Betri Reykjavík fyrir fólkið Jón Gnarr Kristinsson skrifar 22. október 2011 06:00 Nú í vikunni opnaði Reykjavíkurborg vefinn betrireykjavik.is. Betri Reykjavík er byltingarkennd nýjung sem mun styrkja íbúalýðræði í Reykjavík svo um munar. Hér er á ferðinni stórkostlegur samráðsvettvangur. Á Betri Reykjavík mun fólk geta haft miklu meiri áhrif á umhverfi sitt, þjónustu og framkvæmdir í Reykjavík en verið hefur. Betri Reykjavík er vettvangur þar sem íbúar geta sett fram hugmyndir sínar og röksemdir um framkvæmdir og þá margvíslegu þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir. Vefurinn mun snerta flesta þætti þess hvernig stjórnsýsla borgarinnar og stjórnmálamenn vinna með hugmyndir og tillögur borgarbúa sem snúa að því að bæta þjónustuna og gera borgina enn betri en hún er. Borgarbúar geta átt samræður um hugmyndir á vefnum, stutt þær eða hafnað eftir atvikum og gert að sínum. Allt verður þetta opið og sýnilegt á Betri Reykjavík þar sem fram fer lifandi umræða um málefni borgarinnar. Ætti enginn Reykvíkingur að láta vefinn fram hjá sér fara. Góðar hugmyndir eru gulls ígildi en þær eru lítils virði ef enginn tekur mark á þeim eða fjallar um þær af ábyrgum hætti. Mesta byltingin sem felst í þessum nýja vef er sú að Reykjavíkurborg skuldbindur sig til að fjalla formlega um þær hugmyndir sem fólkið kýs að styðja á Betri Reykjavík. Í hverjum mánuði munu hugmyndir fólksins verða teknar af Betri Reykjavík til afgreiðslu í fagráðum Reykjavíkurborgar. Fimm efstu hugmyndirnar í hverjum málaflokki verða teknar fyrir og þeim svarað eins fljótt og auðið er. Verða svörin birt á Betri Reykjavík. Ferli og afgreiðsla fagráðanna á hugmyndum verður sem sagt öllum sýnilegt á einum stað. Þeir sem setja inn hugmyndir sem teknar verða til afgreiðslu af stjórnsýslu borgarinnar munu fá tilkynningar um það í tölvupósti. Við höfum áður prófað svona vef til að kalla eftir hugmyndum frá Reykvíkingum. Hugmyndavefur, með sama nafni, var opnaður í kringum sveitarstjórnarkosningar 2010. Hann virkaði einstaklega vel. Yfir 25.000 manns notfærðu sér þann vef og ótal góðar hugmyndir komu fram. Svo mikil virkni á lýðræðisvef þykir svo merkileg erlendis að Íbúar Sjálfseignarstofnun, fyrirtækið sem þróaði vefinn í samstarfi við Reykjavíkurborg, hefur þegar hlotið heimsþekkt lýðræðisverðlaun, The World e-Democracy Awards. Margar hugmyndir sem komu fram á gamla vefnum eru nú þegar orðnar að veruleika í Reykjavík. Má þar nefna sumarlokanir á götum í miðborginni, lokun Austurstrætis fyrir bílaumferð, að kalla Miklatún Klambratún að nýju, að nýta metan meira, að hefja rannsókn á stjórnun og starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur fyrir hrun, að hækka fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar og fjölmargt fleira. Sumt er enn í vinnslu enda þarf að útfæra góðar hugmyndir vel. Hugmyndir sem eiga uppruna sinn á Betri Reykjavík verða ætíð kynntar sem lýðsprottnar hugmyndir. Enginn mun eiga hugmyndirnar á vefnum nema fólkið í Reykjavík sem hefur stutt þær þannig að þær nái fram að ganga í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Sannfæring mín er sú að Betri Reykjavík geti orðið lýðræði á Íslandi til mikils framdráttar. Vefurinn er í raun einstök tilraun til að gefa fólkinu meira vægi við stjórnun sveitarfélags – gefa því alvöru tækifæri til að láta rödd sína heyrast. Þegar er farið að huga að því að þróa vefinn enn frekar svo hægt verði að bjóða upp á beinar rafrænar kosningar um einstök mál þar sem notast er við rafræn skilríki eða önnur áreiðanlegri auðkenni. Það mun verða bylting í beinu lýðræði á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Ég vil eindregið hvetja alla Reykvíkinga til að nota þetta frábæra lýðræðistæki sem Betri Reykjavík er. Vefurinn er einstaklega hraðvirkur og einfaldur í notkun. Komið með góðar og gagnlegar hugmyndir sem Reykjavíkurborg getur skoðað af fullri alvöru og framkvæmt eftir efnum og aðstæðum hverju sinni. Að sjálfsögðu munum við aldrei geta gert allt sem fyrir okkur er lagt. Það vitum við öll. Ég mun hins vegar leggja mitt lóð á vogarskálarnar til þess að gagnlegar hugmyndir af Betri Reykjavík nái fram að ganga. Takið þátt og njótið vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Nú í vikunni opnaði Reykjavíkurborg vefinn betrireykjavik.is. Betri Reykjavík er byltingarkennd nýjung sem mun styrkja íbúalýðræði í Reykjavík svo um munar. Hér er á ferðinni stórkostlegur samráðsvettvangur. Á Betri Reykjavík mun fólk geta haft miklu meiri áhrif á umhverfi sitt, þjónustu og framkvæmdir í Reykjavík en verið hefur. Betri Reykjavík er vettvangur þar sem íbúar geta sett fram hugmyndir sínar og röksemdir um framkvæmdir og þá margvíslegu þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir. Vefurinn mun snerta flesta þætti þess hvernig stjórnsýsla borgarinnar og stjórnmálamenn vinna með hugmyndir og tillögur borgarbúa sem snúa að því að bæta þjónustuna og gera borgina enn betri en hún er. Borgarbúar geta átt samræður um hugmyndir á vefnum, stutt þær eða hafnað eftir atvikum og gert að sínum. Allt verður þetta opið og sýnilegt á Betri Reykjavík þar sem fram fer lifandi umræða um málefni borgarinnar. Ætti enginn Reykvíkingur að láta vefinn fram hjá sér fara. Góðar hugmyndir eru gulls ígildi en þær eru lítils virði ef enginn tekur mark á þeim eða fjallar um þær af ábyrgum hætti. Mesta byltingin sem felst í þessum nýja vef er sú að Reykjavíkurborg skuldbindur sig til að fjalla formlega um þær hugmyndir sem fólkið kýs að styðja á Betri Reykjavík. Í hverjum mánuði munu hugmyndir fólksins verða teknar af Betri Reykjavík til afgreiðslu í fagráðum Reykjavíkurborgar. Fimm efstu hugmyndirnar í hverjum málaflokki verða teknar fyrir og þeim svarað eins fljótt og auðið er. Verða svörin birt á Betri Reykjavík. Ferli og afgreiðsla fagráðanna á hugmyndum verður sem sagt öllum sýnilegt á einum stað. Þeir sem setja inn hugmyndir sem teknar verða til afgreiðslu af stjórnsýslu borgarinnar munu fá tilkynningar um það í tölvupósti. Við höfum áður prófað svona vef til að kalla eftir hugmyndum frá Reykvíkingum. Hugmyndavefur, með sama nafni, var opnaður í kringum sveitarstjórnarkosningar 2010. Hann virkaði einstaklega vel. Yfir 25.000 manns notfærðu sér þann vef og ótal góðar hugmyndir komu fram. Svo mikil virkni á lýðræðisvef þykir svo merkileg erlendis að Íbúar Sjálfseignarstofnun, fyrirtækið sem þróaði vefinn í samstarfi við Reykjavíkurborg, hefur þegar hlotið heimsþekkt lýðræðisverðlaun, The World e-Democracy Awards. Margar hugmyndir sem komu fram á gamla vefnum eru nú þegar orðnar að veruleika í Reykjavík. Má þar nefna sumarlokanir á götum í miðborginni, lokun Austurstrætis fyrir bílaumferð, að kalla Miklatún Klambratún að nýju, að nýta metan meira, að hefja rannsókn á stjórnun og starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur fyrir hrun, að hækka fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar og fjölmargt fleira. Sumt er enn í vinnslu enda þarf að útfæra góðar hugmyndir vel. Hugmyndir sem eiga uppruna sinn á Betri Reykjavík verða ætíð kynntar sem lýðsprottnar hugmyndir. Enginn mun eiga hugmyndirnar á vefnum nema fólkið í Reykjavík sem hefur stutt þær þannig að þær nái fram að ganga í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Sannfæring mín er sú að Betri Reykjavík geti orðið lýðræði á Íslandi til mikils framdráttar. Vefurinn er í raun einstök tilraun til að gefa fólkinu meira vægi við stjórnun sveitarfélags – gefa því alvöru tækifæri til að láta rödd sína heyrast. Þegar er farið að huga að því að þróa vefinn enn frekar svo hægt verði að bjóða upp á beinar rafrænar kosningar um einstök mál þar sem notast er við rafræn skilríki eða önnur áreiðanlegri auðkenni. Það mun verða bylting í beinu lýðræði á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Ég vil eindregið hvetja alla Reykvíkinga til að nota þetta frábæra lýðræðistæki sem Betri Reykjavík er. Vefurinn er einstaklega hraðvirkur og einfaldur í notkun. Komið með góðar og gagnlegar hugmyndir sem Reykjavíkurborg getur skoðað af fullri alvöru og framkvæmt eftir efnum og aðstæðum hverju sinni. Að sjálfsögðu munum við aldrei geta gert allt sem fyrir okkur er lagt. Það vitum við öll. Ég mun hins vegar leggja mitt lóð á vogarskálarnar til þess að gagnlegar hugmyndir af Betri Reykjavík nái fram að ganga. Takið þátt og njótið vel.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun