Svo höfum við – ólíkt evruþjóðunum – getað gengisfellt okkur út úr vandanum og þar með komið útflutningsgreinum á skrið. Þetta tvennt er sagt skýra það, að við höfum náð betri árangri en aðrar þjóðir í að vinna bug á afleiðingum kreppunnar. Þegar betur er að gáð, reynast allar þessar fullyrðingar vera innistæðulitlar – satt að segja lítið annað en skrum og sjálfsblekking. Fyrsta fullyrðingin er endurómur af lýðskrumi forseta Íslands um, að með þjóðaratkvæði um Icesave hafi hann forðað þjóðinni frá því að borga skuldir eigenda Landsbankans. Nú er upplýst, að þrotabú LB eigi að öllum líkindum fyrir forgangskröfum. Þjóðaratkvæðagreiðslan snerist því um það eitt að endurreisa laskaðan orðstír forsetans, sem undirbýr sig nú undir fimmta kjörtímabilið á Bessastöðum. Dýr herkostnaður það. Icesave-deilan er enn óleyst, þrátt fyrir þessa sýndarmennsku. SkuldahalinnÍslendingar eru á fullu í – og verða um ókomin ár – að greiða skuldir óreiðumanna, eigenda og stjórnenda bankanna. Hæsti reikningurinn er reyndar fyrir gjaldþrot Seðlabankans. Sá næsti er kostnaður skattgreiðenda af því að „kaupa“ innlendar eignir þrotabúa bankanna (innistæður og útlánasöfn). Enn einn reikningurinn er fyrir gjaldþrot sparisjóðanna, annar fyrir Sjóvár-stuldinn, sá þriðji fyrir sveitarfélög á vonarvöl – og þannig mætti lengi telja út í það endalausa. Ríkið, sveitarfélögin, heimilin og fyrirtækin eru öll að sligast undan skuldabyrði, sem í mörgum tilvikum er þyngri en við verður ráðið. Og það var einmitt GENGISHRUNIÐ – svo fjarri því að vera lausn vandans – sem gerir skuldabyrðina óviðráðanlega. Gengisfelling er pólitísk ofbeldisaðgerð, sem þjónar þeim tilgangi að skera niður lífskjör almennings með verðhækkunum á lífsnauðsynjum. Í tilviki þeirra sem skulda framkallar gengisfelling stökkbreytingu á höfuðstól skuldar og greiðslubyrði. Þess vegna er fjórðungur heimila undir hamrinum. Þess vegna er meirihluti fyrirtækja „tæknilega gjaldþrota“ enn í dag. Þess vegna tórir hagvöxturinn á veiku skari. Þetta er sjálfur efnahagsvandi Íslendinga í hnotskurn. Að kalla þetta hina „séríslensku lausn“ flokkast annað hvort undir efnahagslegt ólæsi – eða bara illgirni af verstu sort. GetuleysiðÞað eina sem má heita séríslenskt við hrun Íslands árið 2008 er, að bankakerfið hrundi í rúst og gjaldmiðillinn fór sömu leið. Bankahrunið þýddi, að hinir erlendu lánardrottnar – þýsku bankarnir og allir hinir – sem höfðu grætt á tá og fingri í góðærinu af því að lána fjárglæframönnum – sátu uppi með stórtöp. Skuldir bankanna námu um nífaldri landsframleiðslu Íslands, þegar upp var staðið. Hin hliðin á þessari sömu mynt er, að ríkisstjórn Íslands og Seðlabanki gátu einfaldlega ekki – þótt það væri þeirra yfirlýsta stefna – komið bönkunum til bjargar. Það er meginmunurinn á írsku og íslensku leiðinni. Írska ríkisstjórnin álpaðist til að ábyrgjast skuldir bankanna. Íslensk stjórnvöld reyndu fram á seinustu stund að gera slíkt hið sama en gátu það ekki, því að Ísland var þegar komið í greiðsluþrot. Þess vegna urðu hinir erlendu lánardrottnar að taka sinn (verðskuldaða) skell af Íslandi. Ísland var einfaldlega greiðsluþrota: Erlendur gjaldeyrir var uppurinn; lánstraustið var þrotið; lánamarkaðir voru lokaðir; skuldatryggingarálag Íslands var stigið til himna. Ísland var komið í ruslflokk (e. junk). Ríkisstjórn og Seðlabanki höfðu fyrirgert öllu trausti. Okkur var kurteislega bent á að segja okkur til sveitar – fara í gjörgæslu hjá IMF. Fyrr yrði ekki við okkur talað. Þjóð sem svona var fyrir komið hefur ekki efni á að stæra sig af „íslensku leiðinni“. Gengishrunið lokaði svo dyrum skuldafangelsisins utan um einsemdina. Stökkbreyttar skuldir heimila og fyrirtækja, óðaverðbólga, ofurvextir og verðtrygging í þágu fjármagnseigenda, hafa hingað til séð um restina. Lausnir?Fyrir skömmu spurði þýskur blaðamaður Toomas Ilves, forseta Eistlands, hvers vegna Eistar sættu sig möglunarlaust við efnahagslegan megrunarkúr (launalækkun og niðurskurð félagslegra útgjalda), sem sendi Grikki trítilóða út í götuvirkin. „Í samanburði við nauðungarflutninga Stalíns kippum við okkur ekki upp við hversdaglega erfiðleika. Það er kannski erfiðara ef þú hefur vanist hinu ljúfa lífi of lengi,“ sagði hann og bætti við: „Við þraukuðum til þess að uppfylla skilyrði fyrir upptöku evrunnar. Með gengisfellingu hefðum við leitt allsherjar greiðsluþrot yfir millistéttina, sem er með húsnæðislánin sín í evrum. Við hefðum lagt vaxtarbrodd þjóðfélagsins í rúst“. Er þetta kannski það, sem menn meina með þessu tali um „íslensku leiðina“: Að leiða allsherjar gjaldþrot yfir millistéttina og að leggja vaxtarbrodd þjóðfélagsins í rúst? Kreppan í Eistlandi var hörð (meiri samdráttur VLF og hærra atvinnuleysi en á Íslandi), svo lengi sem hún varði. En hún var skammvinn. Innviðir þjóðfélagsins stóðust álagið, þ.m.t. gjaldmiðillinn. Hagvöxtur var 8,4% á fyrri helmingi þessa árs. „Erlend fjárfesting lætur ekki á sér standa, því að fjárfestar vita, að eignir þeirra verða ekki gengisfelldar,“ segir Ilves. En íslenska leiðin? Skuldavandinn er óleystur. Gjaldmiðilsvandinn er óleystur. Gjaldeyrishöftin eru framlengd og erlendar fjárfestingar þar með í biðstöðu. Hagvöxturinn tórir á veiku skari. Eistar leystu sinn vanda. Við frestum okkar. Er það íslenska leiðin?
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun