Jafnrétti er lífsgæði Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 24. október 2011 06:00 Kynbundið ofbeldi og launamunur kynjanna eru þau svið jafnréttismála þar sem hvað mest er að vinna. Vissulega hefur grettistaki verið lyft. Með lögum hafa nektardansstaðir verið bannaðir, vændiskaup gerð refsiverð og úrræðum lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum komið á fót. Ísland var eitt 11 ríkja sem í upphafi árs undirrituðu nýjan samning Evrópuráðsins gegn kynbundnu ofbeldi. Aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi er í smíðum. Meirihluti aðgerða í áætlun gegn mansali hefur komið til framkvæmda. Í fyrsta skipti í sögu okkar er starfandi sérstök ráðherranefnd um jafnrétti kynja. Á dögunum samþykkti hún að skipa framkvæmdanefnd um launamun kynja sem á að skila heildstæðri fjögurra ára áætlun um aðgerðir gegn kynbundnum launamun fyrir áramót. Hún er til marks um vilja ríkisstjórnarinnar til stóraukinnar sóknar gegn kynbundnum launamun. Tímaritið Newsweek greindi nýverið frá því að hvergi væri betra að vera kona en á Íslandi. Fjöldamargar mælingar á stöðu jafnréttis í heiminum sýna sömu niðurstöðu. Þekktust er árleg skýrsla Alþjóða efnahagsráðsins sem hefur skipað Íslandi í efsta sæti tvö ár í röð. Ráðið framkvæmir mælinguna í fullvissu um að staða jafnréttismála sé ein besta vísbendingin sem völ er á um almenn lífsgæði, þroska lýðræðis og samkeppnishæfni þjóða. Í rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið voru leiddar líkur að því að fámennisklíkur karla í viðskiptum og stjórnmálum hefðu ýtt undir og magnað hrunið. Samtímis sýna rannsóknir að kynjajafnvægi við stjórn fyrirtækja leiðir til betri stjórnunar. Því hefur Alþingi samþykkt að gera fyrirtækjum og lífeyrissjóðum skylt að ekki minna en 40% stjórna þeirra verði skipuð konum í september 2013. Þá sýnir nýleg samantekt Jafnréttisstofu að Stjórnarráðið hefur náð markmiði jafnréttislaga um að konur skipi a.m.k. 40% sæta í nefndum og ráðum á þess vegum. Allt frá 1975 hefur 24. október verið íslenskum konum dagur samstöðu og linnulausrar baráttu fyrir jafnrétti kynja. Með því hafa þær fært þjóðinni þróttmeira samfélag, sterkara lýðræði og aukin lífsgæði. Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi og launamunur kynjanna eru þau svið jafnréttismála þar sem hvað mest er að vinna. Vissulega hefur grettistaki verið lyft. Með lögum hafa nektardansstaðir verið bannaðir, vændiskaup gerð refsiverð og úrræðum lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum komið á fót. Ísland var eitt 11 ríkja sem í upphafi árs undirrituðu nýjan samning Evrópuráðsins gegn kynbundnu ofbeldi. Aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi er í smíðum. Meirihluti aðgerða í áætlun gegn mansali hefur komið til framkvæmda. Í fyrsta skipti í sögu okkar er starfandi sérstök ráðherranefnd um jafnrétti kynja. Á dögunum samþykkti hún að skipa framkvæmdanefnd um launamun kynja sem á að skila heildstæðri fjögurra ára áætlun um aðgerðir gegn kynbundnum launamun fyrir áramót. Hún er til marks um vilja ríkisstjórnarinnar til stóraukinnar sóknar gegn kynbundnum launamun. Tímaritið Newsweek greindi nýverið frá því að hvergi væri betra að vera kona en á Íslandi. Fjöldamargar mælingar á stöðu jafnréttis í heiminum sýna sömu niðurstöðu. Þekktust er árleg skýrsla Alþjóða efnahagsráðsins sem hefur skipað Íslandi í efsta sæti tvö ár í röð. Ráðið framkvæmir mælinguna í fullvissu um að staða jafnréttismála sé ein besta vísbendingin sem völ er á um almenn lífsgæði, þroska lýðræðis og samkeppnishæfni þjóða. Í rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið voru leiddar líkur að því að fámennisklíkur karla í viðskiptum og stjórnmálum hefðu ýtt undir og magnað hrunið. Samtímis sýna rannsóknir að kynjajafnvægi við stjórn fyrirtækja leiðir til betri stjórnunar. Því hefur Alþingi samþykkt að gera fyrirtækjum og lífeyrissjóðum skylt að ekki minna en 40% stjórna þeirra verði skipuð konum í september 2013. Þá sýnir nýleg samantekt Jafnréttisstofu að Stjórnarráðið hefur náð markmiði jafnréttislaga um að konur skipi a.m.k. 40% sæta í nefndum og ráðum á þess vegum. Allt frá 1975 hefur 24. október verið íslenskum konum dagur samstöðu og linnulausrar baráttu fyrir jafnrétti kynja. Með því hafa þær fært þjóðinni þróttmeira samfélag, sterkara lýðræði og aukin lífsgæði. Til hamingju með daginn!
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar